Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 4
4 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is SAMGÖNGUR Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafn- ar féllu niður í gær vegna uppsafn- aðs gosefnis frá Eyjafjallajökli í innsiglingu hafnarinnar. Vegna veðurs var svo fallið frá því að reyna að sigla á flóðinu síðdegis, að sögn Guðmundar Nikulássonar, framkvæmdastjóra Eimskips inn- anlands. Hálfur annar mánuður er síðan Landeyjahöfn var formlega opnuð fyrir siglingar Herjólfs milli lands og Eyja. Næstu daga siglir Herjólfur eftir „sjávarföllum og áætlun sem unnin er í samráði við Siglingastofnun“ að því er fram kemur á vef Vega- gerðarinnar. Gert er ráð fyrir því að fara þrjá ferðir á dag og þarf því ekki að sigla til Þorlákshafnar. Áður voru farnar tvær ferðir á dag þangað. Dýpkunarskipið Perlan býður færis í Reykjavík og gæti verið komið í Landeyjahöfn á fimmtu- dag, en veður hamlaði för í gær. Þó fór sérfræðingur Siglingastofnunar með lóðsinum í Vestmannaeyjum og gerði bráðabirgðamælingar á dýpt í Landeyjahöfn. Guðmundur segir að í gær hafi verið farið yfir flóðatöflur og búin til áætlun, en ráð sé fyrir því gert að hratt gangi við dýpkun innsigl- ingarinnar þegar hafist verði handa við hana á fimmtudag, jafnvel svo að hægt verði að fjölga ferðum á laugardaginn. Vegna veðurhæðar og hliðar- vinds segir Guðmundur hins vegar að skipstjóri Herjólfs hafi fallið frá ferðum í gær. Herjólfi verður siglt eftir sjávarföllunum Uppsafnað gosefni frá Eyjafjallajökli í innsiglingu Landeyjahafnar stöðvaði ferðir Herjólfs í gær. Ekki verða teknar upp ferðir til Þorlákshafnar á ný. Áfram verða ferðir í Bakkafjöru, en eftir sjávarföllum og í samráði við Siglingastofnun. Á vef Siglingastofnunar er bent á að Herjólfur risti metra dýpra en ferja sem áætlað var að smíða sérstaklega fyrir þessar sigling- ar. Guðmundur segir að inna verði samgönguráðherra eftir því hvort taka eigi upp að nýju ráðagerðir um nýja ferju. Hins vegar nýtist Herjólfur ágætlega enn um sinn, þar sem ýmsum þáttum í hönnun hafnarinnar hafi verið breytt svo hann gæti farið þar um. Herjólfur taki hins vegar á sig meiri vind en skipið sem ráðgert var að nota og því sé reiknað með að allt að 15 pró- sent ferða kunni að falla niður yfir vetrartímann. „En það er ágætismál að prufu- keyra þessa höfn með Herjólfi,“ segir Guðmundur, því þá verði komin slík reynsla á siglingarnar að allar þarfir liggi vel fyrir þegar að því kemur að panta nýtt skip. olikr@frettabladid.is Siglingar Herjólfs út vikuna Dagur/staður tími tími tími Þriðjudagur 7. september Frá Vestmannaeyjum 06.00 14.30 17.30 Frá Landeyjahöfn 07.30 16.00 19.00 Miðvikudagur 8. september Frá Vestmannaeyjum 06.00 15.00 18.00 Frá Landeyjahöfn 07.30 16.30 19.30 Fimmtudagur 9. september Frá Vestmannaeyjum 06.30 15.30 18.30 Frá Landeyjahöfn 08.00 17.00 12.00 Föstudagur 10. september Frá Vestmannaeyjum 07.00 16.30 19.30 Frá Landeyjahöfn 08.30 18.00 21.00 Laugardagur 11. september Frá Vestmannaeyjum 07.30 20.00 - Frá Landeyjahöfn 09.00 21.30 - FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R STJÓRNSÝSLA Vestmannaeyjabær á ekki við fjárhagsvanda að stríða, samkvæmt sameiginlegu mati Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum. Þetta var niðurstaða fundar sem fulltrúar nefndarinnar áttu með bæjaryfirvöldum. Óskað var eftir fundinum í kjölfar þess að nefndin sendi bæjaryfirvöldum bréf þar sem skuldir voru yfir 150 prósent af tekjum. Nefndin ítrekar í tilkynningu að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og engin vandkvæði í fjár- málum Vestmannaeyjabæjar fyrirsjáanleg. - bj Eftirlitsnefnd um fjármál: Ekki fjárhags- vandi í Eyjum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 20° 18° 18° 14° 17° 18° 18° 24° 19° 29° 30° 33° 18° 22° 18° 17°Á MORGUN 10-15 m/s S-lands, annars hægari. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s, hvassast syðst. 15 15 14 18 17 17 14 12 13 13 8 9 8 4 5 4 8 7 6 10 17 6 14 13 14 12 12 13 12 14 12 12 HVASSAST SYÐST Í dag og á morgun verður strekkingur eða allhvasst við suðurströndina en á fi mmtudaginn lægir heldur. Ann- ars staðar verður fremur hægur vind- ur. Á morgun má búast við töluverðri rigningu SA-til en minni úrkomu ann- ars staðar. