Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 3. september 2010 5 „Það er klárt mál að svalirnar réðu úrslitum, þessir tuttugu fer- metrar með góðu útsýni út í bak- garðinn þar sem tignarleg reyni- tré breiða úr sér, full af berjum og fuglum á haustin, þannig að það er alveg eins og vera kominn upp í sveit. Hérna sitjum við allt árið um kring, meira að segja með teppi og hitara á veturna, lesum, rækt- um extótískt grænmeti og njót- um samvistanna við hvort annað, frekar heldur en að hýrast inni,“ segir Teitur Þorkelsson athafna- maður glaðreifur, en hann hefur verið búsettur á Laugavegi síð- ustu ár ásamt sambýliskonu sinni Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur fréttamanni. Hjónakornin búa í gömlu og að hluta til uppgerðu húsnæði og gætu helst ekki hugsað sér að búa annars staðar en í miðbænum að sögn Teits. „Við höfum bæði búið hérna í bænum með hléum síðastliðin ár og unum hag okkar vel en Þingholtin og Laugavegur- inn eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, enda iðandi af mannlífi og uppfull af gömlu húsnæði með sál.“ Teitur kvartar lítið undan nætur- lífinu, segir það bara tilheyra því að búa í miðbænum. „Það er kannski helst að ferðamenn sem eiga leið hjá á sunnudags- morgnum fái ekki frið fyrir sauð- drukknu fólki og það er spurning um að reyna að sporna gegn því.“ Eins finnst honum leitt að horfa upp á niðurníddu húsin í borginni. „Borgin hefur sem stendur ekki mikið svigrúm til að bregðast við ástandinu, vonandi fer það bara að lagast,“ segir hann og hefur ýmsar hugmyndir um hvernig bæta mætti miðbæinn. „Gaman væri að sjá meiri gróð- ur, liti og gleði. Svo gæti verið sniðugt að prófa að breyta hluta Laugavegarins í göngugötu og draga þannig aðeins úr umferð- inni sem er hér nánast allan sólarhringinn, sem bæði mengar og er kostnaðarsamt.“ Teiti finnst þó margt hafa þró- ast til betri vegar í miðbænum og nefnir sérstaklega neðri hluta Laugavegarins í því samhengi. „Þar er allt til alls og áhugaverðar breytingar sem hafa átt sér stað eftir hrun. Í húsum sem áður hýstu fínni verslanir eru nú kannski komnir listamenn og ungir strákar sem prenta á boli. Þessar litlu verslanir ljá borg- inni skemmtilegan blæ og minna um margt á erlendar stórborgir eins og Kaupmannahöfn og Stokk- hólm og sýna að engin ástæða er til að kringluvæða miðbæinn okkar.“ roald@frettabladid.is Góðar stundir á svölunum Teitur Þorkelsson hefur ásamt sambýliskonu sinni, Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur, verið búsettur við Lauga- veg í nokkur ár. Heima nýtur hann þess að sitja úti á svölum, slappa af og rækta framandi grænmeti. „Þingholtin og Laugavegurinn eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda iðandi af mannlífi og uppfull af gömlu húsnæði með sál,“ segir Teitur Þorkelsson á svölunum heima. Teitur starfaði um árabil við fjölmiðla en vinnur nú hjá íslenska hönnunar- fyrirtækinu Studio Bility. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÝJAR VÖRUR FRÁ EJ SIKKE LEJ ERU NÚ KOMNAR Í BARNAFATA- VERSLUNINA RUMPUTUSKA Á LAUGAVEGINUM. Í Rumputuska á Laugavegi 61 er nú komin ný sending af fallegum og litríkum barnafötum. Má þar meðal annars nefna föt frá Ej sikke lej sem hafa verið mjög vinsæl. Hægt er að skoða myndir af því sem er í boði í versluninni á rumputuski.is. - eö Nýjar vörur Barnafötin í Rumputuska eru litrík og skemmtileg. - ný sending. 10 % afsláttur af öllum vörum, föstudag og laugardag Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn! Skólavörðustíg 7 • www.th.is NÝTT FRÁ WOLFORD SLIM CARE 50 – HYDRA CARE 50 20% AFSLÁTTUR Í DAG OG Á MORGUN HVAÐA KONA KANNAST EKKI VIÐ APPELSÍNUHÚÐ EÐA ÞURRK Á FÓTLEGGJUNUM? WOLFORD HEFUR LAUSNINA! Nýjustu sokkabuxurnar innihalda rakagefandi olíur ásamt Retinol og E vítamíni. Virkni þessara efna þolir 4-6 þvotta. LITUR: SVART STÆRÐIR: S – XL. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.