Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 58
38 2. september 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Mikið var um dýrðir þegar Emmy- verðlaunin voru afhent í 62. sinn um helgina og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta er þær gengu eftir rauða dreglinum. Mikið er spáð og spekúlerað í kjóla leik- kvenna í kringum Emmy-verðlaunahátíðina, líkt og í kringum Óskarsverðlaunahátíðina. Stjörnurnar skarta sínu fegursta er þær ganga eftir dreglinum en með misjöfn- um árangri þó. Leikkonan Claire Danes þótti með þeim best klæddu í ár en leikkonurnar January Jones og Rita Wilson þóttu með þeim verst klæddu. HÖRMUNG Leikkonan Rita Wilson klæddist þessum formlausa netkjól. Skórnir vöktu sérstaka athygli og þykja með eindæmum ósmekklegir. NAYA RIVERA Leikkonan úr Glee klæddist kjól sem minnir einna helst á sparikjól frá níunda áratugnum. NORDICPHOTOS/GETTY „Sumarfríið var mjög gott, bæði fyrir okkur og sér- staklega fyrir lesendur. Núna erum við búnir að hlaða öll hugsanleg batterí,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. Vefsíðan vinsæla Baggalutur.is er komin aftur af stað eftir sumarfrí, mörgum netverjum til mikillar ánægju. Útlit síðunnar hefur verið endurbætt auk þess sem fleiri myndbönd verða í boði en áður. „Við ákváðum á stjórnarfundi að veita auknum fjármunum og tíma í sjónvarps- framleiðslu. Íhaldssami lesendaarmurinn verður örugglega arfareiður,“ segir Bragi, sem er spenntur fyrir vetrinum: „Við sáum fram á sóknarfæri þegar Spaugstofan er horfin en það er horfið aftur. Við vorum að vonast til að þetta yrði okkar ár en, nei, það er ekki því að heilsa. Við verðum bara áfram í rólegheitunum á internetinu. Það hentar okkur ágæt- lega. Það er líka svo útbreitt,“ segir hann grafalvarlegur. Tíu ár eru liðin síðan Baggalútur steig fram á sjónar- viðið. Bragi segir þá félaga aldrei hafa búist við að end- ast eins lengi og raun ber vitni. „Það var meira spurning hvort við ættum að nenna þessu út mánuðinn á þeim tíma. Það er þrjóskan sem telur í þessum bransa og svo eru líka gríðarlegar tekjur af vefsíðurekstri.“ Bragi útilokar ekki að afmælisrit verði gefið út í tilefni áfangans. „Það hefur staðið til í tíu ár en það er aldrei að vita nema við bíðum í níutíu ár í viðbót og gefum þá út fyrstu hundrað árin.“ -fb Þrjóska heldur Baggalúti á lífi BRAGI VALDIMAR SKÚLASON Grallararnir í Baggalúti eru komnir aftur á stjá eftir sumarfrí. Þeir eiga tíu ára afmæli í ár. GLITRANDI TÍSKA Á EMMY CHRISTINA HENDRICKS Mad Men-leik- konan þótti taka sig vel út í þessum fjólu- bláa kjól frá hönnuðinum Zac Posen. LÁTLAUS OG FALLEG Kjóll leikkonunnar Claire Danes þótti með þeim fallegri í ár. Kynntu þér rótsterkt og ilmandi leikár Skoðaðu nýja Borgarleikhúsblaði ð á borgarleikhús.is eða pantaðu eintak á dreifing@posthusid.is. Skelltu þér á áskriftarkort! FALLEG Gamanleik- konan Julia Louis- Dreyfus klæddist fallegum og látlausum kjól frá uppáhaldshönn- uði sínum, Nar- ciso Rodriguez. > DREKKUR EKKI Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian segist ekki drekka mikið áfengi því henni líki ekki hvernig það smakk- ast. „Ég hef drukkið hvítan rússa inn á milli því hann smakkast eins og kakó- mjólk. Mér finnst í lagi þótt ég fái mér í glas ein- staka sinnum, enda er ég orðin þrítug.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.