Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 STJÓRNMÁL Fjórir ráðherrar viku úr ríkisstjórn í gær fyrir Guðbjarti Hannessyni úr Samfylkingu og Ögmundi Jónassyni úr Vinstri grænum. Ráð- herrum fækkar þar með úr tólf í tíu. Til stendur að fækka þeim um einn til viðbótar um komandi áramót. Úr stjórninni hurfu Álfheiður Ingadóttir, Kristján L. Möller og utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Ekki var annað að heyra á þeim í gær en að þau hyrfu sátt frá borði, öll nema Kristján, sem sagðist hefðu vilj- að sitja lengur í embætti og ljúka mikilvægum verkefnum. Þá var Árni Páll Árnason færður úr félagsmálaráðuneytinu í efnahags- og viðskipta- ráðuneytið. Nýju ráðherrarnir tveir – þótt Ögmundur hafi raunar setið við borðið áður – takast á hendur risavaxin verkefni. Guðbjartur mun stjórna rúmum helmingi allra ríkisútgjalda í nýju vel- ferðarráðuneyti og Ögmundur fær dóms- og sam- göngumál í fangið í nýju innanríkisráðuneyti. - sh / sjá síðu 16 Föstudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Ævisaga væntanleg Kristján Jóhannsson óperusöngvari leggur spilin á borðið í nýrri bók. menning 30 veðrið í dag 3. september 2010 206. tölublað 10. árgangur Fréttablaðið er með 201% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 74,9% 24,9% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí til júlí 2010. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S tílistinn Auður Ögn Árna-dóttir er ævintýragjörn þegar kemur að sultu-gerð og setur í þær alls kyns óhefðbundin bragðefni. Hún parar saman bláberjum og lavender og býr til krækiberja-hlaup með blóðbergi svo dæmi séu nefnd. „Ég kaupi lavender í kryddhillunni í Tiger, set það í einnota tepoka sem ég fæ í Söstrene Grene og sýð með sult-unni,“ segir Auður. Hún miðarvið að setja i Leikverkið Þetta er lífið … og om lidt er kaffen klar verður frumsýnt í Iðnó á morgun. Sýningin er óður til lífsins og samanstendur af hugleiðingum, sögum og söng í flutningi Charlotte Bøving. Undirleikari er Pálmi Sigurhjartarson. 1-2 vanillustangir, skornar eftir endilöngu 7 bollar bláber 5 bollar sykur safi úr einni sítrónu 2 tsk. sítrónubörkur, fínrifinn 2 tsk. fínrifið engifer½ tsk. malaðar kardi Leikur sér með bragðið KRYDDUÐ BLÁBERJASULTAmeð kóríander og kardimommum Kryddjurtir eins og lavender og blóðberg rata oftar en ekki í sulturnar hjá Auði Ögn Árnadóttur. Setjið öll innihaldsefni í pott og komið upp suðu, sjóðið í 1 mínútu og lækkið svo hitann á lægsta straum og látið malla í 20-30 mínútur. Setjið á sótthreinsaðar krukkur. Ef vill má krydda þessa sultu enn frekar með því að bæta út í hana ½ tsk. múskati ½ 4ra rétta Góð tækifærisgjöf! Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill föstudagu FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 3. september 2010 DANSVÆNIR STUÐ- DRENGIR Félagarnir Hrafnkell Flóki Kakt Börnum boðið til veislu Þjóðleikhúsið fagnar sextíu ára afmæli á sunnudag. allt 3 STREKKINGUR SV-TIL Í dag verða suðaustan 8-15 m/s SV-til en annars hægari. Væta S- og V-til en víðast léttskýjað fyrir norðan og austan. Hiti 14-22 stig. VEÐUR 4 16 15 15 17 18 RÍKISRÁÐSFUNDUR Á BESSASTÖÐUM Ögmundur og Guðbjart- ur, nýir ráðherrar Jóhönnu Sigurðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDBÚNAÐUR Aðeins er tíma- spursmál hvenær verð á íslensku grænmeti hækkar vegna yfirvof- andi hækkana á verði á rafmagni frá Orkuveitu Reykjavíkur, segir Bjarni Jónsson, framkvæmda- stjóri Sambands garðyrkju- bænda. Hækkanirnar munu hafa gríð- arlega mikil áhrif á orkureikn- inga garðyrkjubænda og sjá sumir fram á allt að 14,5 prósenta