Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 38
26 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. veita húsaskjól, 6. öfug röð, 8. gól, 9. í hálsi, 11. æst, 12. bolur, 14. fáni, 16. tveir eins, 17. síðan, 18. bjálki, 20. ólæti, 21. stertur. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. tveir eins, 4. kasta, 5. for, 7. nýta, 10. eldsneyti, 13. viðmót, 15. fínt, 16. frændbálkur, 19. persónufornafn. LAUSN LÁRÉTT: 2. hýsa, 6. on, 8. ýlu, 9. kok, 11. ör, 12. stofn, 14. flagg, 16. ææ, 17. svo, 18. tré, 20. at, 21. tagl. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. ýý, 4. slöngva, 5. aur, 7. notfæra, 10. kol, 13. fas, 15. gott, 16. ætt, 19. ég. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í gamla Regnbogahúsinu við Hverfisgötu en í september verð- ur þar vígt nýtt kvikmyndahús undir hinu stóra nafni; Bíó Parad- ís: Heimili kvikmyndanna. Þegar hefur verið ákveðið að heimild- armyndin Backyard eftir Árna Sveinsson verði opnunarmynd kvikmyndahússins en hún vann einmitt aðalverðlaunin á Skjald- borgarhátíðinni í sumar. Að sögn Ragnars Bragason- ar, sem á sæti í stjórn sjálfseign- arstofnunarinnar Heimili kvik- myndanna ásamt Ara Kristinssyni og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, er stefnt að vígslu hinn 10. september. Það gæti þó dregist enda sé allt á fullu og menn vinni nótt sem nýtan dag við að breyta húsnæðinu og undirbúa á annan hátt. „Þetta verð- ur í fyrsta skipti sem kvikmynda- gerð eignast heimili, Kvikmynda- miðstöð Íslands er komin á þessar slóðir,“ segir Ragnar. Í Bíó Parad- ís verða sýndar kvikmyndir sem teljast ekki til hinna hefðbundnu poppkornssmella frá Ameríku. Stóru dreifingaraðilarnir munu þó eiga sitt skjól í Bíó Paradís því myndir á þeirra vegum sem falla ekki undir poppkorns-skilgrein- inguna geta fundið sér sinn farveg við Hverfisgötu. „Því er ætlað að fylla upp í ákveðið tómarúm fyrir fólk sem vill sjá nýlegar, listræn- ar kvikmyndir frá öðrum stöðum en Hollywood.“ Að sögn Ragnars verður einnig starfrækt kaffihús sem og verslun með kvikmyndir og kvikmyndabækur. Lovísa Óla- dóttir verður framkvæmdastjóri hússins en Ásgrímur Sverrisson verður dagskrárstjóri. - fgg Regnboginn verður Bíó Paradís HEIMILI KVIKMYNDANNA Lovísa Óladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Bíó Paradís en Ásgrímur Sverrisson verður dagskrárstjóri þess. Stefnt er að vígslu hússins hinn 10. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hef aldrei leikið á móti Pétri Jóhanni áður og það er alveg ótrú- lega gaman að vinna með honum,“ segir Ágústa Eva Erlendsdótt- ir. Hún mun leika aðalhlutverk- ið á móti áðurnefndum Pétri í nýrri gamanþáttaröð sem verður sýnd á Stöð 2 í haust. Ágústa mun leika dularfulla konu sem keyrir út Sóma-samlokur en á sér annað og eilítið öðruvísi líf utan vinnu- tímans. Auk Ágústu hefur Vignir Rafn Valþórsson verið ráðinn til að leika starfsmann Hlemmavíde- ós sem þættirnir snúast um en per- sóna hans verður hálfgert hjarta leigunnar. Leikhópurinn hefur hist nokkr- um sinnum og æft en eins og Fréttablaðið hefur greint frá stend- ur einvalalið að handritinu; Sigur- jón Kjartansson, María Reyndal, Ari Eldjárn, Hugleikur Dagsson og Pétur Jóhann. Þá hefur Styrm- ir Sigurðsson verið fenginn til að leikstýra þáttaröðinni en hann gat sér gott orð fyrir fyrstu Fóst- bræðra-seríuna sem var frum- sýnd 1997. Ágústa og Pétur hafa þó komið við sögu í sömu myndinni án þess að leika saman; Ágústa lék yngri útgáfuna af Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Ágústa segir sér lítast mjög vel á þættina en vill ekki gefa of mikið upp um sína eigin persónu, það kæmi til með að ljóstra of miklu upp um framvinduna. Ágústa seg- ist annars hafa eytt sumrinu í frí. „Ég fór bara hringinn í kringum landið og svo hef ég bara verið að lemja í púða hjá Mjölni,“ segir Ágústa en dálæti hennar á bardag- aíþróttum hefur vart farið fram hjá neinum. „Ég gerði alveg rosalega mikið af þessu fyrir kvikmyndina Borgríki og hef bara haldið áfram síðan þá,“ útskýrir Ágústa og vísar þar í myndina Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson. „Hún er í klippingu núna og verður frumsýnd á næsta ári.