Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 3. september 2010 19 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og trygginga- málaráðuneyti. Fram koma alvar- legar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildar- stefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveiting- ar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjón- ustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlits- kerfi til að tryggja hagsmuni not- enda. Ríkisendurskoðun telur einn- ig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveru- leikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjón- ustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendur- tekið hefur verið bent á að fjárveit- ingar séu ekki byggðar á þjónustu- þörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunn- þjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðli- legu lífi. Brotin hafa verið lög á fötl- uðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðu- neytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðun- um sínum á nauðsyn þess að endur- skoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fast- ar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endur- skoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skil- aði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um rétt- indagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráð- herra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samning- ur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að rétt- indi skuli vera tryggð með örugg- um hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórn- un og skipulag þjónustu við fatl- aða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssam- tökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlist- um. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauð- synlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstakling- um tryggð sú þjónusta sem nauðsyn- leg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarks- biðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjón- ustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði full- giltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórn- völd axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtök- in Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar Þjónusta við fatlaða Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson. Gerður er formaður en Friðrik framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 S U M A R A U K I Í M I Ð B O R G I N N I Fjölmennum í miðborgina þar sem hjartað slær! TÓNLIST, TÍSKA, LJÓÐ & GAMANMÁL Hegningarhúsið Skólavörðustíg kl. 14:00 & 15:00: Hljómsveitin GÆÐABLÓÐ. Sérstakir gestir: SPOTTARNIR Óvæntir gestir og góðkunningjar lögreglunnar velkomnir Bakarabrekkan Lækjargötu kl. 13.30 og 14.30: Brúðubíllinn sýnir leikritið AFMÆLISVEISLAN Ł Lækjartorg frá kl. 12:00: Fatamarkaður kl. 15:00: Unghönnunarsýning & tískusýning Ingólfstorg frá kl. 13:00: Koppí og Peist farand-dúettinn leggur í´ann gegnum miðborgina Hljómalindarreitur kl. 15:00 og 16:00: Caterpillar Men og Jam-Session Hljóðfæraleikarar og söngvarar velkomnir. Kassinn hjá Kjörgarði kl. 14:15: Ljóðalestur Kjarvalsstaðir kl. 11:00: Hverfishátíð Miðborgar og Hlíða. Fjölbreytt dagskrá og útimarkaður til kl. 15:00 K R A F T A V E R K A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.