Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 FASTEIGNIR.IS6. SEPTEMBER 201036. TBL. Heimili fasteignasala er með til sölu 228 fer- metra einbýlishús með tveimur íbúðum í Selbrekku í Kópavogi. Í búðarými á efri hæð er 126 fermetrar og á neðri hæð hússins er 2ja herbergja 65 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið hefur verið mikið endur-bætt undanfarin ár og er í góðu ástandi. Endurbættar raf- og pípulagnir eru í húsinu. Á efri hæð er gengið inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Úr forstofu er stigi niður á neðri hæðina. Inn af forstofu er einnig gestasalerni. Nýtt eldhús með borðkróki og parketi á gólfi, vandaðar innréttingar. Stórar stofur ásamt garðskála og úr honum útgengt í góðan afgirtan, skjólgóðan bakgarð. Stór timburpallur með heitum potti. Á parketlögð- um herbergjagangi er nýlegt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, baðkar og innréttingar. Hjónaherbergi er með fataskápum, parketi á gólfi og útgangi á svalir í norður og þaðan útsýni. Stórt innréttað fataherbergi. Svefnherbergi með fataskáp og parket á gólfi. Sérinngangur er á neðri hæðina. Komið er inn í flísalagða forstofu. Inn af henni er sameiginlegt þvottahús fyrir báðar íbúðirnar. Baðherbergi flísa- lagt í hólf og gólf með sturtu. Eldhús með hvítri inn- réttingu. Stofa með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi og inn af því fataherbergi. Innangengt er í bílskúrinn sem er 36 fermetrar af neðri hæðinni. Séríbúð á neðri hæðinni Húsið stendur við Selbrekku í Kópavogi. Óskum eftir 2ja-4ra herb. íbúðumFasteignafélag óskar eftir 2ja-4ra herbergja íbúðum til kaups. Mega þurfa standsetningar. Enginn kostnaður fyrir seljanda. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma: 863-4555 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Góð hvíld og ekki síst góður svefn er nauðsynlegur til að að halda góðri heilsu. Þá stuðlar góð hvíld enn fremur að auknum árangri í ræktinni. Hugrún R. Hjaltadóttir ræktar sinn eigin chili í eldhúsglugganum hjá sér Óx á undra- verðum hraða Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Inn í ævintýraheim Nýr íþróttaskóli Latabæjar tekur til starfa um miðjan mánuðinn. tímamót 14 „Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?“ UNNUSTA HANNESAR ÞÓRS HELGASONAR veðrið í dag 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN próteindrykkur Hollt og gott veganesti ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA STREKKINGUR SYÐST Í dag má búast við austan strekkingi allra syðst en 5-10 m/s annars staðar. Búast má við rigningu eða skúrum víða S- og V-til en NA-lands verður bjart með köflum. VEÐUR 4 16 16 15 12 12 6. september 2010 208. tölublað 10. árgangur Keppir í Feneyjum Íslensk stuttmynd í fyrsta sinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. fólk 26 Meistarar fimm ár í röð Valsstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. sport 20 Backyard opnunarmynd Backyard verður opnunarmyndin í Bíó Paradís 15. september. fólk 26 EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn við- heldur kjaraskerðingu og bágri skuldastöðu fólks og fyrirtækja með því að heimila ekki styrkingu krónunnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fyrirætlanir bankans um gjaldeyriskaup jafngilda því að halda niðri gengi krónunnar. Hún þyrfti að fá að styrkjast um 20 prósent hið minnsta. Gylfi fundar þessa dagana með aðildarfélögum ASÍ vegna komandi kjarasamningalotu. Hann segir ljóst að ábati útflutningsfyrirtækja vegna bágrar stöðu krónunnar þurfi að skila sér út í hagkerfið. Merki séu um að fyrirtæki ætli sér að velta kostnaðarauka sínum yfir á almenning. Launafólk geti þá ekki brugðist öðruvísi við en með því að gera launakröfur á móti. Gylfi segir dapurlegt hafa verið að hlusta á forystumenn úr ríkis- stjórn róma að krónan væri svo veik að Ísland gæti keppt við láglaunalönd í framleiðslu. „Um það verður ekki nein sátt,“ segir hann. Gylfi vonast til þess að ríkis- stjórnin hafi með síðustu breyting- um náð vopnum sínum um að halda meirihluta á Alþingi, sem hún hafi ekki haft síðan í júní í fyrra. Um leið sakni hann þess að sjá ekki mál ASÍ í þeim 20 áherslupunkt- um ríkisstjórnarinnar sem kynnt- ir voru fyrir helgi. Hann vonast þó til þess að ráðherraskipti í ráðu- neyti félags- og tryggingamála geti lagt grunn að nánara samstarfi ráðuneytisins og ASÍ. „Skilaboðin frá mínum félög- um eru hins vegar alveg skýr. Ef ekki er hægt að treysta því að rík- isstjórnin standi við loforðin sín þá getum við ekki samið við hana. Menn ætla ekki að láta plata sig út í eitthvert forað og láta skilja sig þar eftir.