“ Ágústa verður raunar nokkuð áberandi því kvikmyndin Kurteist fólk eftir sama leikstjóra með Stef- áni Karli verður frumsýnd seint á þessu ári. freyrgigja@frettabladid.is ÁGÚSTA EVA: LEMUR Í PÚÐA OG LEIKUR Í SJÓNVARPI Ágústa Eva við hlið Péturs í nýjum sjónvarpsþætti FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N ÁBERANDI Á ÞESSU ÁRI Ágústa Eva leikur eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttaröð- inni Hlemmavídeó þar sem mótleikari hennar verður Pétur Jóhann Sigfússon og Vignir Rafn Valþórsson. Ágústa leikur einnig í tveimur kvikmyndum; Borgríki og Kurteisu fólki eftir Ólaf Jóhannesson. Norðlendingar flykktust í Hof, nýtt og glæsilegt menningarhús, sem var vígt á laugardaginn. Kristján Jóhannsson, óskabarn Akureyr- inga, þandi radd- böndin og Víkingur Heiðar Ólafsson sýndi meistaratakta við píanóið. Athygli vakti hversu góður hljómburðurinn var en það var arkitekta- stofan Arkþing sem hannaði húsið. Eigandi þeirrar stofu er Sigurður Hallgríms- son en sonur hans er enginn annar en Jón Sigurðsson, Nonni kjuði, sem lemur húðirnar með Diktu. Fjármögnun á fjögurra þátta sjónvarpsser- íu sem Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera eftir bók Árna Þórarinssonar, Tíma nornarinnar, er nú lokið. Þættirnir verða sýndir á RÚV í vor en tökur eiga að hefjast í haust. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hver leikur höfuðpersónu Árna, Einar blaðamann, en það ætti að skýrast á allra næstu vikum eða mánuðum. Gunnar í Krossinum og Jónína Benediktsdóttir gengu í það heilaga um helgina. Hin nýgiftu eru ákaflega vinamörg og sérstakt pakkaborð svignaði undan gjöfunum. Jónína tók síðan til máls og ávarpaði veislugesti og kvaddi með þeim orðum að þeir sem vildu láta af hendi rakna til Krossins gætu gert það gegnum kortaposa en systur Gunnars gengu í kjölfarið á milli borða og buðu gestum að vera með. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Hugmyndin fæddist þegar við vorum í myndatöku fyrir sænska fatamerkið WeSC fyrr í sumar. Þar kynntumst við snjóbrettamanni sem heitir Andrew Hardingham og við náðum svo vel saman að við ákváðum að fá hann til að leika í myndbandinu okkar,“ útskýrir söngkonan Svala Björgvinsdótt- ir. Hljómsveit hennar, Steed Lord, lauk nýverið við tökur á fyrsta tón- listarmyndbandi sínu. Myndbandið er við smáskífuna One Good Rea- son af nýrri plötu sveitarinnar, Heart II Heart. Meðlimir Steed Lord sáu sjálf um tökur á myndbandinu og segir Svala það hafa gengið eftir óskum. „Egill Eðvarðsson, pabbi strák- anna, var einmitt í heimsókn hjá okkur þannig að við fengum hann til að skjóta myndbandið ásamt Einari,“ útskýrir Svala en Egill er einn reyndasti framleiðandi Rík- issjónvarpsins. „Við gerum oftast allt sem viðkemur Steed Lord sjálf. Við skutum myndbandið á tveim- ur dögum hérna í Los Angeles og þetta var mikið stuð,“ segir Svala. Hljómsveitin kláraði einnig tökur á nýrri hljómplötu fyrir stuttu og var hún tekin upp í hljóðveri hljómsveitarinnar Beastie Boys í Los Angeles. Á plötunni eru átta lög og kemur hún út hinn 7. sept- ember. Hið nýja myndband fer í birt- ingu innan skamms bæði á netinu og í fatabúðum WeSC sem finna má um allan heim. Í fyrra gerði Steed Lord samning sem felur í sér að tónlist sveitarinnar fái að óma í raunveruleikaþáttum líkt og Keep- ing Up With The Kardashians og MTV‘s The Real World. „Við gerð- um samning við stórt fyrirtæki sem vildi fá tónlist okkar í þessa raunveruleikaþætti og við sögð- um já við því. Þetta er fín auglýs- ing fyrir okkur og bara gaman að þessu,“ segir Svala að lokum. - sm Steed Lord með sitt fyrsta myndband GERA ALLT SJÁLF Von er á fyrsta tónlist- armyndbandi hljómsveitarinnar Steed Lord innan skamms. Meðlimir sveitar- innar unnu myndbandið sjálfir. „Heimagerðar pitsur eru í miklu uppáhaldi. Það er hægt að leika sér endalaust með þær og mér finnst þær mun betri en pant- aðar pitsur. Bestu pitsurnar fæ ég hjá pabba mínum en hann á ekta eldbökunarofn.“ Iðunn María Guðjónsdóttir háskólanemi. NÝ SENDING FRÁ OLSEN YFIRHAFNIR BUXUR PEYSUR BOLIR Í ÚRVALI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.