Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 6
6 6. september 2010 MÁNUDAGUR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg Á að leyfa hollenska hernaðar- fyrirtækinu ECA að reka starf- semi sína hér á landi? JÁ 56,2% NEI 43,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er það rétt hjá fangelsisyfirvöld- um að banna fæðubótarefni í fangelsum? Segðu þína skoðun á visir.is Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur og sérfræðingur í ungum afbrotamönn- um og netfíkn, segir ekkert sambærilegt mál hafa komið upp á Íslandi. Hann segir samband Gunnars Rúnars og kærustu Hannesar vera mjög áberandi og málið hljómi eins og ástríðuglæpur miðað við hversu ofbeldisfullur verknað- urinn reyndist vera, en Hannes var stunginn margsinnis og skorinn með hníf á meðan hann lá í rúmi sínu. Sú staðreynd að Gunnar losaði sig við sönnunargögnin að verknaðinum loknum bendi einnig sterklega til þess að hann hafi gert sér fulla grein fyrir því að hann væri að gera eitthvað af sér. En nauðsynlegt sé að geðrannsókn fari fram til að leggja mat á það að fullu. Eyjólfur segir áberandi í umræðum erlendis að tölvuleikir og sjónvarpsefni eins og CSI og annað sem fjallar um tæknivinnu á vettvangi glæpa, gera glæpa- menn meðvitaðri um verknaði sína en þeir verði jafnvel ónæmari fyrir því sem þeir eru að gera. Í tilviki Gunnars Rúnars segir Eyjólfur greinilegt að eitthvað í skapi hans hafi brostið og gert það að verkum að hann fremji ódæðið, en hvað það hafi verið sé ómögulegt að segja til um. Margar breyt- ur komi að málinu og ekki sé hægt að leggja mat á það fyrr en geðrannsókn hefur verið framkvæmd. Gerði sér líklega grein fyrir glæp sínum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir morðið á Hannesi Þór mjög sérstakt sé það borið saman við önnur manndrápsmál á Íslandi fyrir margra hluta sakir. „Í fyrsta lagi tekur óvenju langan tíma að upplýsa málið og rann- sóknin er gríðarlega umfangsmikil. Flest mál hér á landi upplýsast annaðhvort samdægurs eða örfáum dögum eftir að glæpurinn var framinn. Oft er það gerandinn sjálfur sem tilkynnir málið,“ segir Helgi. „Fæst manndrápsmál eru ráðgáta í sjálfu sér og eru framin í augnabliksæði í mikilli vímu. En í þessu tilviki er komið inn um miðja nótt og að Hannesi sofandi. Þetta er bara aftaka og ásetning- urinn virðist einbeittari en maður sér oftast í manndrápsmálum hér á landi.“ Afar óvenjulegt „Það eru í raun mun fleiri spurningar heldur en svör. Hlutirnir eru ekki alltaf eins einfaldir og maður heldur,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, um játningu Gunnars Rúnars Sigþórssonar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni. Gunnar mun sæta geðrannsókn í kjölfar játningar- innar og segir Anna Kristín slíkt ferli oftast ekki taka langan tíma. Viðtöl, próf og bakgrunnsathuganir á viðkomandi muni setja saman heildarmynd af sak- borningi sem síðan verður til þess að geðlæknar, sálfræðingar og dómarar geti mögulega skorið úr um hvort hann teljist ábyrgur gjörða sinna eða ekki. Geðrannsókn fer þannig fram að fenginn er dómskvaddur matsmaður til þess að leggja mat á sakborning og verknaðinn sem hann framdi á meðan hann er í fangelsinu. Séu sakborningar dæmdir ósakhæfir eftir slíkar rannsóknir fara þeir í flestum tilvikum inn á réttargeðdeildina að Sogni til meðferðar. „Að öllu jöfni fer fólk ekki á réttargeðdeildina að Sogni nema það sé dæmt ósakhæft, sem þýðir að það er ekki talið vera ábyrgt gjörða sinna og áttar sig raunverulega ekki á orsök og afleiðingum þess sem það gerir,“ segir Anna Kristín. „Það hafa komið upp undantekningartilvik en þau eru mjög fá. Dómarar þurfa að fallast á það að einstaklingur sé ekki fær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum.“ Geðrannsókn mun sýna heildarmyndina BRETLAND, AP Asil Nadir, 69 ára auðkýfingur frá Kýpur, þarf að bíða í meira en ár eftir réttarhöld- um í Bretlandi. Hann sneri sjálfviljugur aftur til Bretlands í síðasta mánuði eftir að hafa flúið fyrir sautján árum, þegar fyrirtæki hans fór á hausinn. Nadir var þá sakaður um að hafa dregið sér 34 milljónir punda úr fyrirtækinu, en flúði land áður en réttarhöld hófust. Hann von- ast til þess að verða sýknaður nú þegar hann hefur gefið sig fram. „Réttarhöldin eru hafin. Þeim hefur verið frestað í mjög lang- an tíma, en tæknilega eru þau hafin,“ segir William Clegg, lög- maður Nadirs, sem vill að þau fari sem fyrst af stað á ný. David Bean, sem verður dóm- ari í málinu, hefur gefið saksókn- ara frest fram í desember til að leggja fram málflutning sinn. „Þessi sautján ára töf er ekki sök saksóknara,“ segir Bean, sem ákvað til bráðabirgða að réttar- höldin sjálf hefjist ekki fyrr en 3. október á næsta ári. - gb Auðkýfingur frá Kýpur þarf að bíða réttarhalda í Bretlandi í meira en ár: Töfin ekki sök saksóknara ASIL NADIR Flúði Bretland fyrir sautján árum til að forðast réttarhöld. NORDICPHOTOS/AFP VATIKANIÐ, AP Stjórn Vatikansins ætlar að leita leiða til að bjarga lífi írönsku ekkjunnar, Sakineh Mohammadi Ashtiani, sem hefur verið dæmd til að verða grýtt í hel fyrir framjáhald og að eiga aðild að samsæri um að myrða eiginmann sinn. Í fyrsta opin- bera áliti sínu á málinu sagði Federico Lombardi, talsmaður Vatikansins, að það teldi grjót- kast sérstaklega hrottafenginn dauðadóm. Hann sagði að kaþólska kirkjan væri almennt á móti dauðarefsingum. - ve Vatikanið bregst við: Vonast til að bjarga ekkjunni LÖGREGLUMÁL „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið,“ segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrt- ur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gam- als karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin mála- lok.“ Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var hand- tekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sér- sveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnar- firði síðan játning lá fyrir. Fatnað- ur hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rann- sókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játn- ingu Gunnars hafa verið gríðar- legt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heim- ili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morgun- inn úr miðbænum, án míns sam- þykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig,“ segir hún. „Gunnar var full- ur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn.“ Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgn- inum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðli- lega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyð- arlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?“ segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Æskuvinur játaði á sig ódæðisverkið Gunnar Rúnar Sigurþórsson, 23 ára karlmaður, hefur játað á sig morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Gríðarlegt áfall, segir unnusta Hannesar. Málið telst upplýst en morðvopnið er enn ófundið. Gunnar skal sæta geðrannsókn. VOPNSINS LEITAÐ Kafarar úr sérsveit lögreglunnar leituðu að vopninu sem talið er að hafi orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Vopnið var ekki fundið þegar Fréttablaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EYJÓLFUR ÖRN JÓNSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.