Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 36
 2. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ljósanótt Sögur og dans ráða ríkjum á Nesvöllum á Ljósanótt. Félag eldri borgara á Suðurnesjum stendur fyrir sagnakvöldi í kvöld og harmoníkuballi á morgun. „Ég ætla að opna sagnakvöldið með fyrstu sögunni sem ég man eftir að hafa hlustað á sem fjög- urra ára snáði, en hún var stutt og skorinort: Karl og kerling í koti sínu áttu sér kálf, þá er sagan hálf. Kálfurinn hljóp um víðan völl og þá er sagan öll,“ segir Eyj- ólfur Eysteinsson, formaður Fé- lags eldri borgara á Suðurnesjum, um sagnakvöldið sem frá upphafi Ljósanætur hefur verið með vin- sælustu viðburðum þeirrar miklu menningarveislu. „Á sagnakvöldi höfum við feng- ið hina ýmsu borgara til að segja gestum Ljósanætur sögur af Suðurnesjum, en nú bregðum við á það ráð að fá bara konur til leiks því oftast hafa sagna- þulirnir verið karlkyns. Þrjár konur eru kallaðar til: Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, Oddný Harðardóttir alþingismaður og fyrrum bæj- arstjóri í Garði, og Sigríður Jó- hannesdóttir kennari og fyrrver- andi þingmaður. Allt vel þekktar konur og skemmtilegar, en reynt er að hafa sögurnar á léttum og skemmtilegum nótum, þótt allt sé leyfilegt og bæði sé um lífsreynslu- sögur, gamlar sögur og aðrar um allt mögulegt að ræða,“ segir Eyjólfur um spennandi dag- skrá sagnakvölds sem haldið verður í miðstöð eldri borg- ara að Nesvöllum í kvöld klukkan 20. „Annað kvöld verð- ur svo árvisst Ljósa- nætur-harmoníkuball á Nesvöllum þar sem Félag harm- oníkuunnenda leikur fyrir dansi. Á ballinu er alltaf ógurlegt stuð, en hér er almennt mikið dans- að og stöðugar dansæfingar hjá eldri borgurum. Á ballinu dansa saman allar kynslóðir; börn, ungl- ingar og fullorðið fólk upp í gamal- menni, og alltaf ákaflega gaman,“ segir Eyjólfur og bætir við að eldri borgarar Suðurnesja njóti mjög Ljósanætur. „Ljósanótt er mikil upplyfting og dagamunur, og ekkert nema gott um hana að segja. Reyndar rekst hún núna á við veiðiferð hjá mér þannig að ég verð að yfirgefa fjör- ið á laugardag, en frá fyrstu nótt hef ég skemmt mér konunglega.“ - þlg Fágætar Suðurnesjasögur Árni Johnsen og Guðni Ágústsson voru meðal sögumanna á Sagnakvöldi Ljósanætur á Nesvöllum í fyrra. Í ár verða bara konur sagnaþulir kvöldsins. Klassíkinni verða gerð góð skil á Ljósanótt með fjölda tónlist- aratriða í Duushúsum og hátíðartónleikum í Stapa. Hátíðartón- leikarnir voru á dagskrá í fyrsta skipti í fyrra. Þeir vöktu mikla lukku og var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. „Í ár eru Kvennakór Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju og Karlakór Keflavíkur meðal flytjenda ásamt sönghópnum Orfe- us sem er skipaður einsöngvurum af Suðurnesjum eða fólki sem tengist svæðinu á einhvern hátt,“ segir Jóhann Smári Sæv- arsson listrænn stjórnandi tónleikanna og einn af einsöngvur- um kvöldsins. Efnisskráin er fjölbreytt og má nefna kórverk, íslensk sönglög og aríur. Þá verður lokakaflinn úr Brúðkaupi Fígar- ós fluttur með tilheyrandi búningum, leikmynd og lýsingu. Tólf manna hljómsveit verður á staðnum og bæjarlistamaðurinn Ragnheiður Skúladóttir leikur undir á píanó. Jóhann Smári segir klassík- ina koma til með að óma í bland við léttari tóna. Í Duushúsum verða tónleikar allan daginn og geta gestir og gangandi litið við eins og hentar. Tónleikarnir eru allir hálftími að lengd en flytjend- ur eru meðal annars kórar svæðisins, félag harmonikkuunnenda, Klassart og tónlistarhópurinn Ivory og Ebony. - ve Klassík og léttir tónar ● AUKASÝNING Á FERÐUM GUÐRÍÐAR Aukasýning verður á Ferðasögu Guðríðar í Víkinga- heimum, að Víkingabraut 1, sunnudaginn 5. septemb- er. Ákvörðun var tekin um að bæta henni við þegar ljóst var að uppselt er á sýninguna bæði á fimmtudag og föstudag. Ferðasaga Guðríðar er einleikur þar sem sögð er saga Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og eignaðist þar fyrsta evrópska barnið. Sagan fjallar um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu fyrir því að láta drauma sína rætast í heimi þar sem pestir, stríð og draugagangur voru daglegt brauð. Leikkonan, Þórunn Erna Clausen, leikur allar per- sónur verksins og bregður sér í gervi karla jafnt sem kvenna. Áhorfendur sitja um borð í víkingaskipinu Íslendingi og fara með leikkonunni í hjart- næmt en um leið hlægilegt ferðalag um víkingatímann. Sýningin hefst klukkan 20 en miðasala fer fram á midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.