Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 52
 2. september 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 02. september ➜ Tónleikar 12.00 Hádegistónleikar verða í Hafnar- borg, Strandgötu 34, Hafnarfirði, með Garðari Thór Cortes og Antoníu Hevesi. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00. 21.00 Hljómsveitirnar Draumhvörf, Mikado og Two Tickets to Japan halda tónleika á Faktorý í kvöld. Húsið opnar kl. 21.00, tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Frítt inn. Hljómsveitin Melchior heldur útgáfutón- leika á Café Rósenberg í kvöld. ➜ Leiklist 20.00 IBSENDEKONSTRUKTION I: GENGÅNGERE, í uppfærslu sænska leikhópsins Teatr Weimar verður sýnd í kvöld kl. 20.00 í Smiðjunni, LHÍ, að Sölvhólsgötu. Leiksýningin er hluti af Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð Reykjar- víkur. Nánar á www.lokal. 20.00 Black Tie, í uppfærslu Rimini Protokoll verður sýnd í kvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu. Leiksýningin er hluti af Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð Reykjar- víkur. Nánar á www.lokal.is 22.00 Undantekningin, í uppfærslu sænska leikhópsins Nya Rampen verður sýnd í kvöld kl. 22.00 í Þjóðleik- húsinu. Leiksýningin er hluti af Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð Reykjarvíkur. Nánar á www.lokal.is ➜ Opnanir 17.00 Silvia Björg opnar sýninguna Earths Alchemy á Hótel Keili, Hafnar- götu 37, Keflavík, í dag kl. 17.00. Listsýning Línu Rutar opnar í dag í Kaffitári, að Stapabraut 7, Reykjanesbæ. ➜ Upplestur 20.30 Wolfgang Müller kynnir verk sín í bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Léttar veitingar í boði. ➜ Kvikmyndir 17.30 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmyndina Hetja eftir Zhang Yimou í Öskju, stofu 132 í dag. Sýningin hefst kl. 17.30 og er öllum opin. Frítt inn. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Dr. Dörte Andres heldur fyrirlest- ur um ráðstefnutúlkun á vegum Þýðing- arseturs Háskóla Íslands í dag kl. 12.00- 13.00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 101 í Odda. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. VERÐ 17.9 00 SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 21. OG 23. SEPTEMBER SJÁLFSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS MYNDATAKA TÍSKUSÝNINGARGANGA FYRIRSÆTA KEMUR Í HEIMSÓKN FÍKNEFNAFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING Umsjónarkennari námskeiðsins er Edda Björk Pétursdóttir fyrirsæta hjá Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, snyrtibuddu og mascara frá Maybelline, viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. Skráning er hafin í síma 533-4646 eða eskimo@eskimo.is Ferðir með Icelandair, kassar af Maltesers súkkulaði og gjafabréf í Eymundsson í vinning. SPURNINGALEIKUR FRÉTTABLAÐSINS OG BYLGJUNNAR ER AÐ HEFJAST SPURNING DAGSINS Lauflétt spurning alla virka daga, nema föstudaga, hjá Ívari og Rúnari á Bylgjunni, úr Fréttablaði hvers dags. Manstu svarið? Hringdu í 567 1111, þú gætir unnið kassa af Maltesers og 5.000 kr. gjafabréf í Eymundsson. HELGARGETRAUNIN Laufléttar spurningar birtast í helgarblaði Fréttablaðsins en svörin leynast í Fréttablöðum liðinnar viku. Þú sendir inn rétt svar á visir.is og gætir unnið tvær ferðir með Icelandair. Dregið úr réttum lausnum í Reykjavík síðdegis og hringt í vinningshafann. Með réttu svari við auka- spurningu tryggir hann sér þriðju ferðina með Icelandair. TAKIÐ EFTIR! MUNDU: Leitin á visir.is vísar líka á efni í Fréttablaðinu Gerður Kristný hlaut í gær Barna- og unglinga- bókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir skáldsöguna Garðinn. Gerður gleðst yfir athyglinni sem barna- og unglingabækur fá og ætlar að skrifa framhald af Garðinum. „Þetta er auðvitað jákvætt, vekur athygli á Garðinum, sem og öðrum skrifum fyrir börn og barna- menningu almennt,“ segir Gerður Kristný um verðlaun Vestnorræna ráðsins. Ólína Þorvarðardóttir, for- maður ráðsins, og Dagný Kristj- ánsdóttir prófessor afhentu Gerði verðlaunin, sem nema um 1,2 milljónum íslenskra króna, við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Þetta er í fimmta skipti sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Dómnefnd barnabókaverðlaunanna skipaði Oddfríður Marni Rasmussen frá Færeyjum, Vera Lise Rosing Olsen frá Grænlandi og Dagný Kristj- ánsdóttir frá Íslandi. Auk Garðs- ins voru barnabækurnar Várferð- in til Brúnna eftir Rakel Helmsdal frá Færeyjum og Sila eftir Lana Hansen frá Grænlandi tilnefndar. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Garðurinn sé „unglingabók, samtímasaga og for- tíðarsaga, skrifuð af fagmennsku og sjaldgæfum glæsibrag,“ þar sem Íslandssagan leiki stórt hlutverk. Bókin sló í gegn þegar hún kom út fyrir jólin 2008 og stend- ur til að gera kvikmynd eftir henni. Aðspurð hvort hún hyggist skrifa framhald segir Gerður svo vera. „Það væri asnalegt að gera það ekki,“ segir hún. „Söguhetj- an Eyja þurfti hins vegar að þola svo margt í Garðinum að ég þori ekki að leggja meiri byrðar á ungl- ingsherðar hennar. Ég var því að pæla í að herja á einhverja aðra úr vinkvennahópi hennar. Ég er búin að plotta þá sögu frá A til Ö og þarf bara að komast í að skrifa hana,“ segir Gerður sem telur að framhaldið gæti komið út fyrir þarnæstu jól. bergsteinn@frettabladid.is Garðurinn gerir garðinn frægan GERÐARLEG VERÐLAUN Í umsögn dómnefndar segir að Gerður sameini fagurlega þekkingu, skemmtun og listrænt gildi í Garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.