Fréttablaðið - 07.09.2010, Side 1

Fréttablaðið - 07.09.2010, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 12 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður framtíðar- aðsetur nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um næst- komandi áramót. Tennisþjálfarinn Jón Axel Jónsson telur Íslendinga getað náð langt í tennis þótt mörgu sé ábótavant. Getum náð betri árangri É g held að við stöndum ágætlega að vígi, svona í ljósi aðstæðna. En betur má ef duga skal, við þurfum klárlega að vinna í því að lyfta íþróttinni á hærri stall,“ segir Jón Axel Jónsson tennisþjálfari sem er nýkominn til landsins frá Flórida, þar sem hann tók alþjóðaréttindi í tennis samhliða því að þjálfa.Óhætt er að segja að Jón A lunni rík i Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum 12.900 k r Borðsto fustólar í úrvali Verð frá 349.900 kr Leður b ogasófi Verð tómstundir og útivistÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 20102 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Tómstundir og útivist veðrið í dag 7. september 2010 209. tölublað 10. árgangur Innri friður Með því að leita inn á við geta allir fundið frið, segir andlegi leiðtoginn Prajnaparamita. allt 2 FÓLK Jakob Jakobsson veitinga- maður á Jómfrúnni í Lækjar götu mun reka veitingastað í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni sem nú rís við höfnina. Eiginmaður Jakobs, Guðmundur Sigurjónsson, og sonur hans, Jakob Einar Jakobs- son, koma einnig að staðnum. „Aðdáendur Jómfrúarinnar geta alveg verið rólegir, hún verð- ur áfram á sínum stað og í okkar höndum,“ segir Jakob Einar í sam- tali við Fréttablaðið. Hann segir veitingastaðinn ekki eiga að vera útibú frá Jómfrúnni heldur verði þetta algjörlega nýr staður. - fgg / sjá síðu 30 Nýr veitingastaður við höfnina: Jómfrúarmenn á leið í Hörpu Fréttablaðið er með 201% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 74,9% 24,9% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí til júlí 2010. LÉTTIR TIL MEÐ DEGINUM Í dag má búast við suðaustan strekkingi eða allhvössum vindi sunnan til en hægari vindi annars staðar. Súld á stöku stað V-lands og SA-til en birtir heldur til er líður á daginn. VEÐUR 4 15 14 17 14 13 Gleym mér ei Jónas Sen fór á afmælis- tónleika Sigfúsar Halldórs- sonar í Salnum. menning 20 Mikill hugsjónamaður Séra Árelíusar Níelssonar minnst á aldarafmælinu. tímamót 16 SKATTAMÁL Stóreflt skatteftirlit skil-aði á fjórða milljarð króna í ríkis- kassann í fyrra. Ríkisskattstjóri hefur fengið aukafjárveitingu til að fjölga eftirlitsfulltrúum sem verða á fimmta tug þegar ráðningarferlinu lýkur. Skattsvik hér á landi eru áætluð á bilinu 8,5 til 11,5 prósent af heildar- skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Svört atvinnustarfsemi er talin vera fimm til átta prósent af þeirri tölu og skattsvik vegna erlendra sam- skipta eitt til eitt og hálft prósent. Árið 2008 er talið að svikin hafi numið 45 til 60 milljörðum. Árið 2009 er tap hins opinbera metið á 40 til 53 milljarða, samkvæmt opin- berum tölum sem byggja á viðamik- illi úttekt á umsvifum skattsvika frá árinu 2004. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri telur að skattsvikin séu þó vanmetin. „Það er alveg ljóst að í þessari útrás sem var hér fyrir nokkrum árum fór ýmislegt fram hjá okkur. Þær upplýsingar sem hafa komið fram á undanförnum misser- um, til dæmis skýrsla rannsóknar- nefndarinnar, styðja það allt.