Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 6
6 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Líflegt og fjölbreytt nám fyrir alla þá sem vilja tileinka sér þekkingu á sölu- og markaðsmálum. Námið er sérstaklega fjölbreytt eins og sést hér að neðan: NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – HLÍÐASMÁRA 9 - SÍMI 544 4500 - WWW.NTV.IS ÞAÐ VANTAR GÓÐA SÖLUMENN! Sölu- og markaðsnám Sérðu eftir Gylfa Magnússyni og Rögnu Árnadóttur úr ríkisstjórn? JÁ 65,6% NEI 34,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að ríkisstjórnin sé betri eftir breytingar sem gerðar voru í gær? Segðu þína skoðun á visir.is EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað á mið- vikudag að setja viðmið um gott umhverfisástand sjávar. Þessu er ætlað að auðvelda aðildarríkjum að þróa samhæfðar áætlanir um þessi mál á hverju hafsvæði fyrir sig. Þetta á að tryggja samræmi og þannig auðvelda samanburð milli svæða. Viðmiðin tengjast annarri vinnu framkvæmdastjórnarinnar á þessu sviði, með það að markmiði að koma umhverfismálum í gott lag á öllum hafsvæðum ESB fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá framkvæmdastjórninni. „Við viljum að hafsvæði okkar sé við góða heilsu og gefi vel af sér,“ segir þar Janez Potocnik, sem fer með sjávarútvegsmál fyrir fram- kvæmdastjórnina. Viðmiðin snúast um vistkerfi sjávar með áherslu á meðal ann- ars líffræðilegan fjölbreytileika, umfang fiskistofna, ofauðgun (vegna offlæðis næringarefna). Einnig mengunarvalda, rusl og hávaðamengun. Í tilkynningunni segir að við- miðin byggi á vísindalegri ráðgjöf óháðra sérfræðinga. Margt sé þó óunnið og þau verði endurskoðuð þegar aukin þekking kemur fram. – kóþ Evrópusambandið setur viðmið um gott umhverfisástand sjávar: Stuðlað að betri heilsu hafsins MYKONOS Evrópusambandið hefur sett ný viðmið í umhverfismálum tengdum verndun sjávar. NORDICPHOTOS/GETTY ATVINNUMÁL „Þetta var ekki mitt síðasta embættisverk. Þetta var ákveðið eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag. Ég ræddi þetta við Steingrím og Jóhönnu og fékk grænt ljós á að senda þetta til Flugmálastjórnar,“ segir Kristján Möller, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Kristján gefur lítið fyrir þann orðróm að ákvörðunin hafi verið tekin án vitneskju ráðherra Vinstri grænna. „Það var Steingrímur sem hélt á málinu ásamt Jóhönnu. Þau fólu okkur að afla meiri upp- lýsinga. Það hlýtur að segja þér hversu mikið er spunnið í þær sögur allar,“ segir Kristján. Ráðuneytið sendi frá sér til- kynningu í gær um að Kristján hefði veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skrán- ingu loftfara fyrir hollenska fyrir- tækið ECA Program Limited hér á landi. „Eftir mikla yfirlegu og rannsóknarvinnu var ákveðið að veita Flugmálastjórn Íslands heimild til að hefja undirbúning að skráningu loftfaranna hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Eins og kunnugt er felst rekstur ECA í að þjálfa flugmenn herþotna. Málið er mjög umdeilt og hefur meðal annars verið fordæmt af Samtök- um hernaðarandstæðinga og stórs hóps innan Vinstri grænna. „Því fer fjarri að þetta þýði að leyfi hafi verið gefið fyrir þessum rekstri. Það á einfaldlega að leita svara við vissum spurningum um þennan rekstur, eins og hvort þetta hafi áhrif á losunarkvóta og hvort vélarnar fengju yfirleitt lending- arleyfi í Evrópu ef til þess kæmi,“ segir Kristján. - shá Kristján Möller segir heimild flugmálastjóra vegna ECA snúast um gagnaöflun en ekki leyfisveitingu: Málið frá Steingrími og Jóhönnu komið ODDVITARNIR Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra komu málinu af borði nýs ráðherra á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKUMÁL HS Orka þarf að fara út í um fimm hundruð milljóna króna framkvæmdir á næstu árum til að veita umframvökva úr Bláa lóninu til sjávar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er yfirborð lónsins orðið of hátt þar sem niðurfallshol- ur eru stíflaðar og flæðir jafnvel upp á veg á köflum. Lónið er í landi Grindavíkur, en Róbert Ragnarsson bæjarstjóri segir í samtali við Fréttablaðið að samkomulag hafi tekist við HS Orku um að bregðast við vandan- um með tvennum hætti. „Annars vegar verður lögð lögn frá lóninu ofan í niðurdælingarholu sem er ofan í sprungu og á að leysa málið til næstu mánaða og ára. Endanlega lausnin er hins vegar sú að lögð verður fráveitulögn frá orkuverinu, vestur fyrir [fjallið] Þorbjörn, inn á iðnaðarsvæði sem er á skipulagi hjá okkur og þaðan til sjávar.“ Vegagerðin og heilbrigðiseft- irlit eiga enn eftir að samþykkja þessar áætlanir, en Róbert segir að ef engar athugasemdir verði gerðar, megi gera ráð fyrir að til- lagan verði samþykkt af bæjar- yfirvöldum í Grindavík. HS Orka mun bera allan kostnað af fram- kvæmdum þar sem það er þeirra að sjá til þess að frárennsli sé viðunandi. Albert Albertsson, aðstoðar- forstjóri HS Orku, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi útlát hafi vissulega áhrif. „En þetta veltir fyrirtækinu engan veginn. Lang- tímaframkvæmdin hefur hangið yfir okkur og við höfum gert áætl- un sem fer núna fyrir næstu fjár- hags- og framkvæmdaáætlun.“ Albert segir að framkvæmdin muni taka að minnsta kosti eitt ár þar sem ekki sé enn búið að taka ákvörðun um nákvæma útfærslu. „Ef við byrjuðum í dag yrði það ekki fyrr en einhvern tíma á árinu 2011 sem þessi varanlega lausn yrði komin í gagnið.“ Albert segir að um tvær útfærsl- ur sé að ræða, annaðhvort verður lögnin grafin í jörð eða lögð ofan- jarðar, en hann vonast til að þess að fyrir áramót verði til reiðu for- hönnun á endanlegu mannvirki. Eins og kunnugt er, hefur stað- ið mikill styr um eignarhald á HS Orku, en Albert segist ekki hafa heyrt nokkuð um það hvort nýr eigandi, Magma Energy, hyggist gera kröfu á fyrri eigendur sökum þessara útgjalda, en hann eigi erf- itt með að ímynda sér það. „Eig- andinn veit af þessu en það hefur ekki eitt neikvætt orð fallið.“ Á næstunni verður gripið til bráðabirgðaaðgerða til að losa stíflur í niðurfallsholum. thorgils@frettabladid.is Hálfur milljarður í fráveitu Bláa lónsins HS Orka fer í miklar framkvæmdir á næstunni vegna yfirfalls úr Bláa lóninu. Samkomulag um að veita umframvökva til sjávar vestan Grindavíkur. Aðstoðar- forstjóri HS Orku segir forsvarsmenn Magma Energy meðvitaða um stöðuna. BLÁA LÓNIÐ FLÆÐIR YFIR BAKKA SÍNA Annaðhvort verður fráveitulögn til að koma vatninu til sjávar lögð ofan jarðar eða grafin í jörðu. Framkvæmdin mun kosta um 500 milljónir króna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.