Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 28
 2. september 2010 FIMMTUDAGUR2 Hefðbundin og nútímaleg brúðarförðun var nýverið til sýnis á tískusýningu í borginni Amristar á Indlandi, en brúðkaupstímabil er fram undan þar í landi. Einn þekktasti tískuljósmyndari heims, Corinne Day, lést í vik- unni eftir hatramma baráttu við krabbamein. Corinne Day var sjálfmenntaður ljósmyndari en hún myndaði lengi fyrir breska Vogue. Þekktastar eru myndir hennar af Kate Moss sem eru meðal annars taldar hafa komið fyrirsætunni á kortið en Day myndaði Moss fyrst þegar sú síðarnefnda var aðeins unglingur. Corinne Day þótti einstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari en ritstjóri breska Vogue lýsti henni sem svo að hún hefði náð að fanga „hráa fegurð“ í myndum sínum. Corinne lést 45 ára gömul síðast- liðinn föstudag. - jma Corinne Day látin Corinne Day og Kate Moss saman á ljósmyndasýningu Day árið 2007 þar sem fyrirsætan var aðalviðfangsefnið. „Þetta eru uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu, ég keypti þá í Soho-hverfinu í New York, á útsölu í Aldo,“ segir Hjördís Ásta Þórisdóttir, snyrtifræðingur og söngnemi, um skvísulega hælaskó sem hún hefur á fótum. „Þeir eru svolítið kabarett-legir.“ Hjördís segist hrifin af hæla- háum spariskóm og notar tæki- færið í útlöndum til að kaupa fallega skó. Kabarett-skóna hefur hún notað mikið. „Ég geng mikið í svörtu svo þeir passa við allt, bæði buxur og kjóla. Ég hef farið mikið út á djammið í þeim en nota þá líka fínt. Fór til dæmis í þeim í brúðkaup í sumar.“ Þegar Hjördís er beðin um að lýsa sínum fatastíl segist hún kaupa þau föt sem henni lítist vel á, sama hvaða merki um ræðir. Svart brjóti hún upp með litrík- um fylgihlutum og stórum skart- gripum. „Ég er snyrtifræðingur og vinn við að selja snyrtivörur í Kringlunni og þarf þar af leið- andi að vera svolítið fín í vinn- unni.“ Hún lætur þá ekki hanka sig á joggingbuxum eða hvað? „Nei, allavega ekki í vinnunni. En heima er gott að vera í þæginda- buxunum,“ segir hún hlæjandi. En veit hún hvað hún lumar á mörgum skópörum inni í skáp? „Ég á örugglega yfir tuttugu pör, ég tími aldrei að henda skóm. Enda alltaf hægt að nota þá aftur seinna.“ heida@frettabladid.is Hendir aldrei skópari Hjördís Ásta Þórisdóttir, snyrtifræðingur og söngnemi, er mikið fyrir háa hæla. Skópörin í skápnum hennar skipta tugum enda tímir hún aldrei að henda pari, þar sem þau komi alltaf að notum aftur. „Svolítið kabarett-legir,“ segir Hjördís Ásta Þórisdóttir snyrtifræðingur um hælaháa spariskó sem hún keypti í New York. 50 ára og eldri Uppri unarnámskeið! Reyndasti danskennari Íslandssögunnar kennir Hann er 74 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlit- slyftingu). Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn heitir Heiðar Ástvaldsson og kennir á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum 50 ára og eldri og kemur öllum í gott form á ný. Konusalsa Sjóðheit námskeið. Hentar öllum konum, ungum og öldnum, liðugum og stirðum. Í tímunum 50 plús og Salsa eru ávallt 3 kennarar. Innritun og upplýsingar á www.dansskoliheidars.is og í síma 551 3129 kl 16 til 20 daglega Enskuskóli Erlu Ara Auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna með áherslu á tal Verð 25 þúsund fyrir 10 vikur (20 kennslust) - Styrkt af starfsmenntunarsjóðum Bjóðum einnig námsferðir til Englands fyrir fullorðna og unglinga Þú ert velkomin í heimsókn og tekur ákvörðun eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt! enskafyriralla.is Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@gmail.com LANGUR LAUGARDAGUR Í FLASH Kjólar og skokkar Áður 16.990 NÚ 12.990 af öðrum vörum Ath. gildir frá fimmtudegi 2. sept. til laugardags 4. sept. 20% afsláttur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.