Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 56
 3. september 2010 FÖSTUDAGUR36 sport@frettabladid.is UTAN VALLAR Eiríkur Stefán Ásgeirsson segir sína skoðun Í dag verður Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með lands- liðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forver- ar hans hefur Ólafur fengið eina undan keppni til þess að aðlagast landsliðinu – koma sínum áhersl- um að og fastmóta sinn leikmanna- hóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast – í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í ein- hver stig – sérstaklega á heima- velli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur. Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska lands- liðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðs- ins undir stjórn Ólafs Jóhannes- sonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafntefl- isleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Nor- egur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikj- um. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágæt- lega í sínum leikjum. Augljósasti munur- inn er þó sá að Nor- egur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilað- ir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt. Í ruslflokki Noregur spilaði síð- ast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liecht- enstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vin- áttulandsleiki og er honum vissu- lega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í fram- tíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu lík- ara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknatt- spyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttu- anda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér. Í dag þarf endur- reisn Ólafs að byrja Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1 * í undankeppni HM 2010 Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tap Markatala: 9-4 Leikir Íslands Árangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1 Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tap Markatala: 10-4 NORSKA LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu fær um 200 milljónir íslenskra, komist það alla leið á EM. Íslenska liðið hefur engan slíkan samning en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ef Ísland kæm- ist alla leið yrðu leikmenn verðlaunaðir ríkulega þar sem KSÍ fengi þá umtalsverðar tekjur í kassann. 200.000.000 FÓTBOLTI Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnugleg- ur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardals- völlinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir mikl- um átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafn- ast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhann- esson landsliðsþjálfari á blaða- mannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undan- keppni. „Það eru margir ungir leik- menn í liðinu að þessu sinni. Ein- hverjir þeirra munu byrja leik- inn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breyt- ingar yrðu á liðinu og meðalaldur- inn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verð- ur fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leik- maður.“ Ólafur segir að það eigi ekk- ert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norð- mönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skalla- maður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fót- bolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“ henry@frettabladid.is Eigum helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að ekkert í leik Norðmanna eigi að koma Íslandi á óvart. Landsliðsþjálfarinn býst við erfiðum leik þar sem fast verði tekist á. Hann segir möguleikann á góðum úrslitum þó vera ágætan. GLEÐI Gleðin hefur skinið úr andlitum leikmanna landsliðsins í vikunni. Það virðist vera létt yfir hópnum sem lætur skotin ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Hér gantast þeir Aron Einar Gunnarsson og Gunnleifur Gunnleifsson á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það er skarð fyrir skildi í íslenska landsliðinu að Brynjar Björn Gunnars- son getur ekki spilað leikinn í kvöld. Hann meiddist í leik með Reading um síðustu helgi og hefur enn ekki jafnað sig. „Það er einnig mjög tæpt að hann geti spilað með okkur gegn Danmörku eftir helgi,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Grétar Rafn Steinsson hefur verið að glíma við meiðsli en hann er bjartsýnn á að geta verið með af fullum krafti í kvöld. „Ég er ágætur. Ég hef tekið rólega á því á æfingum síðustu daga. Það hefur verið mikið álag á mér en það sem skiptir máli er að vera í standi þegar leikurinn hefst. Það þýðir ekkert að vera bestur á æfingum í upphafi vikunnar. Ég verð klár þegar leikurinn verður flautaður á,“ sagði Grétar Rafn og Ólafur bætti því við að hann reikn- aði með Grétari sterkum í leiknum. Rúrik Gíslason hefur verið veikur síðustu daga en Ólafur sagðist einn- ig vonast til þess að hann yrði klár í slaginn í kvöld. Ólafur segir ekki ljóst hvort hann muni bæta nýjum leikmönnum við hópinn. Hann ætlar að taka stöðuna eftir leikinn í kvöld og sjá til hvort einhverjir fleiri leikmenn verði fyrir hnjaski. Ef allt upp í þrír leikmenn detta úr hópnum mun hann taka nýja menn inn ef aðeins Brynjar verður fjarverandi býst hann ekki við því að kalla á nýja menn. - hbg Lítils háttar meiðsli hjá íslenska hópnum en aðeins einn leikmaður fjarverandi: Brynjar meiddur og Grétar tæpur KLÓRAÐ Grétar Rafn á æfingu landsliðs- ins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.