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Ögmundur Jónasson, nýr samgönguráðherra, hyggst ekki stöðva neinar vegaframkvæmdir sem þegar eru komnar á áætlun. Þetta sagði hann í svari til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, á Alþingi í gær. Bjarni spurði Ögmund um fyr- irætlanir hans í vegamálum og afstöðu hans til einkaframkvæmda á því sviði, meðal annars í ljósi þess að Ögmundur studdi ekki lög um stofnun hlutafélaga um vega- framkvæmdir á sínum tíma. „Ég mun ekki bregða fæti fyrir nein þau áform sem þegar eru í pípunum,“ svaraði Ögmundur. Hann myndi funda síðar um dag- inn með Kristjáni Möller, fyrrver- andi ráðherra, og til stæði að funda með Vegagerðinni og lífeyrissjóð- unum um þessi mál í dag. „Það er rétt að ég hef haft efa- semdir um ágæti einkafram- kvæmda í vegamálum sem öðrum málum,“ sagði Ögmundur. Hann væri jafnframt hlynntur því að nota lífeyrissjóðina til að byggja upp stoðkerfið í samfélaginu. Hann sagðist ekki leggja gjald- töku í vegakerfinu að jöfnu við gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, en engu að síður þyrfti að huga að því hvað slíkt gjald er hátt og hvert það rennur. - sh Ögmundur Jónasson samgönguráðherra fundar með lífeyrissjóðum í dag: Mun ekki stöðva vegaframkvæmdir ÖGMUNDUR JÓNASSON Útilokar ekki vegtolla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝJA-SJÁLAND, AP Jarðskjálftinn sem lagði um 500 hús í rúst í borginni Christchurch á Nýja- Sjálandi á föstudag gæti hægt verulega á efnahagsbatanum á svæðinu, segir John Key, forsæt- isráðherra Nýja-Sjálands. „Þetta mun hafa umtalsverð áhrif á efnahag svæðisins og landsins alls, en þau áhrif verða tímabundin,“ segir Key. Hag- vöxtur hefur verið jákvæður í landinu síðustu sex mánuði, eftir átján mánaða niðursveiflu. Talið er að allt að 100 þúsund af 160 þúsund heimilum í Christchurch og nágrenni hafi skemmst. Tjónið hefur ekki verið metið, en það mun nema jafnvirði tuga milljarða króna. - bj Skjálftinn hefur víðtæk áhrif: Hægir á efna- hagsbatanum ENDURREISN Yfirvöld í Christchurch hafa þegar látið rífa hús sem hætta þótti stafa af vegna skemmda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Rostungurinn sem kom í land við Flateyjardal fyrir helgi var heppinn að sleppa lifandi. Fyrir hugað var að skjóta dýrið þar sem það var talið illa sært. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að um misskilning hafi verið að ræða og við nánari athugun hafi ekki reynst mikið að rostungnum. Rostungurinn stakk sér enda aftur til sunds og hefur ekki til hans spurst síðan. Ekki er óalgengt að rostungar komi á land á Íslandi og reynast þeir oft hinir gæfustu. Dýrin eru alfriðuð. - sv Rostungurinn á Flateyjardal: Stakk sér til sunds að nýju ROSTUNGURINN Dýrið lét fara vel um sig í fjörunni á Flateyjardal. MYND/VÍÐIR Verð á kókaíni hækkar Kókaín virðist aldrei hafa verið dýrara en nú. Grammið kostar um 15.800 krónur samkvæmt nýrri verðkönnun SÁÁ. Hins vegar hefur verð á kanna- bisefnum lækkað mikið eftir sumarið og kostar grammið nú 2.500 krónur. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Actavis lýtur fullkomn- um yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmda- stjórnar ESB. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- maður Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, segir tilkynninguna snúa að fjárhagslegri endurskipulagningu á Actavis. Um sé að ræða „tækni- legt atriði“ þar sem bankinn sé að leggja fram til samþykktar samn- ing um fjárhagslega endurskipu- lagningu. - þþ Deilt um eignarhald Actavis: Þýskur banki með yfirráðin Allir á batavegi eftir bílslys Allir farþegar bílsins og ökumað- ur sem lentu í alvarlegu bílslysi á Nýbýlavegi aðfaranótt föstudags, eru nú á batavegi. Slösuðust tveir alvarlega og var einum haldið sofandi í öndunarvél. Þeir eru nú báðir einnig á batavegi. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 06.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,7359 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,04 117,60 179,77 180,65 150,69 151,53 20,237 20,355 19,123 19,235 16,198 16,292 1,3886 1,3968 177,47 178,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.