Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 48
28 2. september 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving Í haust kemur út vegleg ferilsplata Bubba Morthens með 60 bestu lögunum frá glæsilegum 30 ára ferli. Þér býðst að velja lögin á plötuna! Þitt er valið! Veglegir vinningar fyrir heppna þátttakendur! Geislaplötur · Miðar á tónleika · Áritaður kassagítar. Kíktu á Vísi.is fyrir 13. september og veldu þau 10 lög sem þér finnst best. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman At leve i nuet er livets teknik Og alle folk gør deres bedste Men halvdelen vælger det nu som gik Og halvdelen vælger det næste ÞETTA litla ljóðbrot úr kvæði eftir Piet Hein (ef þú þekkir ekki Piet Hein mæli ég með því að þú gúglir hann) er með í kabarett-einleik sem ég er alveg að fara að frumsýna í Iðnó. Þegar ég segi „alveg að fara að“ vita allir að ég er að tala í framtíð. Fram- tíðin er ekki nútíð og ef það er eitthvað sem leikarar eiga mjög erfitt með rétt fyrir frumsýn- ingu, þá er það að vera í núinu. Jafnvel þótt maður viti að leikhús er listgrein núsins! VIÐ lifum á tímum sem gera út á núið. Kannski af því að núið er lúxus- ástand, sem við kunn- um varla að njóta? Við erum ýmist föst í for- tíð, veltandi okkur upp úr minningum eða að ergja okkur á því sem við hefðum átt að gera eða einhverju sem einhver gerði okkur einhvertíma. Eða við erum komin á flug í framtíðina og höfum áhyggjur af því hvernig allt muni fara. – „Það er bara svo margt sem getur farið úrskeiðis“ hugsum við stöðugt. ÞETTA hlýtur að vera eldgömul eðlis- hvöt frá tímum þegar við áttum það á hættu að það réðist á okkur ljón, ef í Afríku (!), eða hugsanlega víkingur ef á Íslandi (!). Þessi tilhneiging að ímynda sér alltaf það versta gefur manni tíma til að undirbúa sig, t.d. með því að slípa sverð sitt. LEIKARAR eru ósjaldan þjakaðir af martröðum fyrir frumsýningu. Dæmi- gert er t.d. að dreyma að maður standi til hliðar við sviðið og muni ekki stikk- orðið til að fara inn á. Og þegar maður ákveður loks að hætta sér á svið man maður ekki textann sinn, er nakinn og fattar að maður á alls ekki að vera í til- teknu leikriti, heldur allt öðru sem löngu er búið að frumsýna. Nakinn og varnar- laus reynir maður að flýja sviðið, en fæturnir færa sig ekki úr stað! ÓTTINN er versti óvinur núsins. Ætli mér takist að tjóðra hann á næstu dögum, áður en framtíðin verður að nútíð? Svona er svo margt sem maður getur haft áhyggjur af. Núið Það er ekki fyrr en maður stendur og horfir á stjörnu- bjartan himininn að maður áttar sig á því hversu lítill maður er. Áttar þú þig ekki örugg- lega á því hversu stór ég er? Sjáðu! Það er sjampó útum allt gólf. Og baðmottan er rennandi blaut. Jakkinn liggur bara hérna á gólfinu. Ég gæti -- AARRRRRRG!!! Bjargað af móðureðlinu. Ég á eftir að eiga frábæran dag! Nú hvað? Ö, ehe, ekkert, haha, bara stríða! Örlög stórkostlegra hugmynda velta á því hver er að hlusta. ILMVATNS Þú átt eftir að elska þessa lykt, þetta er Kennel nr.5 borgin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.