Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 42
22 6. september 2010 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Það virtist vera létt yfir íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Noregi. Þeir grínuðust mikið á æfingum og ekkert hefur breyst eftir tapið á Laugardalsvelli hvað andann varðar. „Tapið gegn Noregi var gríðar- lega svekkjandi. Það þýðir þó ekk- ert að dvelja við þetta, við erum búnir að koma okkur yfir tapið. Núna er undirbúningur fyrir leik- inn gegn Dönum hafinn og við horf- um einbeittir á hann,“ segir Sölvi Geir Ottesen sem bar fyrirliða- bandið í Noregsleiknum. Hann var að horfa á enn eina rómantísku gamanmyndina með Ragnari Sigurðssyni þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær. „Ragn- ar er sérstakur maður. Á góðan hátt,“ segir Sölvi um vin sinn og herbergisfélaga þegar grenjandi öskur heyrðust í Ragnari. Sölvi segir að allt gangi sinn vanagang hjá liðinu, aðstæður væru góðar og allir væru heilir. „Þetta er svipuð rútína, við æfum, fundum og étum vel. Það er mikilvægt að hafa orku fyrir þetta allt. Svo hvílum við okkur inn á milli.“ Hann segir að létt sé yfir mönn- um. „Það er gríðarlega mikilvægt að andinn í hópnum sé góður. Við fórum yfir það á fundum þegar við hittumst að við þyrftum að þjappa okkur saman og gera þetta sem ein liðsheild. Það gefur okkur betri möguleika á að ná árangri,“ segir hann. Íslenska landsliðið hefur verið sakað um áhuga- og stemnings- leysi en Sölvi þvertekur fyrir það. „Í þann tíma sem ég hef verið með landsliðinu hef ég aldrei tekið eftir því að andinn sé ekki góður. Hann var góður áður en er frábær núna,“ segir hann. Liðið æfði tvisvar í gær á Tårnby Stadion sem er skammt frá hóteli þess. Það æfir á Parken í dag þar sem leikurinn fer fram auk þess sem það hefur fundað um leik sinn og danska liðsins inn á milli. Í kvöld fer svo fram spurninga- keppni sem Gunnleifur Gunn- leifsson markmaður stýrir. „Það er komin ný leikmannanefnd sem ætlar að sanna sig. Gulli má ekki vera með í spurningakeppninni þar sem hann veit allt, hann er góður sem spyrill. Það eru yfirleitt þess- ir eldri sem vinna. Ég býst ekki við því að ungu strákarnir viti neitt voðalega mikið,“ segir Sölvi kíminn. Sölvi spilar með FC Köbenhavn og þekkir því nokk- uð til danska liðsins, sem og Parken þar sem liðið spilar heimaleiki sína. „Ég hlakka til að spila á Parken með landsliðinu, ég hef ekki gert það áður en ég ætti að þekkja gras- ið ágætlega. Ég fæ þó ekki að vera á mínum stað í mínum klefa þar sem við verðum í gestaklefanum. En hann er fínn líka,“ segir fyrir- liðinn. „Danska liðið er mjög sterkt, það er betur mannað en norska liðið. Þeir hafa sýnt okkur það í gegn- um árin hvað þeir eru góðir. Ég þekki nokkra leikmenn en margir eru auðvitað að spila erlendis. En við sýndum það á móti Noregi að við erum með sterkan hóp líka. Við þurfum bara að laða fram það besta í okkur,“ segir Sölvi. Hann segir yngri strákana sem hafa komið inn í landsliðið hafa fallið vel að hópnum. „Það er mjög gaman að fá þá inn. Það verður spennandi að sjá hvort þeir haldi dampi,“ segir Sölvi eins og sönn- um fyrirliða sæmir og heldur guttunum á jörðinni. Hann segir að liðið vilji halda markmiðum sínum innan liðs- ins, en að eitt stig sé góður árangur á Parken. „Þetta verð- ur gríðarlega erfiður leikur. Auðvitað viljum við koma heim með stig af Parken, við erum ekk- ert sáttir með tap. Þrjú stig væri alveg magnað