Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 12
12 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Atvinnumál Birkir Jón Jónsson alþingismaður HALLDÓR Það er ástæða til að óska nýjum ráð-herrum og ríkisstjórninni í heild sinni velfarnaðar í erfiðum og vandasömum störfum. Mikil togstreita og vandræða- gangur hefur einkennt stjórnina við ráð- herraskiptin eins og í svo mörgum öðrum málum. En boða þessi tímamót einhverjar breytingar fyrir samfélagið okkar? Meðal iðnaðarmanna, verkfræðinga, fólks án atvinnu og fleiri hópa í samfélag- inu hafa heyrst áhyggjuraddir um hvað og hvort yfirhöfuð eitthvað eigi að gera í atvinnusköpun í samfélaginu. Öfl innan ríkisstjórnarinnar virðast ekki kæra sig um að mikilvægar framkvæmdir verði að veruleika, heldur eigi „eitthvað annað“ að taka við. Þetta gamalkunna stef er vel þekkt frá fyrri árum en í dag er ekki hægt að leyfa sér slíkan málflutning án þess að útskýra hvað nákvæmlega er átt við með því og án þess að efndir fylgi orðum. Ann- ars er aðeins um marklaust orðagjálfur að ræða. Það að hundruð Íslendinga flytji af landi brott í hverjum mánuði og að atvinnuleysi 13.000 Íslendinga sé bláköld staðreynd kallar á aðgerðir stjórnvalda en ekki aðgerðarleysi. Það að slíkur fjöldi fólks sé nú án atvinnu kostar ríkissjóð rúmlega 20 milljarða á ári hverju. Eftir að hafa hlustað á forystu ríkis- stjórnarinnar í kjölfar breyttrar liðskip- unar hefur komið í ljós að þótt nýir ein- staklingar sitji við stjórnarborðið – þá hefur stefnan í raun ekkert breyst. Aðeins er um að ræða nýtt vín á gömlum belgj- um. En stefnunni verður einfaldlega að breyta. Nú á enn að hækka skatta á heim- ili og fyrirtæki, til viðbótar þeim hækkun- um sem voru framkvæmdar á síðasta ári. Ef ríkisstjórnin fer ekki að vakna upp af þeim draumi að endalaust megi að hækka álögur á heimili og fyrirtæki er illa fyrir okkur komið. Við þurfum stjórnvöld sem stuðla að aukinni atvinnusköpun og þar með skatttekjum í stað bótagreiðslna. Við- spyrnan þarf að hefjast nú þegar – það má ekki draga hana lengur. Reyndar er það svo, ef stöðugleikasátt- málinn sálugi er lesinn, að við blasir að ríkisstjórnin hefur svikið aðila vinnumark- aðarins og hækkað skatta á fjölskyldur og fyrirtæki í miklu meira mæli en þar var kveðið á um. Aðgerðir til að auka atvinnu og styðja við markmið aðila vinnumarkað- arins hefðu dregið úr skattahækkunum og niðurskurði. Því miður hefur ríkisstjórnin kosið aðrar leiðir. Ef fram heldur sem horf- ir á að velta enn frekari byrðum á heimili og fyrirtæki. Er ekki komið nóg? Og hvað svo? Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir: Rauðiklettur eftir John Woo : Askja, stofa 132, fimmtudagur 9. september, kl: 17:30 - 19:20 Kvikmyndin Rauðiklettur fjallar um örlagaþrungna stórorrustu sem átti sér stað við endalok Han tímans (208-209 e.kr.) og var upphaf sundrungartímabils í Kína. Leikstjórinn John Woo er þekktur fyrir stílmiklar og sjónrænar spennumyndir. Sýningin er öllum opin og án endurgjalds. Sýningartími 140 mín. Myndin er í tveimur hlutum og verður seinni hluti sýndur á sama tíma föstudaginn 17. september. Laganemar í forgang Tekist var á um hvernig gera skal upp gengistryggð lán í Hæstarétti í gær. Málið varðar marga og færri komust að en vildu í dómsalnum, enda var hann þéttsetinn laganem- um. Svo mikil var mannmergðin að margir fjölmiðlamenn sem hugðust fylgjast með því sem fram færi þurftu frá að hverfa. Nú skal ekki gert lítið úr mikilvægi þess að laganemar kynnist málarekstri sem þessum milliliðalaust. En svona uppákomur skapa hins vegar hættulegt fordæmi. Verður að breytast Ekki er víst að fjarvera fjölmiðla hafi komið mjög að sök í gær, enda er málflutningur fyrir Hæstarétti stórum endurtekið efni. En ástæða þess að réttarhöld eru fjölsótt er jafnan sú að þau þykja athyglisverð utan þess þrönga hóps sem málinu tengist. Þegar svo ber við er nauðsynlegt að fjölmiðlum sé