Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 10
10 6. september 2010 MÁNUDAGUR Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18 Kjarasamningar velflestra hópa renna út eftir um tvo mánuði. Aðrir eru þegar með lausa samninga og nokkrir renna út um áramót. Búist er við erfiðri samn- ingalotu. Gera á tilraun til þess að ná breiðri samstöðu um stefnuna, en óvissa er um hver leiðir þá vinnu. Í nóvemberlok eru meira og minna allir kjarasamningar í landinu lausir. Þá hafa þónokkur félög verið án samninga í nokkurn tíma og samningar velflestra annarra renna út. Samningar örfárra, sjó- manna og blaðamanna þar á meðal, renna út í árslok. Verkalýðsfélög fara þessa dag- ana yfir stöðuna og undirbúa samningalotu. Staðan er flókin vegna ólíkrar stöðu atvinnuvega. Rými þykir fyrir kjarabætur sums staðar, svo sem í útflutningsgeir- um á borð við sjávarútveg, meðan aðrar greinar, eins og til dæmis byggingariðnaður, er enn í sárum. Á þá eftir að tína til sjónarmið um stöðugleika og forsendur hagvaxt- ar, fyrri samninga og aðkomu ríkis- valdsins, svikin eða efnd loforð. Í viðtali við Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambandsins, hér til hliðar, kemur fram að aðkoma rík- isins og efndir á loforðum úr fyrri samningum komi til með að skipta höfuðmáli. Þá komi verkalýðs- hreyfingin ekki til með að sætta sig við að byrðum sé meira og minna velt yfir á launafólk með kjara- rýrnun þeirri sem felst í bágri stöðu gjaldmiðilsins. Launafólk verði ekki eitt látið bera ábyrgð á stöðugleikanum. Finna verði leiðir til þess að allir fái notið þess ábata sem útflutningsfyrirtæki landsins, svo sem sjávarútvegurinn, nýtur með veikri stöðu krónunnar. Frysting er hitamál Með því að allir samningar eru meira og minna lausir á sama tíma er ljóst að horft er til samstöðu við gerð nýrra samninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hver, eða hverjir, komi til með að leiða þá vinnu. Enn eru í gangi viðræður félaga í milli og stöðumat. Viðfangsefni stjórnvalda, sam- taka atvinnulífs og samtaka launa- fólks í þessum efnum er því langt því frá einfalt og stefnir í anna- saman vetur. Eðlilega ríkir því nokkur óvissa enn um hver fram- vindan verður. Helst að mönn- um beri saman um að þetta verði erfitt. Ljóst er að ríkisvaldið vonast eftir breiðri samstöðu. Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sagst vonast til þess að sam- starfsáætlun eða þjóðarsátt ríkis, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka verði í gildi næstu misseri á sviði efnahags- og kjaramála og í bar- áttunni við atvinnuleysi. „Ábyrgð þeirra sem skærust úr leik við núverandi aðstæður yrði mikil,“ sagði hann í grein sinni í Frétta- blaðinu 25. ágúst síðastliðinn. Áður hafa hins vegar skilaboðin úr fjármálaráðuneytinu verið sú að á árinu 2011 gæti ríkið tæpast staðið við launahækkanir og í grein sem þáverandi félagsmálaráð- herra, Árni Páll Árnason, skrifaði í Fréttablaðið í júní taldi hann að frysta þyrfti laun opinberra starfs- manna í þrjú ár. Hugmyndir um launafrystingu vöktu strax hörð viðbrögð verkalýðsfélaga og ljóst að lítil sátt verður þeirra á meðal um kyrrstöðu í kjörum. Vísbending um vilja til samstöðu Nýjustu tölur um landsframleiðslu vekja hins vegar upp spurningar um hvort mikið verði að sækja, en afturkippur var í hagvaxtartölum núna í byrjun þessa mánaðar. Taki hagvöxtur hins vegar við sér á ný telja þeir sem til þekkja hins vegar að launafólk hljóti að eiga að fá ein- hvern hlut í þeim vexti. Þá verði menn líka að hugsa til lengri tíma en eins árs, jafnvel til þriggja ára eða svo, og stilla þá samningana af í þá veru að þeir fylgi fyrirséðum vexti á landsframleiðslu. Sömuleiðis telja þeir sem best þekkja til að hið opinbera verði að taka þann pól í hæðina að almenni markaðurinn leiði ferlið og hið opin- bera fylgi almenna markaðnum. Sú staðreynd að samningar, jafnt í opinbera og almenna geiranum, hafi að mestu verið stilltir inn á sama tímapunktinn í haust þykir hins vegar ótvírætt merki um vilj- ann til þess að vera samstiga. Um leið kallar sú staða á náið samstarf ríkisins, sveitarfélaga og hags- munasamtaka á vinnumarkaði. Eins er þá ljóst að lítil eða sér- hæfð verkalýðsfélög koma þá trauðla til með að leiða það samn- ingaferli, heldur þarf verkalýðs- hreyfingin að ná að koma fram sem heild. Svo á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. Ekki munaði nema níu atkvæðum að slökkviliðs- menn felldu samning sinn í ágústlok eftir verkfallsaðgerðir. Sá samning- ur gildir, eins og nær allir aðrir, til 30. nóvember næstkomandi. olikr@frettabladid.is Óljóst enn hver leiðir hópinn GYLFI ARNBJÖRNSSON dfadfaaf afafa SUMARSTEMNING Á LAUGAVEGI Sú staðreynd að kjarasamningar starfsmanna ríkis, bæja og á almennum markaði renna nær allir út á sama tímanum í nóvemberlok þykir benda til þess að gera eigi tilraun til að ná breiðri samstöðu í nýjum samningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRÉTTASKÝRING: Kjarasamningar lausir eftir tvo mánuði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.