Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 4
4 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Í aðsendri grein Sigrúnar Helgadóttur Um rithöfundalaun, sem birtist í blaðinu í gær, var rangt farið með fjölda þeirra mánaðarlauna sem úthlutað var úr launasjóði fræðirithöf- unda árið 2008. Rétt er að það ár var sextíu mánaðarlaunum úthlutað til tíu höfunda og fékk hver þeirra laun í sex mánuði. LEIÐRÉTTING 15000 10000 5000 0 B ón us K ró na n N et tó K os tu r 13 .5 47 k r. 14 .2 92 k r. 14 .7 55 k r. 16 .2 25 k r. Heimild: ASÍ Vörukarfa í verslunum 1. september 2010 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 23° 18° 18° 19° 23° 16° 16° 24° 20° 25° 29° 35° 16° 23° 21° 13°Á MORGUN 8-15 m/s SV-til, annars hægari. SUNNUDAGUR Víðast 5-10 m/s. 17 17 18 19 16 15 15 15 15 10 14 16 9 8 10 7 10 4 7 7 5 8 16 16 20 16 15 16 15 15 19 14 VÍÐA SUMAR- BLÍÐA um landið norðan- og austan- vert þar sem líkur eru á að sólin muni skína glatt og hitinn nái víða 20°C næstu daga. Hins vegar verður strekkingur og væta sunnan og vestan til en hitinn þar verður einnig með ágætum. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Tólf sveitarfélög hafa fengið aðvörun frá eftirlitsnefnd vegna mikilla skulda. Tíu til við- bótar munu fá slíka aðvörun á næstunni. Nefndin krefst upplýs- inga um hvernig sveitarfélög- in ætli að draga úr mikilli skuld- setningu. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur þörf á að athuga nánar fjármál allra sveitarfélaga þar sem heildarskuldir eru meiri en 150 prósent af heildartekjum sveitarsjóðs, samkvæmt upplýs- ingum frá nefndinni. Samkvæmt síðustu ársreikn- ingum allra sveitarfélaga í land- inu eru 22 sveitarfélög með skuld- ir umfram þessi viðmiðunarmörk. Peningaleg staða þessara sveitar- félaga var þó afar misjöfn vegna eigna sem geta komið á móti miklum skuldum. Eftirlitsnefndin hefur þegar sent tólf sveitarfélögum aðvörun vegna mikillar skuldsetningar og/ eða slæmrar rekstrarafkomu. Öll skulduðu þessi sveitarfélög meira en tvöfalt meira en þau afla á ári. Sveitarfélögin tólf eru: Reykja- nesbær, Vogar, Sandgerðisbær, Fjarðabyggð, Grundarfjarðar- bær, Hafnarfjörður, Fljótsdalshér- að, Kópavogsbær, Vestmannaeyja- bær, Djúpavogshreppur, Árborg og Stykkishólmsbær. Ekki þótti ástæða til að senda Álftanesi við- vörun þar sem það er nú í umsjá sérstakrar fjárhagsstjórnar. Nefndin óskaði eftir upplýsing- um um hvernig sveitarstjórnirn- ar ætluðu sér að bregðast við fjár- hagsvanda sveitarfélaganna. Auk þess óskaði nefndin eftir endur- skoðaðri fjárhagsáætlun til þriggja ára frá sveitarfélögunum. Tíu sveitarfélög til viðbótar munu á næstu dögum fá aðvörun- arbréf frá eftirlitsnefndinni. Þau skulda öll milli 150 og 200 prósent af tekjum. Nefndin óskar eftir því að þessi sveitarfélög upplýsi um þær aðferðir sem þau ætli að beita til að draga úr skuldsetningu og bæta rekstrarafkomu sína. Starfsemi sveitarfélaga er skipt í tvo hluta. A-hlutinn er sveitarsjóð- urinn og stofnanir sem fjármagn- aðar eru að mestu með skattfé. B-hlutinn eru stofnanir og fyrir- tæki sem eru að meirihluta í eigu sveitarfélagsins og eru rekin að mestu fyrir sjálfsaflafé. Þegar aðeins er litið til A-hluta starfsemi sveitarfélaganna í land- inu hafa rekstrartekjur þeirra aukist lítillega milli áranna 2008 og 2009. Þegar A og B hlutar eru skoðaðir saman hafa tekjur hins vegar dregist saman um tæp fjög- ur prósent milli ára. Á sama tíma hafa skuldirnar aukist um ríflega ellefu prósent, samkvæmt úttekt eftirlitsnefndarinnar. brjann@frettabladid.is 22 sveitarfélög fá að- vörun vegna skulda Eftirlitsnefnd hefur aðvarað tólf sveitarfélög vegna slæmrar skuldastöðu og ætlar að aðvara tíu til viðbótar á næstu dögum. Þurfa að gera grein fyrir hvernig snúa eigi stöðunni við. Rekstrartekjur sveitarfélaga dragast saman og skuldir aukast. PAKISTAN Enn eru um 2,3 milljónir barna í Pakistan undir fimm ára aldri án lífsnauðsynlegrar hjálp- ar. Barnaheill – Save the Children hafa náð til um 10 prósent þeirra barna sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra gríðar- miklu flóða sem hafa geisað í landinu