Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 14
 6. september 2010 MÁNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is LUCIANO PAVAROTTI óperusöngvari (1935-2007) lést þennan dag. „Ég vil ná til sem flestra með skilaboðum tónlistarinnar, með stórkostlegri óperu.“ Á þessum degi árið 1994 náðist sá áfangi í vegavinnu að leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur var öll komin í bundið slitlag. Þau tímamót urðu þegar Suðurverk hf. lauk lagningu á 5,4 kíló- metra löngum vegi um Bólstaðarhlíðar- brekku í Austur-Húsavatnssýslu og var umferð hleypt að því loknu inn á nýja veginn og var leiðin kölluð Botnastaða- brekka. Fyrsti maðurinn til að aka nýju leiðina var Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. Með þessum áfanga í malbikun á íslenskum vegum var bundið slitlag komið á vegi allt frá Kálfavöllum í Suður- sveit og norður að Húsavík ef undanskil- inn var smákafli við Vík í Mýrdal. Umfang þessarar lokaframkvæmdar til að tengja Akureyri og Reykjavík saman með mal- biki samsvaraði um 50.000 vörubíls- förmum af möl en framkvæmdirnar tóku um eitt ár og heildarkostnaður nam þá um 170 milljónum króna. Samgöngur þóttu batna til muna með nýjum veg. ÞETTA GERÐIST: 6. SEPTEMBER 1994 Bundið slitlag frá Akureyri til Reykjavíkur Arkitektafélag Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa fengið styrk frá Evrópubandalaginu að upphæð 166.000 evrur, eða rúmlega 25 milljónir króna til símenntunar innan bygg- ingageirans á Íslandi. „Markmið símenntunar- innar felur í sér yfirfærslu þekkingar um sjálfbærni og vistvæn sjónarmið innan skipulags- og bygginga- sviðs. Þar eru Íslendingar á eftir öðrum Evrópuþjóð- um og mun Arkitektafélag- ið með samstarfsaðilum nú sjá um að þýða og staðfæra, en einnig þróa kennsluefni til meiri þekkingar og vit- undarvakningar um þetta mikilvæga málefni. Það markar vonandi leið til grænnar framtíðar,“ segir í tilkynningu. Markmið vinnuhópsins er að ná til sérfræðinga jafnt sem iðnaðarmanna, koma fram með reynslu nágranna- þjóðanna en einnig þróa aðferðir og kennsluefni fyrir iðngreinarnar. Jafnframt er það von hópsins að þekking um vistvænan lífsmáta og sjálfbærni verði á námsskrá á öllum skólaþrepum í meira mæli en verið hefur og ættu Íslendingar að geta verið í fararbroddi í vistvænum lífsstíl og virðingu fyrir umhverfinu í framtíðinni. - jbá Styrkur til símenntunar KÆRKOMINN Styrkurinn rennur til símenntunar innan byggingageir- ans. Frá vinstri: Kristín Jónsdóttir frá Endurmenntun HÍ, arkitektarnir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Sigríður Magnúsdóttir og Magnús Jensson, og svo Andrés Pétursson frá símenntunaráætlun Leonardo á Íslandi. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, dóttir, systir og amma, Bryndís Helgadóttir Sæbakka 18, Neskaupstað, sem lést 29. ágúst, verður jarðsungin frá Norðfjarðar- kirkju þriðjudaginn 7. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jón Grétar Guðgeirsson Guðlaug Helga Þórðardóttir Kári Jóhannsson Íris Dögg Jónsdóttir Sigurður M. Svanbjörnsson Guðgeir Jónsson Esther Bergsdóttir Arnar Freyr Jónsson Eydís Heimisdóttir Helgi Guðnason Guðlaug Einarsdóttir Guðný Helgadóttir Ólafur Guðmundsson Linda Björk Helgadóttir Eiríkur Hilmarsson og barnabörnin. Ástkær eiginkona mín og móðir, Ólöf Kristín Ingólfsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur, Álftamýri 37, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild 11-E, Landspítalanum mið- vikudaginn 25. