Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 6
6 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www. kontakt.is. Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn. Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. • • • • • • • • • • • • • • DANMÖRK Hópur danskra geim- áhugamanna þurfti að hætta við fyrirhugað eldflaugarskot á sunnu- dag vegna bilunar í eldflaug. Hóp- urinn hefur það að markmiði að koma manni út í geim. Áhorfendur biðu spenntir þegar eldflaugin átti að taka á loft frá fljótandi skotpalli skammt frá Borgundarhólmi, en urðu fyrir vonbrigðum þegar eldflaugin gaf frá sér lítinn reykjarhnoðra og gerði sig ekki líklega til frekari afreka þann daginn. Markmið hópsins, sem kallar sig Copenhagen Suborbitals, var að koma eldflauginni, sem er um níu metra löng og vegur 1,6 tonn, í 30 kílómetra hæð. Með í för var dúkka í mannsmynd. Lokamarkmið hóps- ins er að senda fólk út fyrir gufu- hvolf jarðarinnar, og þar með út í geiminn, í skamma stund áður en eldflaugin snýr aftur til jarðar. „Við munum ekki skipta út dúkk- unni fyrir alvöru manneskju fyrr en við höfum séð eldflaugina ná í rétta hæð nokkrum sinnum,“ sagði Kristian von Bengtson, talsmaður Copenhagen Suborbitals, við BBC eftir að skotið hafði misheppnast. Hópurinn áformar að bjóða áhugasömum geimferðamönnum upp á stuttar ferðir út í geim á mun ódýrari hátt en aðrir. Á móti munu ferðalangarnir sem taka sér far með þeirra geimflaugum njóta takmarkaðra þæginda, enda lítið pláss í stjórnklefanum. Geimferjan sem farþegar munu sitja í er rétt rúmlega axlabreitt rör sem geimfararnir væntanlegu standa eða sitja í. Þeir munu geta séð allt í kring og ætti útsýnið að vera magnað ef eldflaugin nær að koma geimferjunni í nægilega mikla hæð til að fara út fyrir gufu- hvolf jarðar. Ætlunin er að geim- ferjan sveigi skömmu síðar aftur að jörðu. Fallhlífar eiga að tryggja að farþeginn lifi af lendingu geim- ferjunnar á sjónum. „Það gæti tekið meira en þrjú ár, en gæti tekið innan við tíu ár. Það er erfitt að segja af því við erum ekki að reyna að drepa okkur á þessu, við höfum bara gaman af þessu,“ segir von Bengtson. Við skoðun á eldflauginni kom í ljós að leiðsla fyrir fljótandi súr- efni, sem er afar kalt, hafði stífl- ast og kom það í veg fyrir eld- flaugaskotið. Ekki var hægt að gera við eldflaugina á sunnudag og því varð ekkert úr eldflaugar- skotinu. Dönsku geimáhugamennirnir hafa fengið afnot af heræfinga- svæði danska sjóhersins við Borgundarhólm til 17. september, og eru vongóðir um að koma eld- flauginni á loft fyrir þann tíma. Takist það ekki gætu þeir þurft að bíða með eldflaugarskotið fram á næsta ár. brjann@frettabladid.is Hnökrar á danskri geimferðaáætlun Tilraun danskra geimferðaáhugamanna til að skjóta á loft eldflaug sem á að geta flutt menn út í geim mistókst á sunnudag. Vonast til að geta komið manni út fyrir gufuhvolfið innan tíu ára. Stefna á að gera aðra tilraun bráðlega. 6 mínútur í keilu eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SKOTPALLUR Danskir geimáhugamenn höfðu fengið leyfi til að skjóta eldflaug á loft frá fljótandi skotpalli. Pallurinn var byggður sérstaklega fyrir verkefnið á hafsvæði skammt frá Borgundarhólmi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni og gegn sóttvarnalögum. Manninum, sem er íslenskur en nú búsettur í Gautaborg í Svíþjóð, er gefið að sök að hafa að morgni sunnudagsins 10. maí á síðasta ári veist með ofbeldi að lögreglu- manni sem var við skyldustörf. Atvikið átti sér stað á þáver- andi heimili árásarmannsins í Reykjavík. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa stungið blóðugum fingri sínum í munn lögreglumannsins. Árásarmaðurinn vissi að hann var smitaður af lifrarbólgu C og stofn- aði þannig á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu lögreglumannsins í aug- ljósan háska enda hætta á því að hann smitaðist af sjúkdóminum. Skammt er um liðið síðan tveir handrukkarar voru ákærðir fyrir gróf ofbeldisverk gegn ungum manni. Annar handdrukkarinn stappaði á manninum, hótaði að smita hann af lifrarbólgu, ógnaði honum með blóðugri sprautunál, sem hann stakk síðan í eyrnasnepil hans. Sá sem stunginn var greindist síðan með lifrarbólgu C. Hann gerir kröfu um ríflega fjögurra millj- óna króna bætur. - jss HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn er ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Karlmaður smitaður lifrarbólgu C veittist að lögreglumanni í Reykjavík: Stakk blóðugum fingri upp í lögreglu EFNAHAGSMÁL Tekjuhalli hins opin- bera var 30 milljarðar á öðrum ársfjórðungi ársins, sem er tals- vert betri afkoma en á síðasta ári þegar tekjuhallinn var 42 millj- arðar á sama tíma. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Þar segir jafnframt að tekju- hallinn hafi einnig lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu, frá 11 prósentum í fyrra niður í 8 prósent nú. Þessa bættu afkomu megi fyrst og fremst skýra með auknum skatttekjum, en þær hafa hækkað verulega milli tímabila á sama tíma og dregið hefur verulega úr fjárfestingu hins opinbera, eða um tæplega þriðjung. Heildartekjur hins opinbera námu 162 milljörðum á öðrum fjórðungi í ár, samanborið við 147 milljarða króna á sama tíma 2009. Tekjuhækkunin skýrist fyrst og fremst af 6,6 milljarða króna auknum tekjum af tryggingagjöld- um milli ára og um 5,7 milljarða króna meiri tekjum af tekjuskött- um. Á sama tíma jukust heildar- útgjöld hins opinbera um 2,3 pró- sent milli ársfjórðunga, úr tæplega 189 milljörðum króna 2009 í ríflega 193 milljarða króna 2010. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.636 milljörðum í lok annars árs- fjórðungs, eða 106 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins. - þj Tekjuhalli hins opinbera minnkar milli ára: Auknar skatttekjur laga halla BATI Tekjuhalli hins opinbera á öðrum ársfjórðungi er minni nú en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Er það rétt hjá fangelsisyfirvöld- um að banna fæðubótarefni í fangelsum? JÁ 89,1% NEI 10,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í leikhús í vetur? Segðu skoðun þína á visir.is AKRANES Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi segir aðkallandi að byggja tíu hjúkrunarrými til að fækka fjölbýlum á heimilinu. „Það reynist sífellt erfiðara að fá fólk til að búa í tvíbýli og þau tvíbýlisherbergi sem boðið er upp á eru álíka stór og krafa Félags- og tryggingamálaráðuneytisins er um einbýli í dag,“ segir í fundar- gerð framkvæmdaráðs Akraness. Framkvæmdasjóður aldraðra mun veita 113 milljóna styrk en Akra- neskaupstaður og Hvalfjarðarsveit myndu greiða afganginn. - gar Vilja byggja við dvalarheimili: Æ færri fást í tvíbýlisherbergi KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.