Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 62
 2. september 2010 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is Eiður Smári vonast til að fá að spila mikið með Stoke: Kom eingöngu fótboltans vegna FÓTBOLTI „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með lands- liðshópnum í go-kart þegar undir- ritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekk- um kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir,“ sagði Gunn- leifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR- ingum og lögðu þá enn eina ferð- ina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði viss- um við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið,“ sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt allt- af ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel.“ Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í ein- kunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylk- isleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörk- unum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið,“ sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu lands- leikir Íslands í undankeppni Evr- ópumótsins. „Nú er þessi leik- ur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leikn- um gegn Noregi á föstudag- inn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn,“ sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21- landsliðinu. „Það er mjög ánægju- legt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir.“ Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfar- ans um hvernig eigi að spila fót- bolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson. elvargeir@frettabladid.is ÖFLUGUR Gunnleifur kýlir hér boltann frá án þess að Guðjón Baldvinsson nái að skalla hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lið 18. umferðar (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson (FH) Jamie McCunnie (Haukar) Tommy Nielsen (FH) Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) James Hurst (ÍBV) Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar) Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) Ívar Björnsson (Fram) Kristinn Steindórsson (Breiðablik) ÍSLAND vann aðeins einn af átta leikjum sínum í síðustu undankeppni sem var fyrir HM í Suður-Afríku. Ísland vann Makedóníu 1-0 á heimavelli með marki Veigars Páls Gunnarssonar. Ísland gerði tvö jafntefli, bæði við Noreg, en tapaði svo fimm leikjum. 1 Farnir að kvarta yfir hávaðanum Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson fór hamförum með FH þegar liðið vann KR 1-0 í stórleik 18. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hann bjargaði sínu liði oft meistaralega og er leikmaður umferðarinnar. Komum á staðinn og aðstoðum við kostnaðarmat án skuldbindinga. ÁF-hús – alhliða byggingaverktaki Áratuga reynsla! Upplýsingar hjá Árna Geir Magnússyni, verkefnastjóra, í síma 690 6011 eða arni@afhus.is www.afhus.is FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen gekk í fyrradag í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Stoke City og gerði eins árs samning við félag- ið. Í samtali við fréttastofu Sky Sports í gær var hann spurður um ástæðurnar fyrir því að hann valdi að ganga til liðs við Stoke. „Eingöngu fótboltans vegna,“ svaraði hann. „Það hefði verið auð- velt fyrir mig að vera áfram í Món- akó og njóta þar góða veðursins og fallegu bátanna. En það er knatt- spyrnan sem skiptir mig mestu máli og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Hún var auðveld þegar ég hugsa um þetta á þennan hátt.“ Eiður hafði um nokkra kosti að velja áður en hann valdi Stoke. Hann var til að mynda sterklega orðaður við Fulham. „Þeir hjá Stoke sýndu því mikinn áhuga að fá mig. Ég átti marga val- kosti um allan heim í sannleika sagt og þetta réðst allt á síðustu stundu. En þeir sannfærðu mig einfaldlega um að koma hingað. Ég vildi bara fá að spila fótbolta,“ sagði Eiður enn fremur en hann var í láni hjá Tottenham á síðari hluta síðasta tímabils. „Þegar ég kom aftur í ensku úrvalsdeildina gerði ég mér grein fyrir að ég vildi spila í henni. Enska úrvalsdeildin er sú mest spennandi í heimi að mínu mati.“ Hann segir að Stoke sé metnaðarfullt félag sem stefni hátt. „Stoke hefur fengið nokkra nýja leikmenn í sumar og á s íðust u tveimur tímabilum hefur liðið lent í 11. og 12. sæti. Vonandi verður mín reynsla til þess að liðið geti fest sig í sessi sem alvöru úrvalsdeildarlið sem allir þurfa að bera virð- ingu fyrir.“ - esá FÓTBOLTI Eiður Smári Guð- johnsen var keyptur frá Mon- aco til Stoke. Kaupverðið er sagt vera 1,5 til 2 milljónir punda, eða um 372 milljónir íslenskra króna. Hann fékkst fyrir litla upphæð þar sem samningur hans var að renna út. Eiður gæti spilað sinn fyrsta leik 13. september gegn Aston Villa. „Að Eiður sé kominn endan- lega til okkar en ekki að láni gerir þetta enn betra fyrir félag- ið,“ sagði Tony Pulis, stjóri Stoke. „Hann dauðlangaði að koma aftur í úrvalsdeildina. Hann fær nú tólf daga til að gera sig kláran fyrir fyrsta leikinn,“ sagði Pulis. - hþh Í TREYJUNNI Eiður með nýju treyjuna sína í gær. MYND/STOKE FÓTBOLTI Búið er að selja tæplega 5.000 miða á leikinn gegn Norð- mönnum á morgun. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2012. Laugardalsvöllur tekur alls 10.000 manns í sæti og því er rúmlega helmingur miðanna eftir. Svo gott sem uppselt var á tvo af fjórum leikjum síðustu undan- keppni, leikina gegn Skotlandi og Hollandi. Alls mætti 7.321 á leikinn gegn Noregi en 5.527 sáu eina sigurleik liðsins, gegn Makedóníu. Dýrustu miðarnir á leikinn gegn Noregi kosta 5.000 krónur, í gömlu stúkunni. Miðar í hólf yst í henni eru ódýrastir, þeir kosta 2.000 krónur en miðar í nýju stúkuna kosta 3.500 krónur. Í forsölu er 500 króna afláttur af miðunum. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir að miðar sem stuðningsaðilar KSÍ kaupi séu mun færri nú en áður. Þeir séu um 500 en voru áður næstum því helmingi fleiri. Ástæðan er fækkun stuðningsaðila sambandsins. Forsölunni lýkur í dag en leik- urinn er á morgun klukkan 19.00. - hþh Miðasala á Noregsleikinn: Tæplega 5.000 miðar seldir HELMINGUR SELDUR Aron Einar Gunn- arsson í sigurleiknum gegn Makedóníu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiður verður númer sjö: Kostaði 372 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.