Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 46
26 6. september 2010 MÁNUDAGUR MORGUNMATURINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tón- leikarnir sjálfir næstkomandi föstudag,“ segir Ólafur Arnalds tónlistarmaður en hann er að fara að spila á World Expo- sýningunni í Sjanghæ. Þjóðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt föstudaginn 11. september og mun Ólafur spila meðal annars fyrir forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. „Þetta verður voðalega gaman og það er alltaf gaman að koma til Asíu,“ segir Ólafur en hann og hljómsveitin hans hafa ákveðið að framlengja ferðalagið um tvær vikur og fara í tónleikaferðalag um Kína og spila svo á tón- listarhátíð í Hollandi á leiðinni heim. „Við ákváðum að nýta þetta langa ferðalag til að spila á fleiri stöðum í landinu. Ég hef áður spilað í Kína og það gekk mjög vel,“ segir Ólafur en með honum í för er sex manna hljómsveit og eru þau á fullu við undir- búning þessa dagana. „Við erum að búa til nýtt „show“ og í dag er ég til dæmis að læra inn á svona tölvustýrða ljósatakka. Mjög hressandi,“ segir Ólafur en hann á nokk- krum vinsældum að fagna í Kína og hefur til að mynda selt margar plötur. Spurður hvort hann viti ástæðuna fyrir velgenginni svar- ar Ólafur hlæjandi: „Ætli það sé bara ekki vegna þess að þeir eru svo fjölmenn þjóð, nei ég veit það ekki en það er gaman.“ Hann segir að það sé frábær upplifun að spila fyrir kínverska áhorfendur og að hann finni strax að það er önnur stemming á tón- leikum. „Kínverjar bera mikla virðingu fyrir tónlistinni og eru einbeittir þegar þeir hlusta á tónlistina. Svo einbeittir að þeir þora varla að klappa milli laga en bæta það svo upp með því að klappa þeim mun meira í lokin,“ segir Ólafur en Íslendingar fá næst að berja hann augum á Airwaves-hátíðinni í október. - áp Spilar á heimssýningunni í Kína Stuttmyndin Líf og dauði Henry Darger er fyrsta íslenska stutt- myndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Fen- eyjum. Þar verður hún sýnd dag- ana 8. og 9. september en Katrín Ólafsdóttir, framleiðandi hennar, verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverk- efnum eftir út fyrir landsteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvik- myndagerðin á Íslandi er svolít- ið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“ Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175- 05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leik- stýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveim- ur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningar- ráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæm- lega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlut- verkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verk- efni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verð- ur mjög áhugavert að sjá breyt- ingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verð- ur sýnd á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leik- stjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR: LEIÐINLEGT AÐ KOMAST EKKI ÚT Fyrsta íslenska stuttmynd- in sem keppir í Feneyjum Besti morgunmaturinn er The French Connection og Cappucci- no á Prikinu í góðra vina hópi á sunnudagsmorgnum. Rúna Sigurðardóttir viðskipta-og list- fræðinemi. Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verð- ur opnunarmynd hins nýja kvik- myndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum 15. septem- ber. