Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 12
 2. september 2010 FIMMTUDAGUR BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. FRÉTTASKÝRING: Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar Reykjanesbær freistar þess nú að selja eignir til að geta greitt upp 1,8 millj- arða króna lán, og er undir smásjá stjórnvalda vegna fjárhagsvanda. Bæjarstjór- inn segir að skýrast muni í september hvert framhald- ið verði og hvort bærinn þurfi að ráðast í harkalegar aðhaldsaðgerðir. Hafi íbúar Reykjanesbæjar skaut- að létt yfir fjárhagsáætlun bæjar- ins þegar hún var lögð fram í byrj- un árs er ekki ólíklegt að þeir hafi fyllst bjartsýni, enda virtist stefna í hallalausan rekstur bæjarsjóðs og ágætt ástand. Þegar nánar var skoðað mátti þó sjá á fjárhagsáætl- uninni hversu tæpt bæjarfélagið stendur. Í raun hefði enginn átt að þurfa að velkjast í vafa um vanda bæjarins. Samkvæmt fjárhagsáætluninni voru tekjur bæjarsjóðs áætlaðar 7.924 milljónir króna og útgjöld- in 7.877 milljónir. Reksturinn ætti því samkvæmt áætlun að vera 47 milljónir króna í plús. Forsend- urnar fyrir þessari jákvæðu stöðu eru áhugaverð lesning. Áætlanir bæjarins gerðu ráð fyrir um 700 milljóna króna auknum skatttekj- um. Þær tekjur áttu að koma til með nýjum atvinnuverkefnum á borð við álver í Helguvík, gagna- ver, hernaðarfyrirtækið ECA-fyr- irtækisins, og einkarekinn spítala fyrir útlendinga á Miðnesheiði. Ljóst var strax við gerð fjárhags- áætlunarinnar að gengju ekki eftir þau fjölmörgu áform um uppbygg- ingu í sveitarfélaginu væru tekj- ur sveitarfélagsins ofmetnar um hundruð milljóna króna. Selja eignir til að greiða skuld Staða sveitarfélagsins er enn alvar- legri en þessar upplýsingar gefa til kynna. Upplýst hefur verið að 1,8 milljarða króna lán bæjarins hafi fallið á gjalddaga í byrjun ágúst. Reynt hefur verið að endurfjár- magna lánið, án árangurs. Því reyna bæjaryfirvöld að selja sex milljarða króna skuldabréf með veði í sextán prósenta hlut bæjarins í HS orku. Bréfið er raun- ar metið á fimm milljarða króna í fjárhagsáætlun bæjarins, og vænt- anlega verður það ekki selt nema með einhverjum afföllum. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur haft Reykjanesbæ, sem og önnur sveitarfélög, til skoðunar vegna erfiðrar skuldastöðu. Tekj- ur sveitarfélagsins á síðasta ári voru tæplega 9,6 milljarðar króna. Skuldir, að frádregnum lífeyris- skuldbindingum, voru ríflega 26 milljarðar króna, nærri þrefalt hærri en tekjurnar. Rekstrarreikningur bæjar- ins það sem af er ári lofar ekki góðu. Um 400 milljóna króna halli var á rekstri bæj- arins um mitt ár, þótt tekjur séu raunar ívið meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Málefni Reykjanesbæjar voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Samgöngu- og sveitar- stjórnaráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af ástandinu, en sagt það upp á bæjaryfirvöld komið að óska eftir því að skipuð verði fjárhalds- stjórn yfir bæinn, eins og gert var á Álftanesi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki koma til greina að bærinn óski eftir því að skipuð verði fjárhaldsstjórn. „Það væri algerlega út í hött,“ segir Árni. Hann segir að hafi ríkisstjórnin rætt málefni bæjar- ins megi vona að rætt hafi verið um ákvæði stöðugleikasáttmálans um þátttöku ríkisins í fjármögnun hafnarframkvæmda í Helguvík. Ítrekað hafi verið óskað eftir því að stjórnvöld standi við sinn hluta málsins, en samgönguráðherra hafi aðeins snúið út úr um málið. „Bæjarsjóður Reykjanesbæjar er að fullu í skilum,“ segir Árni. Hann segir að vandamál við endur- fjármögnun á 1,8 milljarða króna skuldabréfi verði leyst. Að öðru leyti sé bæjarsjóður í skilum. Árni segir að fréttir af slæmri stöðu Reykjanesbæjar séu orðum auknar. „Eiginfjárstaða Reykjanes- bæjar er mjög sterk í samanburði við önnur sveitarfélög. Það segir okkur að eignir umfram skuldir eru miklar.