Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 2
2 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við MENNING Jónas Sen, tónlistar- maður og gagnrýnandi, hefur gengið til liðs við Fréttablaðið og mun eftirleiðis skrifa reglulegar greinar um tón- list og tónleika. Í fyrstu grein sinni í dag, skrifar Jónas um afmælistón- leika Sigfúsar Halldórssonar í Salnum í Kópa- vogi. Jónas hefur skrifað tónlist- argagnrýni fyrir ýmis dagblöð frá árinu 1993 og stýrt sjónvarps- þáttum um tónlist. Hann lék á hljómborð á tónleikaferðalagi Bjarkar Guðmundsdóttur 2007 og 2008. Fréttablaðið býður Jónas vel- kominn til starfa. - bs / sjá síðu 20 Nýr gagnrýnandi hefur störf: Jónas Sen skrif- ar um tónlist JÓNAS SEN ALÞINGI Ekki er útilokað að gripið verði til lagasetningar í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengis- tryggð lán, að sögn Árna Páls Árnasonar efna- hags- og við- skiptaráðherra. Árni Páll sagði á Alþingi í gær að vinna stæði yfir í ráðuneytinu við að undirbúa við- brögð við dómn- um, hver sem niðurstaðan yrði. Fljótlega eftir að dómur verði kveðinn upp megi vænta viðbragða ráðuneytisins, hugsanlega í formi lagasetningar. „Það kann að vera ástæða til lagasetningar í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar. Sérstaklega til að greiða úr óvissu og tryggja öllum sama rétt og koma í veg fyrir að fólk sé að fá mismunandi úrlausn eftir því hvernig formi samninga er háttað,“ sagði Árni Páll. - sh Viðbrögð við lánadómi: Lagasetning ekki útilokuð ÁRNI PÁLL ÁRNASON NEYTENDAMÁL Alla jafna er orðið of seint að bregðast við þegar almennir notendur verða varir við rafmagnstruflanir, að sögn Sigurðar Geirssonar, skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Flökt á ljós- um getur til að mynda verið merki um truflun í rafkerfinu. Í síðustu viku olli truflun hjá Norðuráli á Grundartanga keðjuverkandi áhrifum sem komu fram sem flökt í spennu um land allt og raf- magnsleysi á nokkrum stöðum. Fari rafmagn alveg af segir Sig- urður að ráðlegt kunni hins vegar að vera að slökkva alveg á við- kvæmum tækjum, svo sem tölv- um, ísskápum og sjónvarpstækj- um. „Þegar svona bilanir verða gerist það stundum þegar raf- magn er sett inn aftur að það dett- ur kannski út tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kemur inn.“ Þetta segir hann að gerist vegna þess álags sem verður á kerfinu þegar koma þarf aftur straumi á stór svæði. Þá segir Sigurður rétt að hafa vara á í þrumu- og eldingaveðrum og slökkva á raftækjum sem við- væm eru fyrir spennusveiflum. Annars segir Sigurður að fram- leiðendur raftækja geri almennt ráð fyrir því að þau þurfi að þola einhverjar sveiflur og því í raun ekki svo algengt að þau bili þótt smáflökt verði á rafmagninu. Hins vegar kunni slíkt flökt að verða til þess að notendur fari að huga að tækjum sínum og veiti þá jafnvel athygli bilunum sem þegar hafi verið til staðar, en tengi þær ranglega rafmagnsbiluninni. Frá því var greint í Fréttablað- inu í gær að á milli 30 og 40 til- kynningar um bilanir í raftækjum sem raktar hafi verið til straum- flöktsins í síðustu viku hafi skil- að sér til tryggingafélagsins VÍS. Tjón hafi orðið á tölvum og fleiri raftækjum. Ólafur Haukur Ólafsson, deildar- stjóri í tjónaþjónustu Trygginga- miðstöðvarinnar, segir að þar hafi til þessa komið tíu tilkyningar, allt vegna ísskápa sem hafi bilað. „Þetta er því ekki í stórum stíl,“ segir hann. Áður hafi viðkvæm- ustu tækin í slíkum aðstæðum oft reynst vera ljósritunarvélar, fax- tæki og símstöðvar fyrir þráð- lausa síma. Hjá Sjóvá lágu ekki fyrir upp- lýsingar um fjölda tilkynninga um tjón vegna straumrofsins fyrir helgi. Í verslunum sem selja tölvur og jaðartæki er hægt að kaupa vara- aflgjafa sem jafna straum til tölva og veita ráðrúm til að slökkva á þeim fari rafmagn. Þá er líka sums staðar að fá fjöltengi sem eru með innbyggðri straumjöfnun. olikr@frettabladid.is Vissara að slökkva á viðkvæmum tækjum Þurft gæti nokkrar tilraunir til að koma á rafmagni á ný fari það á stórum svæðum. Þá er vissara að hafa aðgát vegna viðkvæmra raftækja. Nokkuð hefur verið um að fólk leiti til tryggingafélaga með biluð tæki eftir truflanir nýverið. Í RAFTÆKJAVERSLUN Framleiðendur raftækja gera alla jafna ráð fyrir því að þau þurfi að þola einhverjar spennusveiflur. Þau eru þó misviðkvæm. Eitthvað hefur verið um að ísskápar og tölvur hafi bilað eftir truflun sem varð í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Málflutningur fór fram í Hæstarétti í gær- morgun í máli Lýsingar um vexti á gengistryggðu bílaláni. Þar með gæti óðum styst í að skorið verði úr óvissunni sem hvílt hefur á þúsundum landsmanna um vaxtakjör slíkra lána. Þetta tiltekna mál snýst um gengistryggt lán sem hvíldi á Grand Cherokee-jeppa sem maður tók á kaup- leigu árið 2007 hjá Lýsingu. Maðurinn borgaði af bíln- um fram á vor 2009 en skilaði bílnum þremur mánuð- um síðar. Lýsing stefndi honum síðan vegna vanskila. