Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 32
6 föstudagur 3. september ✽ b ak v ið tj öl di n Íslensk hönnunarlína Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson kynntust fyrir tveimur árum í Borgarholtsskóla. Saman skipa þeir teknódúettinn Captain Fufanu og eru taldir vera bjartasta vonin innan íslenskrar danstónlistar- senu. Tónlist þeirra er meira að segja svo dansvæn að kona var handtekin fyrir að dansa hressilega við þeirra tóna á menningarnótt. Viðtal: Álfrún Pálsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason J á, það var mega fyndið. Hún var að dansa uppi á svölum fyrir ofan þar sem við vorum að spila. Svo byrjaði hún að sveifla kertastjaka og áfengisflösku út af svölunum. Fólk var byrjað að espa hana upp og þetta var farið verða svolítið hættulegt. Hún kastaði meira að segja heilu stóru brauði niður á áhorfendur. Svo kom löggan og þá klöppuðu allir. Mikið stuð,“ segir Hrafnkell hlæjandi og bætir við að það hafi verið mjög gaman að spila í miðbænum á menningarnótt. „Já, það var mjög gaman að spila um kvöldið því það voru svo margir að labba framhjá og taka myndir. Meira að segja gamlir karlar voru að taka myndir og skoða bak við borðið okkar,“ segir Guðlaugur en hljómsveitin Captain Fufanu er ekki einungis með tölvur fyrir framan sig þegar þeir spila en þeir grípa í hin ýmsu hljóðfæri til að fá fram rétta tóna og jafnvel syngja þegar þannig liggur á þeim. GRÁR KÖTTUR Í SMEKKLEYSU Hrafnkell Flóki kemur frá Reykjavík og Guðlaugur er frá Þorlákshöfn en nýfluttur til Reykjavíkur. „Ég bjó í Þorlákshöfn í átta ár og er loksins fluttur hingað,“ segir Guðlaugur og brosir en hann viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að búa í litlu bæjarfélagi. „Það voru ekki margir á mínum aldri sem höfðu áhuga á sömu tónlist og ég, þess vegna var ánægjulegt að kynnast Hrafnkeli í Borgó.“ Strákarnir kynntust á listnámsbraut og eru að hefja sitt þriðja ár í skólanum um þessar mundir. „Ég kannaðist samt við Hrafnkel þegar ég byrjaði í skólanum því hann var alltaf að vinna í Smekkleysu og ég var þar eins og grár köttur í grunnskóla. Fór í hvert sinn sem ég kom í bæinn.“ „Ég vissi ekki um neinn annan á mínum aldri sem hlustaði á svona tónlist og það kom okkur í raun- inni báðum mjög mikið á óvart að við skyldum hlusta á sömu tón- list,“ segir Hrafnkell og bætir við að þeir hafi fyrst orðið vinir og síðan hafi það leitt til að þeir byrjuðu að semja saman tónlist og stofna hljómsveitina. Þeir tóku þátt í Músíktilraunum árið 2009 og spil- uðu á þó nokkuð mörgum tónleik- um það ár. Nú virðast félagarnir ætla að taka þetta með trompi og eru meðal annars að spila í afmæli Partýzone um helgina. BESTA SENAN Í ÞÝSKA- LANDI „Ég hef verið að gera raftónlist síðan ég var í níunda bekk,“ segir Guðlaugur og bætir við að hann hafi ekki verið mikið að sækja diskótekin á grunnskólatímabil- inu. „Nei, mér fannst ekki nógu kúl að mæta á böllin í grunnskóla enda fílaði ég ekki tónlistina,“ segir Guðlaugur og rifjar upp þegar Captain Fufanu var beðin um að spila á einu grunnskólaballi fyrir nokkru síðan. „Vá, það var alveg spes. Það voru bara allir að borða nammi og sátu meðfram veggjun- um. Enginn þorði að dansa heldur. Maður var alveg búinn að gleyma diskótekunum í grunnskóla,“ segir Hrafnkell hlæjandi. Nú er Captain Fufanu að fara að spila á Iceland Airwaves í annað skipti og tekur þátt í sinni fyrstu erlendu tónlistahátíð í nóvember. Draumurinn er samt að komast til Þýskalands. Til að spila og drekka í sig danstónlistarmenninguna sem að þeirra sögn er sú stærsta og besta í heimi. „Í Þýskalandi kann fólk að meta þessa tónlist og þar þekkir fólkið muninn á góðri og vondri dans- tónlist,“ segir Hrafnkell og Guð- laugur er sama sinnis: „Það væri algjör draumur að komast til Þýskalands og spila. Þar þekkir fólk til dæmis „drop“ í lögum og finnur ef það er góð skipting og taktur,“ segir hann. ENGIR PLÖTUSNÚÐAR Captain Fufanu er oft tekin í misgripum fyrir plötusnúða á skemmtistöðum og gestir átta sig oft ekki á því að strákarnir eru að spila sína eigin tónlist. „Við höfum oft lent í því að fólk komi til okkar og biðji um óskalög. Einu sinni vorum við að spila á Venue og þá kom stelpa og bað okkur um að spila Lady Gaga. Ég sagði henni að við værum að spila okkar tón- list en hún var ekki alveg að skilja það. Vildi bara Lady Gaga,“ segir Hrafnkell hlæjandi, en hann varð að valda stelpunni vonbrigðum. Strákarnir segjast ná ótrúlega vel saman og að þeir geti spunnið tónlist á staðnum ef það þarf. „Já, við þekkjum inn á hvorn annan og við vitum oftast hvað hinn ætlar DANSVÆNIR STUÐDRENGIR Samstilltir Hrafnkell og Guðlaugur ná vel saman og eiga auðvelt með að spinna tónlist á staðnum þegar þess gerist þörf. Besti bitinn í bænum: Í Múlakaffi. Besti tími dagsins: Þegar sólin skín hæst. Fyrirmyndin í lífinu: Keyboard Cat. Uppáhalds Íslend- ingurinn: Palli C. Hvar sjáið þið ykkur eftir fimm ár: Fimm barna feður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.