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Stofnaður hefur verið námssjóður fyrir Ragnar Má til minningar um Ólöfu Ingólfs 0130-18-750129 kt. 251095-2649. Ástvinir þakka auðsýnda samúð. Hannes Ragnarsson Ragnar Már Hannesson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Helena Svavarsdóttir Hjaltabakka 8, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. september kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta samtökin Hugarafl njóta þess. Reynir A. Eiríksson Linda Sólveig Birgisdóttir Svan Hector Trampe Brynja Björk Birgisdóttir Birgir Fannar Birgisson Dagmar Valgerður Kristinsdóttir barnabörn, systkini hinnar látnu og fjölskyldur. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un MOSAIK Nýr Íþróttaskóli Latabæjar tekur formlega til starfa um miðjan mán- uðinn en námskeið hjá skólanum eru hugsuð fyrir yngstu börnin, á aldrinum 3-6 ára. Heiða Björk Ásbjörnsdóttir er skólastýra skólans en aðsetur hans er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hún ásamt fleiri kennurum hafa verið í strangri þjálfun til að fá að gerast leiðbein- endur á námskeiðum sem hefjast 15. september. „Ég útskrifaðist sem einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis í febrúar og hef í eitt og hálft ár kennt spinn- ing í Sporthúsinu. Ég hef einnig góða reynslu af því að vinna með börnum en ég starfaði á leikskóla í þrjú ár og finnst svakalega gaman að vinna með yngstu kynslóðinni,“ segir Heiða Björk. Latibær starfrækir íþróttaskóla fyrir börn í Bretlandi en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn er starfrækt- ur hérlendis. Hugmyndin er að stuðla að hollri hreyfingu hjá börnum í gegn- um leik og þeirra eigin heim. „Þetta er í raun alger ævintýraheimur sem börn- in stíga inn í í tímunum sjálfum þar sem þau upplifa ævintýri með persón- um Latabæjar allan tíman. Við erum búin að horfa á myndband með prufu- tíma fyrir skólann og maður sá að börnin voru með stjörnur í augunum allan tímann. Kennararnir verða svo- kallaðar hjálphellur Íþróttaálfsins.“ Heiða Björk segir að börnum sé eðlislægt að hreyfa sig og hreyfing sé ekki kvöð í þeirra huga, eins og gjarn- an vilji verða hjá fullorðnum. Eftir dag á leikskólanum sé námskeiðið frábær leið til að losa um spennu og njóta sín í gegnum uppbyggjandi leik. Eitt nám- skeið er tólf vikur og klukkutími í senn einu sinni í viku. „Að þjálfa fyrir Íþróttaskóla Lata- bæjar er eitt það skemmtilegasta sem ég hef á ævi minni gert. Við lærðum allt frá Sollu stirðu dansinum upp í alls kyns leiki. Í hverjum tíma með börn- unum verður svo alltaf einhver boð- skapur, sem er dulbúinn sem skila- boð frá Íþróttaálfinum en hann felur bréf í salnum og verkefni barnanna er að finna það. Skilaboðin eru þá til að mynda hvatning um að vera dugleg að borða ávexti eða að drekka vatn, án þess að verið sé að lesa yfir hausa- mótunum á þeim. Við leggjum mesta áherslu á jákvæða upplifun í leik.“ juliam@frettabladid.is ÍÞRÓTTASKÓLI LATABÆJAR: FYRSTA STARFSÁR MEÐ NÝRRI SKÓLASTÝRU STIGIÐ INN Í ÆVINTÝRAHEIM EINNIG Í BRETLANDI Heiða Björk Ásbjörnsdóttir er ný skólastýra Íþróttaskóla Latabæjar en Latibær starfrækir einnig slíkan skóla í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.