Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 4
4 2. september 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 27° 18° 18° 21° 23° 18° 18° 24° 21° 27° 34° 33° 15° 23° 24° 15°Á MORGUN 10-15 m/s SV-til, annars hægari. LAUGARDAGUR 5-13 m/s og súld sunnan til. 15 15 16 19 19 19 20 12 14 14 10 10 12 3 3 3 3 5 3 6 15 7 14 16 19 16 13 16 14 18 15 12 BLÍÐVIÐRI Enn leikur veðrið við landsmenn á norð- austanverðu land- inu og ekkert lát á. Þar verður hlýtt og bjart með köfl um næstu daga. Sunn- an- og vestan til verður hins vegar áfram strekkingur, einkum við strönd- ina, heldur skýjað og væta af og til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmanna- nefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlend- inga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráð- herrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr mennta- málanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breyt- ingum á lögum um tryggingasjóð innstæðu- eigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnis- lögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á sam- þjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðu- tryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru marg- ir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta september- þingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga full- trúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópu- sambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerf- inu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um full- an aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Niðurstöður þingmanna- nefndar fyrirferðarmestar Tveggja vikna septemberþing verður sett í dag. Það er fyrst og fremst hugsað til að afgreiða mál sem ekki tókst að klára fyrr í ár. Fjölmiðlalög og lagabálkur um útlendinga og flóttamenn meðal þess sem ræða á. NÓG AÐ GERA Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKOÐANAKÖNNUN Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fréttastofa Ríkissjón- varpsins sagði frá í gærkvöldi. Nú segjast 25 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, en 24 pró- sent gerðu það síðast. Vinstri græn fengju 21 prósent atkvæða, en voru með nítján prósent í síð- ustu könnun. Nú segjast fjöru- tíu prósent styðja ríkisstjórnina sem er um fimm prósentustigum minna en fylgi stjórnarflokkanna samtals. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn, með 35 pró- sent fylgi eins og í síðasta Þjóðar- púlsi. Framsóknarflokkurinn stendur líka í stað á milli kann- anna, í tólf prósentum. Könnunin var gerð frá 28. júlí til 29. ágúst. Úrtakið var 6.300 manns sem svöruðu á netinu og símleiðis. Svarhlutfall í könnun- inni var 63,3 prósent. - shá Sjálfstæðisflokkur stærstur: Stjórnarflokkar bæta við sig í nýrri könnun HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að skipu- leggja aðgerðir til að draga úr ofnotkun og koma í veg fyrir misnotkun á rítalíni og tengdum lyfjum. Landlæknisembættinu hefur verið falið að grípa þegar í stað til aðgerða til að herða eftirlit með ávísunum á þessi lyf og tak- marka afgreiðslu þeirra við þann hóp sem sannarlega þarf á lyfj- unum að halda, að því er segir í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu. Notkun rítal- ínskyldra lyfja hefur aukist mjög á Íslandi síðustu ár, ekki síst meðal full- or ð i n n a . Æ algengara er að þeir sem koma til meðferðar hjá SÁÁ séu fíknir í slík lyf. Formaður vinnuhópsins er Einar Magnús- son, yfirmaður lyfjaskrifstofu ráðuneytisins. Í hópnum eru einnig Geir Gunnlaugsson land- læknir, Guðrún I. Gylfadóttir deildarstjóri hjá Sjúkratrygg- ingum og Jóhann M. Lenharðs- son frá Lyfjastofnun. Hópnum eru áætlaðir tveir mánuðir til að endurskipuleggja meðferð lyfjaflokksins. Honum er meðal annars falið að tryggja að þeir sem þurfi á meðferð með þessum lyfjum að halda skaðist ekki, en það eru einkum börn og ungmenni upp að 20 eða 22 ára aldri. - sh Heilbrigðisráðherra lætur herða eftirlit með ávísunum á rítalínskyld lyf: Ráðist gegn rítalínmisnotkun ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Þjónustan markvissari Heilbrigðisráðuneytið og hópur vís- indamanna við Háskóla Íslands, Land- spítalann, Háskólann í Árósum og Háskólann í Reykjavík ætla að hefja samstarf um verkefni í upplýsinga- tækni til að gera heilbrigðisþjónustu markvissari og ódýrari. Yfirlýsing um samstarfið hefur verið undirrituð. Málþing á morgun Landlæknisembættið stendur fyrir málþingi um þýðingu og orðnotkun ICF-flokkunarkerfisins á morgun í fundarsal Læknafélags Íslands. Málþingið er liður í undirbúningi fyrir útgáfu íslenskrar þýðingar á alþjóðlega flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu. HEILBRIGÐISMÁL HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leita samninga um leigu á hluta húsnæðis Heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg undir starfsemi Landlæknis og Lýðheilsustöðvar. Unnið er að sameiningu embættanna tveggja en núverandi húsnæði þeirra rúmar ekki sameinaða stofnun. Eftir úttekt Framkvæmdasýslu ríkisins var það samdóma niður- staða undirbúningshóps að hús- næðið hentaði langbest starfsemi nýrrar stofnunar. - shá Landlæknir og Lýðheildustöð: Sameinast á Barónsstígnum AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 01.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,9872 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,65 120,23 184,02 184,92 153 153,86 20,549 20,669 19,198 19,312 16,369 16,465 1,4234 1,4318 181,09 182,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 890kr. BÁTUR, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA BÁTUR MÁNAÐARINS O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i PI PA R\ TB W A S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.