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi að lánið skyldi bera óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands í stað hinna lágu erlendu samningsvaxta. Samkvæmt hér- aðsdómi skuldar maðurinn því Lýsingu tæpar 800 þúsund krónur – hefðu erlendu samningsvextirnir verið látnir gilda hefði skuldin hrapað í 120 þúsund krónur. Talið er að dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi við uppgjör annarra gengistryggðra lána. Um 40.000 einstaklingar eru með gengistryggð bílalán, og eru þá ótalin gengistryggð húsnæðislán. Það kemur því í ljós innan tíðar hvort Hæstiréttur taki undir með Héraðsdómi. Fyrstu dómar Hæsta- réttar eftir sumarfrí verða kveðnir upp eftir tíu daga. Óvíst er hvort það tekst að fella dóm í málinu á þeim tíma, en ólíklegt er að meira en fjórar vikur verði í að slegið verði á óvissuna um vaxtakjör gengistryggðra lána. - lpa Mikill fjöldi fylgdist með málflutningi í máli um vexti á gengistryggðu láni: Styttist í dóm Hæstaréttar MIKILL FJÖLDI Þéttsetið var í Hæstarétti þegar málflutningur hófst og þurfti að vísa mörgum frá, meðal annars fjölmiðla- fólki. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA LÖGREGLUMÁL Gunnar Rúnar Sigur- þórsson, sem játaði á laugardag að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var látinn sýna lögreglu hvar hann hefði hent munum sem tengjast manndrápinu. Hann vís- aði á smábátahöfnina í bænum. Auk fatnaðar, sem kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra fundu í höfninni, hefur nú komið í leitirn- ar hnífur sem svipar til þess sem notaður var við verknaðinn. Það voru tveir fimmtán ára pilt- ar sem gáfu sig fram við lögreglu um helgina og framvísuðu hnífi sem þeir höfðu fundið í smábáta- höfninni í Hafnarfirði. Þeir munu hafa fundið hnífinn fyrir nokkrum dögum og tekið hann til handar- gagns. Ekki áttuðu þeir sig á mögu- legum tengslum við rannsóknina á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni fyrr en þeir fréttu af því að kafar- ar lögreglu væru við leit að morð- vopninu í smábátahöfninni. Hnífurinn, sem svarar vel til lýsingar og hugmynda sem lög- reglan hefur af morðvopninu, verður sendur á rannsóknarstofu lögregluyfirvalda í Svíþjóð til rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar mun síðan skera úr um hvort hnífurinn tengist málinu. Þá er von á niðurstöðum hlutasýna sem send voru út í vikunni. - jss KAFARAR Leit hefur verið hætt í smá- bátahöfninni í Hafnarfirði. Tveir fimmtán ára piltar fundu hníf sem talinn er vera morðvopnið í Hafnarfirði: Gunnar Rúnar látinn vísa á muni LÖGREGLUMÁL Svifryksmælir sem Umhverfisstofnun hefur rekið í Vík í Mýrdal frá því í vor var stolið um helgina og fannst síðar á golfvelli bæjarins. Nauðsyn- legt reyndist að flytja mælinn til Reykjavíkur til viðgerða. Á vef Umhverfisstofnunar segir að þjófarnir hafi þurft að leggja nokkuð á sig við verknað- inn. Mælirinn vegur um sjötíu kíló og var festur við staur í fjögurra metra hæð. Stöðin, sem hefur mælt svifryk við Raufarfell undir Eyjafjöllum, er nú í Reykjavík vegna viðhalds og kvörðunar og þar af leiðandi falla svifryksmælingar á Suður- landi niður um tíma. - shá Svifryksmæli stolið: Fannst bilaður úti á golfvelli Ólafur, ertu stór í Kína? Ég er 1,87 á hæð og alla vegana eitthvað yfir meðallagi. Ólafur Arnalds tónlistarmaður spilar á heimssýningunni í Shanghæ á föstudag, en hann nýtur nokkurra vinsælda þar í landi. HEILBRIGÐISMÁL Tekist hefur að lækka launakostnað Landspítalans um tæpan milljarð á fyrstu átta mánuðum þessa árs borið saman við rekstur spítalans árið 2009. Þetta kemur fram í mánudags- pistli Björns Zoëga, forstjóra LSH. Spítalinn hefur sparað um tíu pró- sent í rafmagnsnotkun, fjórtán prósent í heitu vatni, 33 prósent í pappír, þrjátíu prósent í blek- hylkjum í prentara og annað eins í einnota eldhúsáhöldum, að því er kemur fram í pistli forstjórans. - shá Rekstur Landspítalans: Lækkuð laun skila milljarði FÆREYJAR Jóhanna Sigurðardóttir hélt í gær í opinbera heimsókn til Færeyja. Á færeyska vefnum Vagapor- talurinn kemur fram að heimsókn Jóhönnu fari mjög fyrir brjóstið á Jenis av Rana, formanni Miðju- flokksins í Færeyjum og þing- manni á Lögþinginu. Vegna kyn- hneigðar Jóhönnu hefur hann neitað að mæta til kvöldverðar- boðs sem Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur boðið til með Jóhönnu og Jónínu Leós- dóttur. Jenis segir að heimsókn Jóhönnu og eiginkonu hennar sé beinlínis ögrun og alls ekki í takti við kennisetningar Biblíunnar. Í heimsókninni mun Jóhanna funda með lögmanni Færeyja, hitta færeysku ríkisstjórnina og kynna sér menningu og sögu Fær- eyja. - jhh Jóhanna heimsækir Færeyjar: Vill ekki snæða með Jóhönnu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.