Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 2. september 2010 45 FÓTBOLTI Það var nítján ára sonur þjálfarans Ralf Rangn- ick hjá 1899 Hoffenheim, Kevin, sem benti föður sínum fyrst á Gylfa Þór Sigurðsson sem í fyrradag gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins. Þetta kom fram í þýskum fjöl- miðlum í gær. Þar var fullyrt að Kevin Rangnick, sonur þjálfarans, hefði komið auga á Gylfa þegar hann var staddur í skóla í Brad- field sem er í nágrenni Reading þar sem Gylfi sló í gegn í fyrra. „Hann sá Gylfa spila nokkrum sinnum og sagði mér að það væri leikmaður í ensku B-deild- inni sem væri virkilega góður,“ sagði Rangnick eldri við þýska fjölmiðla. Svo fór framkvæmdastjóri liðs- ins, Ernst Tanner, á U-21 lands- leik Íslands og Þýskalands í síðasta mánuði. „Ég ætlaði eiginlega bara að fylgjast með þýska liðinu. Þá kom ég auga á Sigurðsson. Hann var besti leikmaður vallarins,“ sagði Tanner. Í kjölfarið fékk félagið leyfi fyrir útsendara á sínum vegum að fylgjast með Gylfa á æfingum hjá Reading í eina viku og eftir það fóru hjólin að snúast. „Gylfi getur spilað fyrir aftan framherjana og á miðjunni. Hann skoraði sextán mörk í deildinni í fyrra, fimm í bikarnum og fjögur með U-21 liðinu. Við keyptum hann á hárréttum tíma, áður en stóru liðin létu til sín taka. Ég ræddi við útsendara frá Arsenal og félagið hafði áhuga á honum. Það er hins vegar engin þörf fyrir leikmenn í hans stöðu einmitt nú,“ bætti Rangnick við. - esá Þjálfari Hoffenheim segir Arsenal hafa verið með Gylfa Þór Sigurðsson í sigtinu: Sonur þjálfarans benti á Gylfa Í LANDSLIÐSKLASSA Gylfi í leik með U21 árs landsliði Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Blikastúlkur halda enn pressunni á Val í Pepsi-deild kvenna. Þær lögðu Aftureldingu í gær með einu marki gegn engu og komust aftur upp í annað sæti. Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði markið. Valur er fjórum stigum á undan og á eftir að leika gegn Aftureldingu og Grindavík áður en það spilar við Breiðablik í lokaumferðinni. Valsstúlkur eru því enn með aðra höndina á titlin- um en misstígi þær sig bíða Blik- ar skammt undan. Blikar eiga eftir að mæta tveimur neðstu lið- unum, Haukum og FH, sem og Val. - hþh Pepsi-deild kvenna: Blikar elta Val sem skugginn FÖGNUÐUR Blikastúlkur fögnuðu sigri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Þeir sem ætluðu að styðja íslenska landsliðið með vuvuzela-lúðrunum í leiknum gegn Noregi á morgun verða líklega fyrir gríðarlegum von- brigðum. Þeir eiga von á því að lúðrarnir verði teknir af þeim. UEFA hefur bannað lúðrana, sem vöktu hrylling margra á HM í sumar, á öllum leikjum á sínum vegum. Gildir það bæði um landsleiki og Evrópuleiki. UEFA telur að þessir lúðrar eigi ekki við þá knattspyrnu- menningu sem er við lýði í Evrópu og vill að söngvar og köll eigi að ráða stemningu á völlum, ekki lúðrarnir hávaða- miklu. - hþh UEFA tekur til sinna ráða: Bannar alla vuvuzela-lúðra FÓTBOLTI Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ahlen- Hamm sem tapaði stórt fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta í gær. Lokatöl- ur voru 36-21. Einar gekk í raðir nýliða Ahlen-Hamm í deildinni í sumar og virðist koma vel undan sumrinu eftir erfið meiðsli. Hann skoraði fjögur mörk í fyrsta leiknum en ljóst er að erfiður vetur er í vændum hjá nýliðunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni til þessa. - hþh Einar skoraði tvö mörk: Fimmtán marka tap nýliðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.