Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 46
26 3. september 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haust- annar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lag- erinn minnti einna helst á völundar- hús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinn- ing að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. MÉR fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfir- leitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?“ ÞETTA er ekki fyrir- spurnin sem þú vilt heyra við afgreiðslu- borð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja“ og „óekki“ til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. EINN samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu,“ sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?“ „Já.“ „Og er þessi bók til prófs þar?“ „Já, það held ég.“ „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?“ „Ja, eitthvað í þá áttina.“ Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?“ EF VEL tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verk- fræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært. Í Bóksölunni ÞURRKA ÞURRKA ÞURRKA Hæ, hæ Tram- bolín, ertu klár á barinn? Já, Bíbí, ég ætla bara að líma á mig nokkrar framtennur. Sjáumst! Snilld! Pabbi, mig vantar smá hjálp með heimanámið. Þarftu hjálp? Ég er virkilega snortinn af því að þú skulir velja mig. Það sýnir virðingu fyrir mér og mínum gáfum og fyrir það er ég þakklátur. Hvað get ég hjálpað þér með? Mig vantar pening fyrir aðstoðar- manneskju við heimanámið. Rán, hvað ert þú að gera...? Ég er búinn að finna mér mann! Við erum full- komin fyrir hvort annað! Og hann langar í börn. Það er frábært! Er þetta góður gæi? Bíddu á meðan ég tengi mig, þá geturðu bara sjálf hitt hann. Helgarblaðið: Fréttablaðið fjallar um seinleyst og óupplýst morðmál á Íslandi Áfanga lokið - Síðustu vinnubúðirnar á virkjanasvæðinu á Austurlandi heimsóttar. Náttúran sér um sína - Tími matarmikilla sveppa, safaríkra berja og annarra gjafa náttúrunnar er runninn upp. „Allir lifa í sæluvímu í Sumarlandinu“ - Viðtal við Grím Hákonarson, leikstjóra Sumarlandsins, í menningarblaði Fréttablaðsins. Alltaf hlýtt á Hlemmi – Saga Hlemmssvæðisins rakin í máli og myndum. Nóg pláss fyrir besservissera - Karl Th. Birgisson, fyrrverandi útvarpsmaður og tilvonandi leikhúsmaður, og Auður Alfífa Ketilsdóttir, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins, setjast á rökstóla. Hvar er ókeypis menningu að finna í Reykjavík? - Leiðarvísir í helgarblaði Fréttablaðsins. Verslað fyrir heimilið í London, París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. - Ferðir fylgir Fréttablaðinu á laugardag. MORGUNMATUR MEISTARANNA KVÖLDVERÐUR HINNA SIGRUÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.