tryggður aðgangur á undan öllum öðrum en málsaðilum sjálfum, því þannig er almenningi – eða þess hluta hans sem áhuga hefur á málinu – gert kleift að fylgjast með framvindunni. Mikilvægi þess í opnu og upplýstu samfélagi verður ekki ofmetið – sérstaklega þar sem fjöldi risavaxinna mála er líklega á leið fyrir dóm á næstu misserum. Flóttaleið frá fjölmiðlum Varla vilja margir að sakborningar sem hafa sitthvað að fela og vilja forðast fjölmiðlaumfjöllun geti þannig skipað handbendum sínum í hvert sæti dómsalarins með góðum fyrirvara svo enginn annar komist þar að? Það er ólíklegt. En miðað við gærdaginn er fátt sem kemur í veg fyrir það. stigur@frettabladid.is G ylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í viðtali hér í blaðinu í gær hversu nátengd kjaramál almennings eru ástandi gjaldmið- ilsins. Hann sagði meðal annars að launafólk gæti aldrei sætzt á að krónan yrði svo veik að Ísland væri samkeppnisfært við láglaunalönd í framleiðslu. Forseti ASÍ benti á það sem margir aðdáendur íslenzku krón- unnar vilja ekki ræða, að hinn „sveigjanlegi“ gjaldmiðill okkar er æ ofan í æ notaður til að hafa af fólki tekjur þess og eignir þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Lífskjör almennings eru færð niður til að bjarga afkomu útflutningsgreinanna svo að meiri gjaldeyrir komi inn í landið. Um leið og allt verður dýrara þegar innflutningur hækkar í verði rjúka bæði erlendar og verðtryggðar innlendar skuldir heimila og fyrirtækja upp. Stundum er eins og menn loki algjörlega augunum fyrir því að krónan hrundi. Á dögunum birtust til dæmis niðurstöður könnunar, sem sýndu að verðlag á mat og drykk á Íslandi væri orðið svipað og að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þóttu ýmsum vinum krónunnar og and- stæðingum ESB-aðildar góð tíðindi og þeir héldu því fram að þarna væri ein meginröksemd aðildarsinna, að ESB-aðild myndi lækka matarverð, rokin út í veður og vind. Þeir sem tala svona gleyma að taka með í reikninginn að matur og drykkur á Íslandi er eingöngu ódýrari fyrir þann sem fær launin sín í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Íslenzkt launafólk, sem hefur verið svipt kaupmætti sínum með lækkun krónunnar, er verr sett en áður. Allar tilraunir til að gera fjármagnskostnað íslenzks almennings sambærilegan við það sem gerist í nágrannalöndunum eru sömu- leiðis dæmdar til að mistakast á meðan við höldum í ónýtan gjald- miðil. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í vefritinu Press- unni eftir Guðstein Einarsson, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Hann reiknar út muninn á greiðslum af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenzkum krónum, verðtryggðu með fimm prósenta vöxtum í 25 ár og hins vegar af sambærilegu láni hjá evrópskum banka á evr- ópskum vaxtakjörum. „Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár,“ segir Guðsteinn og færir þannig rök fyrir því að skatturinn, sem krónan leggi á fjármögnun íslenzkrar fjölskyldu á meðalstóru húsnæði, sé um það bil þrjátíu milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson segir að Alþýðusambandið styðji aðildar- viðræður við Evrópusambandið vegna þess að reynslan sýni að sveigjanlegur gjaldmiðill sé bara notaður til að taka af fólki kaupið. „Alþýðusambandið er ekki með kröfu um að gengið verði í Evrópu- sambandið hvað sem það kostar, en þetta er partur af umræðu um kjarasamninga, vegna þess að ég held að menn geti ekkert blekkt sig í því að krónan verði stöðugri en áður.“ Þeir, sem vilja tryggja kjör íslenzks almennings til frambúðar og stemma stigu við hinum gamla vítahring víxlhækkana launa og verðlags, verða að bjóða trúverðuga lausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Er hún til án aðildar að Evrópusambandinu? Ástand gjaldmiðilsins verður að ræða í sömu andrá og lífsafkomu almennings. Krónan og kjörin Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.