hækk- un á rafmagnskostnaði, segir Bjarni. Reikningur grænmetis- bænda gæti hækkað um eina og hálfa milljón á ári. Bjarni segist hafa verulegar áhyggjur af þróuninni og sé það svo sannarlega ekki til að bæta það ástand sem ríkt hafi á markaðnum eftir hrun. „Það er ekkert fyrirtæki sem getur tekið á sig 14,5 prósenta hækkun og ekki komið til móts við það á einhvern hátt,“ segir Bjarni. Rafmagnsnotkun sé að meðaltali um 30 prósent af rekstrarkostn- aði garðyrkjubænda og augljóst sé að hækkanirnar muni skila sér í verulegum mæli inn í þann kostnað. Ríkið greiðir niður hluta af dreifingu orku til garðyrkju- bænda og eru tímabil notkunar misdýr yfir daginn. Dýrust er dreifingin á milli átta á morgn- ana og sex á kvöldin og verið er að skoða möguleika á að breyta lýsingartíma og stýringu notkun- ar til aukinnar hagkvæmni fyrir bændur. Hafberg Þórisson, garðyrkju- bóndi á Lambhaga, segir þessar síðbúnu hækkanir Orkuveitunn- ar munu verða til þess að árlegur reikningur hans hækki um eina og hálfa milljón á ári. Lambhagi sé að stækka og áætlanir séu fyrir hendi um að auka rafmagnsnotkun um 100 prósent. Hann noti nú að meðaltali rafmagn fyrir um tíu milljónir á ári. „Þetta er verulega mikil aukn- ing. En hún er þess eðlis að það er ekki möguleiki að demba henni út í verðlagið strax, það verður að koma seinna,“ segir Hafberg. „En ég er mjög ánægður með störf Orkuveitunnar hingað til. Þeir hafa staðið sig mjög vel í afhend- ingu og öryggi og það er ekki bara heppni,“ segir Hafberg. Hann er ósammála því að ríkið niðurgreiði orkukostnað garð- yrkjubænda og segir bændur eiga að vera sjálfbæra. „Það er ljóður á bændastétt að þurfa að vera á ölmusu frá ríkinu.“ - sv Reiðarslag fyrir garðyrkjuna Hækkanir á gjaldskrá OR um næstu mánaðamót munu hafa gríðarleg áhrif á garðyrkjubændur. Sjá sumir fram á milljóna króna hækkanir. Óhjákvæmilegt að breytingarnar leiði til hækkandi verðlags á grænmeti. Syngja í vinsælum þætti Stúlkurnar í The Charlies munu koma fram í þættin- um Dancing with the Stars. fólk 30 Það er ljóður á bændastétt að þurfa að vera á ölmusu frá ríkinu. HAFBERG ÞÓRISSON GARÐYRKJUBÓNDI Á LAMBHAGA Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson hafa tekið sæti í ríkisstjórn: Nýliðarnir fá risaráðuneyti SAMGÖNGUR Rúta með um 50 unglinga í tíundu bekkjum Linda- skóla festist í Krossá á leið sinni með hópinn í Þórsmörk skömmu eftir hádegi í gær. Engan sakaði, en krökkunum var bjargað úr rútunni í land af kennurum og starfsmönnum í Þórsmörk. „Krakkarnir voru ekki í neinni hættu,“ segir Gunnsteinn Sigurðs son, skólastjóri Linda- skóla. „Rútan rak afturendann í bakkann, og þegar hún stöðvað- ist fór áin strax að grafa undan henni,“ segir Pjetur Maack, kennari við skólann, sem var í rútunni. „Við ákváðum að brjóta rúðu aftarlega í rútunni og kom- umst út á eyri sem þar var.“ Engan sakaði þótt nokkrir blotnuðu í fæturna, en farangur krakkanna blotnaði og því eitt- hvert eignatjón, segir Pjetur. Ragnheiður Hauksdóttir, stað- arhaldari í Húsadal í Þórsmörk, segir að mikil aska hafi borist í ár á svæðinu og rútan hreinlega sogast föst í eðjuna. - bj Rúta festist í eðju í Krossá: Unglingarnir ferjaðir í land FÖST Í EÐJUNNI Árbotninn þar sem rútan festist hafði breyst mikið á nokkrum klukkustundum, segir staðarhaldari í Húsadal. Hún segir ána vel færa fjórhjóladrifnum rútum og vel búnum jeppum, en rútan var ekki með fjórhjóladrif. MYND/ERIK VAN DE PERRE Helmingsmöguleikar Landsliðsþjálfari Íslands gefur liðinu helmingslíkur á sigri á Noregi í kvöld. sport 36 og 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.