Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 8
 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR verð- samanburð Gerðu Vnr. 0013256 Byggingatimbur Byggingatimbur, VI flokkur, 25x150 mm. á öllu þakefni í BYKO! Vnr. 81966040 Þolplast- límband SIGA SICRALL þolplast- límband, 60 mm, 40 m. 6.990kr./rúllan kr./ pk. kr./ lm. Verð frá kr./ rúllan kr./ lm. 27% afsláttur Vnr. 33196581 Þaksaumur GBO þaksaumur, 60x3,7 mm, 100 stk. í pakka. 1.790 1.690 5.950 kr./ lm.66 kr./ pk.5.390 829 Vnr. 0231250/400 Bárustál Bárustál, 99 cm, litað eða alusink. Vnr. 53504030 Þolplast Þolplast, 2,8x10 m, 0,2 nm. Vnr. 0024509 Burðarviður Burðarviður T1, heflaður, 50x255 mm. Vnr. 0011251 Byggingatimbur Byggingatimbur 25x25 mm. Vnr. 0212003 Þakull Þakull, 200 mm, 2,69 m2 FRÁBÆ RT VERÐ Í SEPTE MBER! á virðisaukaskatti af keyptri vinnu á byggingastað og allt að 300.000 kr. frádráttur frá skattstofni. 100% endurgreiðsla EFNAHAGSMÁL Arion banki og KB ráðgjöf hafa hætt að bjóða upp á nýja samninga í lífeyrissparnað- arleiðinni Vista á meðan bankinn endurskoðar reglur um upphafs- þóknun í kaupsamningunum. Fréttablaðið fjallaði um málið í síðustu viku og segir Iða Brá Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Arion banka, að ákveðið hafi verið að hætta að gera nýja samninga við sjóðfélaga um viðbótarlífeyrissparnað í Vista á meðan efni fréttarinnar sé skoðað innan bankans. „Það hefur verið um nokkurt skeið unnið að breytingum á Vista í samráði við eftirlitsaðila. Og þær breytingar snúa meðal annars að ákveðnum reglum sjóðsins um upphafsþóknun,“ segir Iða Brá. Olaf Forberg, framkvæmda- stjóri KB ráðgjafar, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að staðfesta að sölu á Vista hafi verið hætt á meðan vörsluaðili, Arion banki, fari yfir málavexti. Þeir viðskiptavinir Arion banka sem hafa keypt sér séreignar- sparnaðarleiðina Vista hjá KB ráð- gjöf gætu átt yfir höfði sér tugþús- unda bakreikninga frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningsins til þess áttunda, renna ekki í lífeyrissparn- að viðskiptavina, heldur í upphafs- þóknun til KB ráðgjafar. Eru það fjögur prósent af heildartekjum viðskiptavina Vista, fyrir skatt. Lífeyrissparnaður er undanþeg- inn skatti, en önnur afleidd gjöld eins og upphafs- og söluþóknanir til þess fyrirtækis sem á og rekur vöruna, eru það ekki. Þetta gerir það að verkum að Ríkisskattstjóri hefur heimild til þess að fara allt að sex ár aftur í tímann og rukka inn vangoldin skattgjöld af þess- um sex mánaðargreiðslum hjá viðskiptavinum Vista. „Þetta fyrirkomulag hefur verið til skoðunar hjá ýmsum fyrirtækjum sem eru að versla með vöru eins og séreignarsparn- að,“ sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu og fyrrverandi ríkisskatt- stjóri, í samtali við Fréttablaðið. „Þau vilja meina að þetta sé heim- ilt og það hefur verið ágreiningur við skattayfirvöld um það.“ sunna@frettabladid.is KB ráðgjöf hættir með Vista sparnað KB ráðgjöf og Arion banki hafa sett lífeyrissparnaðarleið Vista á bið sökum umfjöllunar Fréttablaðsins um samningana í síðustu viku. Reglur um skatt- skyld upphafsþóknunargjöld í samningunum eru til endurskoðunar. KB RÁÐGJÖF Sölu á lífeyrissparnaðarleiðinni Vista hefur verið hætt á meðan Arion banki fer yfir stöðu mála. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PAKISTAN, AP Í það minnsta sautján manns, lögreglumenn og óbreyttir borgarar, féllu þegar sjálfsmorðs- sprengjumaður sprengdi bíl sinn í loft upp bak við lögreglustöð í norð- vesturhluta Pakistan í gær. Um 40 til viðbótar særðust í árásinni og óttast var að fleiri lægju grafnir undir rústum lög- reglustöðvarinnar. Fjögur börn á leið í skóla og fjórir aðrir óbreytt- ir borgarar féllu í árásinni, auk níu lögreglumanna. Björgunarmenn beittu stórvirk- um vinnuvélum til að hreinsa rústir lögreglustöðvarinnar. Í rústunum mátti sjá skólabækur og skólatösku, auk illa farinna bíla og mótorhjóls. Talsmaður uppreisnarmanna úr röðum talibana sagði tali- bana bera ábyrgð á árásinni. Hún kemur í kjölfar hrinu mannskæðra sprengjuárása í Pakistan síðustu daga. Talið er að með árásunum séu talibanar að reyna að veikja pakist- önsk stjórnvöld. Þau þykja standa veikum fótum eftir hamfaraflóð sem gengið hafa yfir landið undan- farnar vikur. Talsmaður talibana hótaði frek- ari árásum gegn lögreglu og öðrum óvinum talibana á næstunni. - bj Talibanar í Pakistan reyna að veikja stjórnvöld enn frekar með sprengjuárásum: Sjálfsmorðssprengja banar sautján ÁRÁS Sjálfboðaliðar bera mann sem slasaðist illa á höfði úr sjúkrabíl inn á spítala þar sem gert var að sárum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Ríkisstjórn Baracks Obama ætlar að eyða um 50 millj- örðum Bandaríkjadala, jafnvirði 5.850 milljarða króna, til að end- urnýja vegakerfi, járnbrautir og flugvelli. Áformunum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landsins. Þessar gríðarlegu fjárfestingar í innviðum landsins eru hluti af aðgerðaáætlun Obama sem kynnt verður á næstunni. Talið er að forsetinn vilji koma áætlun- inni af stað fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Leggja á 50 milljarða Bandaríkja- dala í verkefnið strax í ár, en verk- efnið á að standa í sex ár. Ljóst er að frekari fjármunum verður varið til uppbyggingarinnar á næstu árum. Obama mun leita ýmissa leiða til að borga fyrir efnahagsaðgerðirnar. Eitt af því sem hann hefur til skoð- unar er að taka fyrir ýmiss konar skattaafslátt sem framleiðendur olíu og gass hafa notið undanfarið. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú um 9,6 prósent. Skoðana- kannanir sýna að flokksbræð- ur Obama í Demókrataflokknum standa afar illa fyrir kosningarnar í nóvember. Stjórnmálaskýrend- ur telja það hluta af skýringunni á því að Obama ákveði að leggja í svo kostnaðarsamar aðgerðir í efnahagsmálum. - bj Bandaríkjaforseti tilkynnir um efnahagsaðgerðir sem ráðist verður í á næstunni: Leggur milljarða í samgöngur FRAMKVÆMDIR Endurnýja á um 240 þúsund kílómetra af vegum, auk viðhalds á járnbrautakerfi og flugbrautum samkvæmt áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.