Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 8
8 3. september 2010 FÖSTUDAGUR SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! 1. Hvað er næstelsta timburhús Grjótaþorpsins kallað? 2. Hvar fara fyrirhugaðar friðar viðræður Ísraela og Palestínumanna fram? 3. Hvað heitir fyrrverandi trommuleikari hljómsveitarinn- ar Endless Dark? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 VARNARMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að fara með stjórn Varnarmálastofnunar og bera ábyrgð á daglegum rekstri hennar frá 1. september til ára- móta er stofnunin verður lögð niður, að því er segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Á þessu tímabili er ráðgert að verkefni Varnarmálastofnunar verði samþætt hlutverki annarra opinberra stofnana í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar um end- urskipulagningu opinberrar þjón- ustu. Getur verkefnisstjórnin gert tillögur til utanríkisráðherra um ráðstöfun verkefna samkvæmt ákvæðum varnarmálalaga. Sam- kvæmt lögunum skulu ríkisstofn- anir sem taka við verkefnum Varnarmálastofnunar bjóða því starfsfólki sem fæst við þau verk- efni starf fyrir 1. janúar 2011. Í verkefnisstjórninni sitja Guð- mundur B. Helgason, formaður, fyrir hönd utanríkisráðuneytis, Anna Jóhannsdóttir, fulltrúi for- sætisráðuneytis, Halla Gunnars- dóttir fyrir hönd fjármálaráðu- neytis, Valur Ingimundarson fyrir hönd dómsmála- og mann- réttindaráðuneytis og Margrét S. Björnsdóttir, fulltrúi samgöngu- og sveitar stjórnarráðuneytis. Samsetning verkefnisstjórn- arinnar er sögð endurspegla þá stefnumörkun ríkisstjórnarinn- ar að samræma ákvörðun um að leggja Varnarmálastofnun niður við áform um stofnun innanríkis- ráðuneytis með sameiningu sam- göngu- og sveitarstjórnaráðuneytis og dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytis. Ekki hefur náðst í Össur Skarp- héðinssson utanríkisráðherra vegna málsins. - jss UTANRÍKISRÁÐHERRA Ekki hefur náðst í Össur Skarphéðinsson vegna Varnar- málastofnunar. Ríkisstofnanir sem taka við verkefnum Varnarmálastofnunar skulu bjóða starfsfólki hennar starf: Verkefnisstjórn tekur við Varnarmálastofnun ÍÞRÓTTIR Fyrsta sérhannaða fjalla- hjólabraut landsins verður vígð á laugardag í Kjarnaskógi við Akureyri. Þriggja kílómetra braut var lögð sumarið 2008 og segir í tilkynningu frá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga að hún hafi strax orðið vinsæl. Hjólreiðafólk sæki mikið í Kjarnaskóg en umferð gangandi og hjólandi fari ekki alltaf saman. „Í kjölfar mikilla vinsælda brautanna sem lagðar voru var ákveðið að leggja fleiri brautir og nú er orðin til sérhönnuð fjalla- hjólabraut þar sem hægt er að hjóla um tólf kílómetra hring sem er lengsta sérhannaða fjallahjóla- braut landsins,“ segir í tilkynn- ingunni. - gar Lyftistöng fyrir hjólreiðafólk: Fjallahjólabraut í Kjarnaskógi NÝJA BRAUTIN Krefjandi leiðir eru á hjólabrautinni. FJÖLMIÐLAR Fréttavefur DV varð fyrir árás tölvuhakkara í fyrra- dag og þurfti að loka síðunni í kjölfarið. Árásin átti sér stað klukkan 17.40 á miðvikudaginn og var síðunni lokað um hádegi í gær. Forsvarsmenn DV benda þeim notendum síðunnar sem hafa farið þar inn á milli klukk- an 17.40 á miðvikudeginum til 11.50 í gær að gæta fyllstu var- úðarráðstafana og skanna tölvur sínar fyrir vírusum. Veiru var komið fyrir í vef- þjóni síðunnar og allt útlit er fyrir að hún eigi sér upptök á vesturströnd Bandaríkjanna. Svo virðist sem töluverðir veikleik- ar hafi verið í auglýsingakerfi DV.is og nýttu tölvuhakkararnir sér það. Bogi Örn Emilsson, fram- kvæmdastjóri DV, segir árás- ina vera mikið áfall fyrir DV og þeirra ímynd. Blaðið sé í harðri samkeppni við önnur fjölmiðla- fyrirtæki um veftraffík og hætt sé við að árásin hafi áhrif á það. „En við bindum vonir við það að lesendur DV.is sjái hvað við tókum vel á þessu máli og treysti okkur enn frekar eftir þetta,“ segir Bogi. Gögn síðunn- ar frá 1. september eru glötuð en segir Bogi að fyrirtækið hafi ekki orðið fyrir frekara gagna- tapi. Hann telur óvíst að þrjót- arnir hafi ráðist að DV af öðrum orsökum en þeim að síðan sé ein af þremur mest sóttu síðum landsins og það geri hana sjálf- krafa skotmark fyrir árásir sem þessar. Guðjón Magnússon, sérfræð- ingur hjá Upplýsingatæknifélag- inu, segir tilganginn að ráðast á síður sem séu eins vel sóttar og DV.is, að koma fyrir dulinni óværu sem geri eitthvað af sér. „Tilgangurinn er í mörgum til- vikum sá að ef farið er inn á síðu sem notandi treystir þá er ekki ólíklegt að hann samþykki nið- urhal á uppfærslu á hinum ýmsu forritum. Þar dvelur vírusinn og er fyrr en varir kominn út um allt.“ Guðjón segir öryggisgallann í auglýsingakerfi DV koma sér á óvart og viðgerð á síðunni taki óvenju langan tíma. Hann taldi þó afar ólíklegt að notendur síð- unnar hefðu orðið fyrir smiti, þó ekki sé hægt að fullyrða um það. Að sögn framkvæmdastjóra DV benti til þess að síðan kæm- ist aftur í gagnið um fimmleytið í gærdag, en hún lá enn þá niðri þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. sunna@frettabladid.is Árásin mikið áfall fyrir DV Tölvuþrjótar réðust á fréttasíðu DV á þriðjudag og þurfti að loka síðunni í kjölfarið. Virðist hafa átt sér upptök á vesturströnd Bandaríkjanna. Áfall fyrir ímynd fyrirtækisins, segir framkvæmdastjóri DV. ÁRÁS TÖLVUÞRJÓTA Fréttavefur DV varð fyrir fólskulegri árás tölvuhakkara sem gerði það að verkum að gögn töpuðust og loka þurfti síðunni. fréttABLAÐIÐ/GVA STÆRSTA SEGLSKIP HEIMS Stærsta seglskip heims, Sedov, lagðist að Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Skipið, sem er rússneskt, er 120 metra langt og 15 metra breitt og telst það stærsta í hópi seglskipa af eldri gerð. Hæstu masturstoppar skipsins eru 58 metrar. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1921. Fyrstu árin var skipið notað til vöruflutninga en eftir seinna stríð var skipið selt til Rússlands og gegnir nú hlutverki skólaskips. Alls eru 240 í áhöfn skipsins, þar af 120 nemar. Tilgangurinn er í mörgum tilvikum sá að ef farið er inn á síðu sem notandi treystir þá er ekki ólíklegt að hann samþykki niðurhal á uppfærslu á hin- um ýmsu forritum. GUÐJÓN MAGNÚSSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ UPPLÝSINGATÆKNI- FÉLAGNU FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.