“ Vandi Reykjanesbæjar tengist öðru fremur auknu atvinnuleysi í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers af Miðnesheiði árið 2006, segir Árni. Stóra málið hafi því verið að auka tekjur með því að fjölga störf- um aftur, en þar hafi ríkisstjórnin ítrekað staðið í vegi fyrir uppbygg- ingu á svæðinu. Uppsagnir eða launalækkun Spurður hvort sveitarfélagið hafi farið of geyst í því að áætla tekjur segir Árni að eins og mál hafi þró- ast sé það réttmæt gagnrýni. Hann bendir þó á að farið hafi verið eftir áætlunum um uppbyggingu, skýrsl- um og gögnum sem unnin hafi verið um tekjur sveitarfélagsins. Það geri öll sveitarfélög. Árni segist vonast til þess að staða fjármála Reykjanesbæjar muni skýrast að einhverju leyti áður en septembermánuður er allur. Þá ætti að liggja fyrir skýr- ari svör varðandi álver í Helguvík og önnur stór atvinnuverkefni. Reykjanesbær gæti þurft að grípa til harkalegra aðhaldsaðgerða verði frekari tafir á uppbyggingu á Reykjanesi. „Við höfum verið með aðhaldsaðgerðir í gangi, en getum enn frekar hert að okkur. Auðvit- að stöndum við frammi fyrir því ef ekkert af þessum atvinnuverkefn- um er að ganga eftir á þeim tíma sem við höfum áætlað, að einhvern tímann ákveðum við að við getum ekki beðið lengur,“ segir Árni. Hann segir augljóst hvað aukið aðhald geti haft í för með sér, enda stærstur hluti útgjalda allra sveitar félaga laun og launatengd gjöld. Þá komi til greina að segja upp fólki eða lækka launin eigi að spara meira í rekstrinum. Það sé ekki það sem fólk þurfi á Suður- nesjunum. Stefnir í aðhaldsaðgerðir ÁRNI SIGFÚSSON „Við höfum verulegar áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur í rekstri Reykjanesbæjar, við höfum bent á að reksturinn hefur verið fjármagn- aður með lánsfé til fjölda ára og það er ljóst að það gengur ekki lengur,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. „Allir sem gagnrýnt hafa fjármálastjórn Reykja- nesbæjar síðustu átta árin hafa verið sagðir neikvæðir í garð bæjarins, en nú eru afleiðingarn- ar komnar í ljós,“ segir Friðjón. „Við getum ekki kennt ríkisstjórninni um okkar vandamál, bæjar- sjóður hefur verið rekinn með tapi í sjö af síðustu átta árum. Bærinn hefur einfaldlega verið fjármagnaður með lánsfé og með því að ganga á eignir.“ Friðjón segir meirihluta og minnihluta í bæjar- stjórn verða að fara saman yfir rekstur bæjar- félagsins til að komast hjá greiðsluþroti. Eitt af því sem hann leggur áherslu á er að fasteignum bæjarins verði komið aftur í eigu sveitarfélagsins. Þær hafi verið seldar fasteignafélaginu Fasteign, og svo leigðar til baka frá félaginu. Friðjón segir að bærinn hafi farið langt fram úr sér í samningum við Fasteign. Bærinn borgi til dæmis hátt í milljón króna á dag í leigu af Hljómahöllinni, sem nú er í byggingu, og hafi engar tekjur á móti. Fasteignafélagið hafi byggt húsnæði Víkingaheima, sem eru í eigu bæjarins, og þar sé reksturinn einnig röngum megin við núllið. Bærinn fjármagnaður með lánsfé og með því að ganga á eignir FRIÐJÓN EINARSSON Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is HELGUVÍK Áætlað var að tekjur Reykjanes- bæjar á yfirstandandi ári yrðu um 700 milljónum meiri en á síðasta ári vegna nýrra starfa sem meðal annars áttu að verða til vegna byggingar álvers í Helguvík. Þær áætlanir hafa ekki gengið eftir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.