Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 2
2 3. september 2010 FÖSTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Keilir – miðstöð vís- inda, fræða og atvinnulífs hefur óskað eft því við sveitarfélagið Garð að fá allt að fimm þúsund fermetra lóð undir „fjölnota orku- stöð“ hjá síðasta hringtorginu áður en beygt er inn að Leifsstöð. Hjálmar Árnason, framkvæmda- stjóri Keilis, segist sjá fyrir sér þjónustumiðstöð á borð við Staðar- skála þar sem leiðirnar í Leifsstöð, Keflavík og Sandgerði mætast. „Við hugsum þetta sem fyrsta möguleika á stoppi fyrir útlend- inga þegar þeir eru komnir úr stressinu úr flugstöðinni og þeir sem eru að taka á móti einhverjum að utan geta beðið þarna frekar en að standa þreyttir og pirraðir inni í flugstöð,“ útskýrir Hjálmar sem kveður verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélögin í nágrenninu, Þróunarfélagið og ýmsa aðila sem hafi áhugaverðar hugmyndir. Ætlun Keilis er að bjóða upp á vistvæna orkugjafa á borð við metan, vetni, bíódísil og rafmagn auk þess sem bensín og dísil verð- ur selt í samstarfi við aðra. Hjálm- ar segir Keili vilja þjálfa nemend- ur orkuskóla síns í að umgangast vistvænt eldsneyti. „Við erum að fara í þetta til að skapa flotta kennsluaðstöðu en vonandi um leið góðar tekjur,“ segir hann. Lóðaumsóknin er enn á borði sveitarstjórnarinnar í Garði. Hjálmar segir viðtökurnar þar hafa verið mjög jákvæðar og von- ast til að málið gangi sem hrað- ast fyrir sig. „Málið er enn á hug- myndastigi og við eigum eftir að halda kynningu um það og umræðufundi með okkar sam- starfsaðilum,“ segir Hjálmar sem kveðst sannfærður um að nýi skál- inn leiði af sér „endalausa“ aðra starfsemi. - gar FÓLK „Ósk mín er að gengið sé til þess að rífa þetta hús sem fyrst,“ segir frænka manns sem fórst í eldsvoða á Hverfisgötu í ákalli til Jóns Gnarr borgarstjóra. Konan segir frá því í bréfinu til borgarstjórans að 25 ára maður sem lést í brunanum á Hverfisgötu aðfararnótt 7. janúar síðastliðinn hafi verið frændi borgarstjórans. Sá sem lést hafi borið mikla virðingu fyrir Jóni og hún voni að hann beiti sér fyrir því að húsið verði rifið. Að sjá húsið ennþá svart og sótugt valdi fólki enn meiri sorg en orðin er. „Virðing og frændsemi sé að húsið verði rifið, ekki bara fyrir miðbæ Reykjavíkur heldur fjölskylduna sem í raun fær ekki frið fyrr en eitthvað hefur verið gert í þessu máli,“ segir í bréfi konunn- ar sem Frétta- blaðinu hefur ekki tekist að ná tali af og er því ónefnd hér. „Húsið stendur ennþá hálfbrunnið og skemmt líkt og hræ, eins og það var strax eftir brunann. Gapandi upp í loftið, brunnar þaksperrur sem blasa við öllum sem eiga leið þarna framhjá,“ segir enn fremur í bréfi konunnar. Frá skrifstofu borgarstjóra var erindið sent til meðferðar hjá fram- kvæmda- og eignasviði. Málið er nú til skoðunar hjá byggingar- fulltrúa. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir ófært að brunahúsið haldi áfram að vera í núverandi ömur- legu ástandi. Eigandinn hafi engar tillögur sett fram til hans embættis um framtíð eignarinnar. „Húsið er talið viðgerðarhæft að mati trygg- ingarfélaga. Það hefur ekkert verið ákveðið enn af hálfu borgaryfir- valda í þessu máli en væntanlega munu þau gera kröfu um að eigand- inn hefji viðgerðir á húsinu og það mál fái þannig farsælan endi,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is Gapandi brunarúst kvelur fjölskylduna Frænka ungs manns sem fórst í eldsvoða á Hverfisgötu 28 í janúar segir fjöl- skylduna ekki fá frið á meðan brunarústirnar gapi óbreyttar til himins. Hún vill að borgarstjóri beiti sér. Búast má við borgin krefjist viðgerða á húsinu. MAGNÚS SÆDAL FRÉTTABLAÐIÐ 8. JANÚAR 2010 HVERFISGATA 28 Staðurinn þar sem 25 ára gamall maður fórst í eldsvoða blasir enn óhreyfður við, átta mánuðum eftir hinn voveiflega atburð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virðing og frændsemi sé að húsið verði rifið, ekki bara fyrir miðbæ Reykja- víkur heldur fjölskylduna sem í raun fær ekki frið fyrr en eitthvað hefur verið gert. ÚR BRÉFI TIL BORGARSTJÓRA KONGÓ, AP Ráðist var á hjálpar- starfsfólk í austanverðu Kongó á miðvikudag. Fólkið hafði unnið að því að hjálpa hundruð- um kvenna, sem nauðgað hafði verið í árásum á fjögur þorp dagana 30. júlí til 4. ágúst. Alls er vitað um 242, sem var nauðgað. Margar þeirra flúðu inn í skóginn og hafa