“ Skúli treystir sér ekki til að meta hversu mikið vanmat stjórnvalda er. Skúli segir að markmið emb- ættisins sé að tryggja rétta skatta- álagningu ríkissjóðs og sveitar- félaga. „Við höfum gengið mjög langt í því að herða skatteftirlit á síðastliðnum tveimur árum og höfum fengið viðbótarfjárveitingu til að auka það eftirlit enn.“ Á þessu ári hefur eftirlitsfulltrúum verið fjölgað um sjö og fleiri munu bæt- ast við á þessu ári. Mannafl í skatt- eftirliti verður því á fimmta tug sem Skúli telur viðunandi. Hlutverk ríkisskattstjóra er að tryggja álagningu opinberra gjalda. Hlutverk embættis skattrannsókna- stjóra hins vegar er að annast rann- sóknir skattsvikamála og upplýsa skattsvik og önnur skattalagabrot. Starfsmönnum embættisins hefur verið fjölgað úr 21 í 31 á þessu ári. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknastjóri segir að á mála- skrá embættisins séu um 300 mál og „tugir mála í farvatninu“. Mörg þess- ara mála tengjast aflandsfélögum. - shá Stóreflt skatteftirlit skilaði milljörðum Ríkisskattstjóri telur að skattsvik séu vanmetin. Umfang skattsvika er metið 40 til 60 milljarðar síðustu tvö ár. Eftirlitsfulltrúum verður fjölgað í á fimmta tug. SAMGÖNGUR Reiðhjólaverkstæði hafa vart undan að þjónusta viðskiptavini sína og eru dæmi um að annir hafi aukist um allt að fjörutíu prósent síðustu tvö árin. „Við sjáum þetta vel á verk- stæðinu sem áður stóð ekki undir sér yfir vetrartímann en er nú fullt allan ársins hring,“ segir Ragnar Ingólfsson, sölu- stjóri hjá Erninum. Forsvars- menn annarra reiðhjólaverslana og -verkstæða á höfuðborgar- svæðinu hafa svipaða sögu að segja. Þá hefur sala á ýmsum vara- hlutum fyrir reiðhjól að sama skapi stóraukist. Einkum er um að ræða búnað sem tengist sliti reiðhjóla, svo sem tannhjól og dekk. Þykir þetta vera óyggj- andi vísbending um að lands- menn séu í stórauknum mæli farnir að nota hjól sem sam- göngutæki allt árið um kring. - jma / sjá Tómstundir og útivist Annir hafa aukist umtalsvert á reiðhjólaverkstæðum síðustu tvö árin: Reiðhjól eru vinsæll fararskjóti HJÓLAÐ Í LAUGARDALNUM Þrátt fyrir vætu á suðvesturhorninu að undanförnu er engin ástæða til að leggja hjólinu. Mikið annríki er hjá reiðhjólaverslunum og -verkstæðum allan ársins hring og hjólreiðafólk lætur veðrið ekki á sig fá, eins og sést á þessari mynd sem var tekin í Laugardalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Seljum okkur dýrt Ólafur Jóhannesson landsliðs þjálfari segir landsliðið ætla að berjast grimmilega gegn Dönum. sport 26 milljarðar eru talin neðri mörk áætl- aðra skattsvika á ári. Tap ríkis og sveitarfélaga gæti numið allt að 60 millj- örðum króna. 40 FÓLK Edward Nino Hernandez var á dögunum útnefndur minnsti maður í heimi í heimsmetabók Guinness. Þessi 24 ára gamli Kólumbíu- maður er aðeins 70 sentimetrar á hæð, vegur rétt um 10 kíló og vinnur fyrir sér sem dansari. Hann heldur titlinum þó varla lengi því Nepalbúinn Khagendra Thapa Magar er aðeins 56 senti- metrar á hæð og verður viður- kenndur af Guinness þegar hann verður 18 ára í næsta mánuði. Hernandez nýtur þó sviðsljóss- ins eins og er. „Ég er hamingju- samur því að ég er einstakur,“ segir hann. - þj Hamingjusamur methafi: 70 cm dansari minnstur allra HEIMSMETHAFI Edward Nino Hernand- ez er minnsti maður í heimi … Í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.