Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 22
22 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Ég hef alltaf haldið að fyrirtækj-um væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mik- ils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vin- sælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa“ hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágæt- um. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heit- ir „Kollgátan“ og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo hepp- in á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjöl- skyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa“. Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem marg- ir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnað- artillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreyt- andi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabrönd- urum. Getur svona þáttur stað- ið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kost- ar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla“ um leikina og hvað kostar það? Útlist- anir þeirra eru eflaust mjög djúp- vitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnun- inni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minn- ast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna? Er RÚV dottið úr sambandi? Samtök ungra bænda birtu stór-ar, myndskreyttar auglýsing- ar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvar- inni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þunga- vigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsing- arnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir mál- efnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda“, er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameig- inlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar sam- þykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsátt- málann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan mála- flokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meg- inreglunni um lýðræði, réttar- reglu, algild og ódeilanleg mann- réttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræð- isreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanleg- ur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í sam- ræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkj- anna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbind- ingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbund- inni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráða- svæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hern- aði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameigin- legra varna krefst einróma ákvörð- unar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeig- andi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu sam- starfi eða gerist aðili að Varnar- málastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi.“ Herþjónusta Íslendinga í ESB? Evrópumál Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur AF NETINU Erlendur veruleiki Með Icesave ósamið, AGS á leið úr landi og enga pólitíska einingu um framtíðarstefnu og markmið er tíminn að renna okkur úr greipum. Sú stund færist æ nær þegar Norðurlöndin og AGS munu segja, hingað og ekki lengra. Þá rennur hinn kaldi raunveruleiki upp. Þá er að hrökkva eða stökkva. Þá verð- um við að ákveða hvort við ætlum að vinna í sátt og samvinnu við okkar nágranna, eða standa einir og yfirgefnir og þrauka með höft og ósjálfbjarga skuldir. blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson Ríkisútvarpið Elín Skeggjadóttir húsfreyja og tryggur útvarpshlustandi airgreenland.com Höfuðborg Grænlands - spennandi áfangastaður Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 24.518,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *1.156 DKK. Miðað við Visa kortagengi 01.09.2010 og 21.21 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.