“ Mánuði fyrir kosningar í fyrra segir Gylfi hafa verið lagt upp með þá áætlun að stilla kjarasamninga af í nóvemberlok. „Við horfðum þá til þess að ef hlutirnir gengju nokkurn veg- inn eftir sem menn ætluðu sér, að stefna kannski á þriggja ára kjara- samning núna, yrði lagður grunnur að raunverulegum stöðugleika og við myndum ná að taka upp evru árið 2013. En það er engin launung á því að þessi vegferð hefur verið brösótt og deilur sprottið upp út af vinnu- markaðsmálum. Við erum svolítið komin út af sporinu,“ segir Gylfi. - óká / sjá síður 10-11 Segir Seðlabankann halda heimilunum í skuldafeni Kjarasamningar á vinnumarkaði verða nær allir lausir í lok nóvember. Óformlegar viðræður eru hafnar. Forseti ASÍ fundar með aðildarfélögum um stefnuna. Hann segir Seðlabankann viðhalda kjaraskerðingu. KAFAÐ Í HAFNARFJARÐARHÖFN Umfangsmikil leit að vopninu sem notað var til að bana Hannesi Þór Helgasyni og öðrum hlutum sem tengdust morðinu hefur staðið yfir alla helgina. Kafarar fundu fatnað í smábátahöfninni í Hafnarfirði eftir játningu Gunnars Rúnars. Ekki er fullsannað að fatnaðurinn tengist verknaðinum. Morðvopnið er enn ófundið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NEYTENDUR Tugir tilkynninga bárust um tjón á raftækjum til tryggingafélagsins VÍS í kjöl- farið á rafmagnstruflunum sem urðu víða um land á miðviku- dagskvöld. „Það komu á bilinu 30 til 40 til- kynningar til okkar í vikunni,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri eignatjóna hjá VÍS. Reikna má með að talsverður fjöldi tilkynninga hafi einnig bor- ist öðrum tryggingafélögum. Til- kynnt var um tjón á tölvum og ýmsum öðrum raftækjum. Þorsteinn segir að til að tjón af þessu tagi fáist bætt þurfi fólk að vera með annaðhvort svokallaðar innbúskaskótryggingar eða bil- anatryggingar fyrir raftæki. Einnig er mögulegt að Lands- net, sem á og rekur raforkudreifi- kerfið, sé bótaskylt vegna tjóna af þessu tagi. Þorsteinn segir það þó nær eingöngu eiga við þegar tjónið verður vegna mistaka sem gerð eru hjá dreifingaraðila. - bj Rafmagnstruflanir skemma: Tugir tilkynna tjón á tækjum LÖGREGLUMÁL Gunnar Rúnar Sigurþórs- son hefur játað á sig morðið á Hannesi Þór Helgasyni, sem fannst myrtur á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði 15. ágúst síðastliðinn. Unnusta Hannesar er æskuvinkona Gunnars Rúnars og segir hún játning- una vera gríðarlegt áfall. Gunnar hafi keyrt hana heim til Hannesar um hádegi þennan dag þar sem hún gekk inn og fann hann liggjandi á gólfinu. Gunnar hafi boðist til þess að fylgja henni inn, en hún afþakkaði og fór ein síns liðs. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mann- vonska er það?“ Afbrotafræðingur segir málið afar sérstakt miðað við önnur morðmál hér á landi, sökum umfangs rannsóknarinn- ar, þeim fjölda sem vann við hana og þann tíma sem tók að vinna úr gögn- um málsins. Nú hefur verið ákveðið að Gunnar Rúnar skuli sæta geðrannsókn og segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar, þær niðurstöður skera um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Morðvopnið, hnífur með 15 til 20 senti- metra blaði, er enn ófundið, en kafar- ar leita hans enn í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Eyjólfur Jónsson, sálfræðingur og sérfræðingur í ungum afbrotamönn- um og netfíkn, segir margt í málinu benda til þess að Gunnar hafi vitað að verknaðurinn sem hann hafi framið væri glæpur, meðal annars vegna þess að hann losaði sig við morðvopnið og neitaði sök í fyrstu. Hann telur ósenni- legt að geðrannsókn muni leiða annað í ljós. Gunnar Rúnar er enn þá hafður í einangrun á Litla-Hrauni. - sv / sjá síðu 6 Morðið í Hafnarfirði er upplýst eftir þriggja vikna rannsóknarvinnu lögreglu: Játning Gunnars mikið áfall

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.