verið að koma smám saman fram með sögu sína allt fram á síðustu daga. Hjálparstarfsfólkið komst undan árásarmönnunum, gat falið sig í skógi og var bjargað síðar um daginn. - gb Nauðganir í Kongó: Ráðist á hjálp- arstarfsmenn BANDARÍKIN, AP Sprenging varð í olíuborpalli í Mexíkóflóa út af ströndum Louisianaríkis í gær, um 160 kílómetrum frá þeim stað þar sem olíuborpallurinn Deep- water Horizon stóð áður en hann eyðilagðist i sprengingu í apríl síðastliðnum. Þrettán manns voru á pallinum þegar sprengingin varð. Allir sluppu lifandi en einn slasaðist. Eldur logaði í pallinum í gær og sáu björgunarmenn olíuslikju á sjónum. Ekki var í gær vitað hvort mikið magn olíu læki frá pallinum. Sjávardýpið við olíu- borpallinn er um 100 metrar, og aðstæður til að stöðva leka því mun betri en hjá Deepwater Horizon. - gb Annað óhapp í Mexíkóflóa: Sprenging í olíuborpalli SLÖKKVISTARF Björgunarmenn dældu vatni yfir borpallinn til að slökkva eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, segir nauðsynlegt að stjórnvöld séu tilbúin að loka hreinlega stórum bönkum ef þeir standa á brauðfótum og gætu tekið fjármálakerfi lands- ins með sér í fallinu. „Ef krepp- an hefur kennt okkur eitthvað eitt, þá er það að finna verð- ur lausn á þeim vanda að sumir séu of stórir til að mega falla,“ sagði hann í yfirheyrslum hjá bandarískri þingnefnd, sem er að ljúka rann- sókn sinni á fjármálahruninu vestra árið 2008. Hann segir stóru fjármála- fyrirtækin hafa verið í senn orsök kreppunnar og meðal þess sem helst kom í veg fyrir að stjórnmálamenn gætu haldið henni í skefjum. - gb Seðlabankastjóri yfirheyrður: Stórir bankar eru hættulegir Baldur, ertu ekki hræddur um að þakið rifni af húsinu? „Ef það verður þungarokk gætum við lent í vandræðum en við ætlum að reyna að hafa þetta á léttu nót- unum þannig að þakið haldi.“ Baldur Þórir Guðmundsson hjá Geimsteini boðar mikla tónleika fjölda hljómsveita á þaki Rokkheima Rúnars Júlíussonar á Ljósanótt. EFNAHAGSMÁL Til greina kemur að lífeyrissjóðir félagsmanna VM – félags vélstjóra og málmtækni- manna dragi sig út úr Framtaks- sjóði Íslands, samkvæmt yfirlýs- ingu frá stjórn félagsins. Þar er lýst furðu á fjárfesting- um sjóðsins, og þær sagðar fara langt fram úr samþykktum hans. Stjórnin telur það skaða Fram- takssjóðinn og gera hann ótrú- verðugan að tengjast banka eða bönkum. Bankinn keypti nýverið Vestia af Landsbankanum. - bj Stjórn ósátt við fjárfestingar: Óánægja með Framtakssjóð ALÞINGI Mikill árangur hefur náðst á flestum svið- um samfélagsins. Það er árangur sem bjartsýn- ustu menn óraði ekki fyrir og hefur vakið athygli erlendis, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra þegar þing tók aftur til starfa í gær að loknu sumarleyfi. Jóhanna benti á að aukinnar bjartsýni gætti í samfélaginu, atvinnuleysi hefði minnkað og helstu hagvísar bentu til að bjartari tímar væru fram undan. Jóhanna sagði að mörg erfið mál væru fram undan og að veturinn yrði ekki auðveldur. Loka þyrfti rösklega 40 milljarða fjárlagagati. Um þrír fjórðu hlutar þess yrðu brúaðir með niðurskurði en fjórðungur með auknum skatttekjum. Þá sagði forsætisráðherra nauðsynlegt að takast á við skuldavanda heimila og fyrirtækja. Einnig væri enn vandi fyrir höndum vegna þeirrar óvissu sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán skildi eftir sig. Sitjandi ríkisstjórn getur ekki þakkað sér þau jákvæðu teikn sem nú eru á lofti í efnahagslífinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, á Alþingi í gær. Hann sagði jákvæð tekn tilkomin vegna ytri skilyrða og stefnumörkunar fyrri ríkisstjórnar. Skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar hefðu slæm áhrif. - jhh Nauðsynlegt að takast á við skuldavanda heimilanna segir forsætisráðherra: Bjartari tímar fram undan ÞING SETT Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að nýta alþjóðlega þekkingu á sviði efnahagsmála, einangrun veiki landið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forsvarsmenn Keilis vilja reisa fjölnota orkustöð þar sem meðal annars verða seldar veitingar og bensín: Söluskáli hjá Leifsstöð skapi tekjur fyrir Keili KEILIR Framkvæmdastjóri Keilis segist sjá fyrir sér þjónustumiðstöð á borð við Staðarskála þar sem leiðirnar í Leifsstöð, Keflavík og Sandgerði mætast. BEN BERNANKE SPURNING DAGSINS  ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.