en eitt stig væri fínt,“ segir fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen. hjalti@frettabladid.is Þeir ungu vita ekki neitt Andinn í íslenska landsliðinu virðist vera með besta móti. Þeir eru komnir til Danmerkur þar sem það mætir heimamönnum á morgun. Sölvi Geir Ottesen fyrirliði segir að andinn sé enn betri en áður. GLEÐI Marki Heiðars Helgusonar á föstudaginn fagnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Danska ofurfélagið AG Köbenhavn, með þá Snorra Stein Guðjónsson og fyrirlið- ann Arnór Atlason innanborðs, fór vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Það lagði ríkjandi meistara í AaB 29-25 þar sem Arnór skoraði eitt mark en Snorri var á meðal bestu manna vallarins. Hann skor- aði sjö mörk. Félaginu hefur verið líkt við Galactico-stefnu Real Madr- id, að kaupa alla þá bestu sama hvað þeir kosta. Pressan á lið- inu er mikil en á meðal þeirra sem liðið fékk í sumar voru Kas- per Hvidt, Joachim Boldsen og Mikkel Hansen. Um 6.200 áhorfendur mættu á leikinn og Snorri segir að stemning- in hafi verið eins og í þýsku úrvals- deildinni. „Það var klikkuð stemn- ing í höllinni. Það sem Jesper Nielsen er að gera með félagið er einsdæmi og hann er að ná umgjörðinni í nýjar hæðir. Stemningin var bara eins og í þýsku úrvalsdeildinni,“ segir Snorri en liðið vekur gríðarlega athygli í Kaupmannahöfn og víðar. „Við erum gríðarlega mikið í fjölmiðlum. Við Arnór sleppum reyndar mikið við það, fjölmiðl- arnir vilja tala við dönsku stjörnurnar frekar. En við þurfum að vera í fjölmiðlunum, það fylg- ir þessu og félagið vill fá alla athygli sem það getur. Þetta er markviss vinna hjá klúbbnum að sækja í blöðin.“ Pressan á liðinu er líka mikil, með allar stórstjörnurnar og peningana sem hafa farið í félagið. „Ég vissi af henni þegar ég kom. Það er eðlilegt miðað við hvernig liðið er á pappírunum og markmiðin sem félagið gefur út. Það var mikilvægt að byrja mótið vel og það gekk upp. Við erum með gríðarlega sterkt lið og það var gott að vinna einn af okkar helstu keppi- nautum um titilinn.“ Snorri er búinn að koma sér vel fyrir í Kaup- mannahöfn. „Okkur líður mjög vel hérna. Við búum rétt hjá Arnóri og ég er bara rosalega ánægður. Kaupmannahöfn er frábær borg og mér líður bara hrikalega vel,“ segir landsliðs- maðurinn Snorri Steinn Guðjónsson. - hþh Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik fyrir stórliðið AG Köbenhavn: Stemning eins og í Þýskalandi Búmenn auglýsa íbúðir Búseturéttur á markaðsverði Hólmvað 8B, Norðlingaholti í Reykjavík Réttarheiði 40 í Hveragerði Búmenn hsf Húsnæðisfélag Klettháls 1 110 Reykjavík Sími 552 5644 Fax 552 5944 bumenn@bumenn.is www.bumenn.is BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR Suðurtún 27 í Sveitarfélaginu Álftanesi Prestastígur 9 í Reykjavík Simon Kjær, miðvörður Dana og leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi, segir að Sölvi sé frábær leikmaður sem Danir þurfi að varast. „Þetta verður mjög spennandi leikur. Þeir eru með nýtt landslið og marga unga og efni- lega leikmenn. Þeir eru líka með Sölva Ottesen sem við þekkjum úr dönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark fyrir liðið í síðasta leik, mikil- vægt mark í Meistaradeildinni, og hann er virkilega virkilega góður leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum,” segir Kjær. - hþh Simon Kjær: Ber mikla virðingu fyrir Sölva

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.