undanfarnar fjórar vikur. Mengað flóðavatn þekur enn um 20 prósent landsins og er álit- ið að um 3,5 milljónir barna séu í mikilli hættu að fá sjúkdóma sem berast með vatninu. Um 100 þúsund þungaðar konur munu að auki eignast börn sín í næsta mánuði á svæðunum. - sv Hamfarirnar í Pakistan: Milljónir barna í mikilli hættu BÖRN Í HÆTTU Mikil sjúkdómahætta er vegna flóðavatns sem þekur fimmtung lands í Pakistan. NORDICPHOTOS/AFP Álftanes Reykjanesbær Vogar Sandgerðisbær Fjarðabyggð Hafnarfjörður Fljótsdalshérað Kópavogsbær Vestmannaeyjabær Árborg Stykkishólmur Ölfus Borgarbyggð Mosfellsbær Norðurþing Grindavík Akranes Snæfellsbær Reykjavík 0% 100% 200% 300% 400% 500% 81% 152% 154% 158% 158% 173% 188% 194% 202% 207% 212% 231% 239% 258% 300% 323% 389% 397% 518% Staða skuldsettustu sveitarfélaganna Heimild: Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Hér má sjá skuldir og skuldbindingar verst stöddu sveitarfélaganna með 1.000 íbúa eða fleiri fyrir árið 2009. Skuldirnar eru sýndar sem hlutfall af tekjum sveitarfélaganna. Aðeins er tekið til skulda og tekna af A-hluta, sem er samstæða sveitarfélaganna. Ástandið er verst á Álftanesi þar sem skuldir eru ríflega fimm sinnum meiri en árstekjur. Í Reykjanesbæ og Vogum eru skuldirnar tæplega fjórum sinnum meiri en árstekjurnar. NEYTENDUR Bónus er með ódýrasta vöruverðið samkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ. Könnunin var gerð í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag og sýndi hún fram á að allt að 20 prósenta verðmunur reyndist vera á vörukörfunni. Kannað var verð í verslunum Nettó í Breið- holti, Krónunnar á Granda, Kosti á Dalvegi og Bónuss í Garðabæ. Karfan kostaði 13.547 krónur í Bónus og 16.225 í Kosti, þar sem hún var dýrust. 745 króna munur var á Bónus og Krónunni, eða fimm prósent, en 1.208 króna munur var á Bónus og Nettó, eða níu prósent. Könnun ASÍ leiddi í ljós að almennt var munurinn minnst- ur á mjólkurvörum en mestur á grænmeti og ávöxtum. Tals- verður verðmunur var einnig á dósamat og þurrvöru. Vörukarfa ASÍ samanstend- ur af 43 almennum neysluvör- um til heimilisins og eru flestar frá þekktum vörumerkjum. Mið er tekið af lægsta mælieininga- verði vörunnar í hverri verslun. Þar sem vörumerki eru mismun- andi eftir tegundum er verð tekið á ódýrustu fáanlegu vöru sem uppfyllir sett skilyrði í viðkom- andi verslun. - sv ASÍ kannaði vöruverð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu: Bónus er tuttugu prósentum ódýrari heldur en Kostur JAPAN, AP Gríðarleg hitabylgja hefur verið í Japan í sumar og mælast hitarnir þar þetta sumarið meiri en nokkru sinni, en mæling- ar þar hófust árið 1898. Í höfuðborginni Tókíó hefur hit- inn farið upp í 37 stig. Tugir þús- unda hafa lagst inn á sjúkrahús vegna hitanna og 150 látið lífið. Japan er þar reyndar ekkert einsdæmi, því alls hafa sautján lönd á norðurhveli jarðar upp- lifað heitara sumar þetta árið en nokkru sinni hefur mælst. Þannig hafa hitametin fallið í Rússlandi, víða í Bandaríkjun- um, víða í Mið-Austurlöndum og í Shanghaí í Kína, svo nokkuð sé nefnt. - gb Hitabylgja í Japan: Hitametin féllu víða í sumar KÆFANDI HITI Í JAPAN Tugir þúsunda hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. N O R D IC PH O TO S/A FP Þjófur handtekinn Karlmaður á fertugsaldri var hand- tekinn í Árbæ í fyrrinótt en maðurinn hafði brotist inn í hús í hverfinu. Þjófurinn var fluttur á lögreglustöð en í fórum hans fundust nokkrir illa fengnir hlutir. Bifhjól og bíll í árekstri Karlmaður um fimmtugt var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi á móts við Korpúlfs- staðaveg í fyrrakvöld. Maðurinn ók bifhjóli og lenti í árekstri við fólksbíl í hringtorgi sem þarna er. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg. LÖGREGLUFRÉTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 02.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 197,0888 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,43 120,01 183,89 184,79 153,07 153,93 20,559 20,679 19,376 19,49 16,423 16,519 1,4183 1,4265 180,88 181,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.