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistar- senu sem ríkir í Reykjavík í dag. Árni segir það mikinn heiður að myndin hafi verið valin sem opnun- armynd bíóhússins og stendur hann nú í ströngu við að undirbúa frum- sýninguna. „Við erum bara í góðum fíling að undirbúa okkur. Við erum að vonast til að geta endurtekið leikinn frá því á Skjaldborg. Þá ríkti svakaleg stemning í salnum því fólk komst í svo mikið stuð við tónlistina sem spiluð er í myndinni. Partíið hélt svo áfram eftir mynd- ina og langt fram á nótt,“ segir Árni. Inntur eftir því hvort kalla megi Backyard íslensku útgáfuna af söng- myndinni Mamma Mía vegna lát- anna í salnum segir hann hlæjandi: „Já, það mætti segja að þetta sé hin íslenska Mamma Mía, fólk syngur með og kemst í mikið stuð.“ Upphaflega stóð til að Bíó Paradís mundi opna mun fyrr í mánuðin- um, hefði það gengið eftir hefði sú skrítna staða komið upp að enginn meðlimur hljómsveitanna sem komu fram í Backyard hefði getað verið viðstaddir frumsýninguna. „Fyrst leit út fyrir að engin af hljómsveit- unum gætu mætt á sýninguna því þær voru allar einhvers staðar úti í löndum. En þar sem dagsetning- in breyttist sýnist mér nú að allir nema tveir geti mætt, sem eru góðar fréttir,“ segir hann. Myndin hefur verið send á nokkr- ar kvikmyndahátíðir víða um heim og að sögn Árna hefur hann þegar fengið boð á nokkrar hátíðir. „Við erum bara að velta þessu fyrir okkur og spá í hvað við viljum gera.“ - sm Vonast eftir partístemningu MIKILL HEIÐUR Heimildarmynd Árna Sveinssonar, Backyard, verður opnunar- mynd Bíó Paradísar. Myndin sló í gegn á Skjaldborgarhátíðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. hljóm, 8. farfa, 9. rúmábreiða, 11. tveir eins, 12. vín- blanda, 14. menntastofnun, 16. átt, 17. gat á steðja, 18. kvenkyns hundur, 20. fyrir hönd, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. fita, 3. bor, 4. vitsmunamissir, 5. sigað, 7. naggrís, 10. kverk, 13. væl, 15. innyfla, 16. hlóðir, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. óm, 8. lit, 9. lak, 11. tt, 12. grogg, 14. skóli, 16. sv, 17. löð, 18. tík, 20. pr, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. al, 4. vitglöp, 5. att, 7. marsvín, 10. kok, 13. gól, 15. iðra, 16. stó, 19. ká. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I UNDIRBÝR ASÍUFÖR Ólafur Arnalds heldur til Kína í vikunni ásamt hljómsveit sinni en þau ætla meðal annars að spila á heimssýningunni í Sjanghæ. einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna Fatahönnuðirnir Coco og Selma Ragnarsdóttir hafa unnið baki brotnu í allt sumar við að hanna búninga sem Páll Óskar ætlar að klæðast á tónleikum sínum með Sinfóníu hljómsveit Íslands í nóvember. Búningarnir eru fimm talsins og verða allir handsaumaðir og klæðskerasniðnir á söngvarann. Coco, sem er íslenskur ríkisborgari en fæddur í Perú, hefur saumað mikið á Palla í gegnum tíðina, rétt eins og Selma. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem Coco hann- ar búninga á Palla alveg frá grunni. Stemningin var góð í Listasafni Reykjavíkur á föstudagskvöld þegar haustdagskrá Stöðvar 2 var kynnt. Gulldrengir stöðvarinnar, þeir Auddi og Sveppi, voru að sjálfsögðu staðnum ásamt Agli „Gilzenegger“ Einarssyni en saman hafa þeir fengið góð viðbrögð við þættinum Ameríski draumurinn. Hinir nýju gulldrengir stöðvarinnar stálu þó senunni í partíinu, eða strákarnir í Spaugstofunni sem færðu sig á dögunum yfir á Stöð 2 frá Sjónvarpinu. Þeir léku á als oddi í partíinu og virtust una hag sínum vel á nýjum slóðum. Sindri Már Sigfússon og félagar í Seabear eru þessa dagana í tónleika- ferð um Þýskaland til að fylgja eftir plötu sinni We Built a Fire. Um miðjan október ferðast hljómsveitin síðan til Bandaríkjanna. Í tilefni af þeirri tónleikaferð geta aðdáendur Seabear tekið þátt í samkeppni þar sem keppt er um bestu útgáfurnar af lögum sveitarinnar. Keppnin fer fram í gegn- um Youtube-síðuna og sigurvegarinn fær frítt inn á Seabear-tónleika og fær einnig að stíga upp á svið og flytja sigurlagið. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI EKKI TIL FENEYJA Katrín Ólafsdóttir fékk ekki styrk til að fylgja eftir stuttmynd sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.