Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 14
14 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fram til þessa hefur okkur tek-ist að ná frekar mjúkri lendingu hagkerfisins með m.a. gjaldeyris- höftum, hallarekstri ríkissjóðs og frystingu lána fyrirtækja og heimila. Nú er komið að tímamót- um í endurreisninni og orðið tíma- bært að standa á eigin fótum. Byrja verður á að segja samningum við AGS upp áður en til þriðju endur- skoðunar kemur. Samhliða því þarf að grípa til aðgerða sem örva efna- hagslífið, þannig að það komist sem fyrst upp af botninum. Slíkar aðgerðir eru veruleg vaxtalækkun, almenn niðurfærslu lána og hægfara aðlögun ríkisútgjalda. Tími AGS liðinn Upphaflegi samningurinn við AGS gerði ráð fyrir að hann tæki enda 30. nóvember nk. en nú er búið að framlengja hann um 9 mánuði eða til loka ágúst 2011. Töfin er tilkomin vegna tilrauna til að beita Íslend- inga þrýstingi í Icesave-deilunni. Hlutverk AGS hér á landi er fyrst og fremst að tryggja að Íslending- ar greiði upp sem mest af skuldum sínum. Ef það er ekki mögulegt, þá þarf að tryggja að fjármagnseig- endur fái nógu háar vaxtagreiðsl- ur. Samningurinn við AGS er í raun fullveldisafsal. Allar ákvarðanir á sviði peningamálstefnunnar, ríkis- fjármála og fjármálakerfisins þarf að bera undir sjóðinn áður en þær eru teknar. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er að ná þeirri stærð sem að var stefnt með lánum frá AGS og vinaþjóð- unum. Hann er nú um 700 milljarð- ar, þrátt fyrir að AGS og vinaþjóð- irnar eigi enn eftir að lána okkur helminginn af umsamdri upphæð, þ.e. 600 milljarðar. Í dag getum við endurfjármagnað lán fram á árið 2012 sem er lengra tímabil en flest- ar aðra Evrópuþjóðir geta státað sig af. Við verðum að læra af sögu ann- arra þjóða og forðast skuldasöfnun með sífellt þyngir vaxtagreiðslur. Vextir á ári af gjaldeyrisvarasjóði sem fenginn er að láni og nemur um 50% eru 24 milljarðar. Spörum 12 milljarða og hættum frekari lántöku hjá AGS og „vinaþjóðum“. Vextir keyrðir niður Síðustu 3 mánuði hefur verðlag lækkað um 2,3% en slíkt ástand er kallað verðhjöðnun. Verðhjöðn- un er merki um að fjárfestar og neytendur haldi að sér höndum en það gerist yfirleitt í kjölfar banka- hruns. Ef vextir eru ekki lækkaðir verulega, þá er hætta á að hagkerfið festist í neikvæðum vítahring sífellt meiri samdráttar. Stýrivextir eru nú 7% og vaxtalækkanir peninga- stefnunefndar hafa verið alltof litl- ar fram til þessa, ekki síst í ljósi þess að þær hafa ekki áhrif fyrr en eftir 6-8 mánuði. Verðhjöðnun sem nemur 2,3% mun þýða að raunvext- ir verða rúm 9% sem er alltof hátt ekki síst vegna þess að meirihluti íslenskra fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota. Íslensk fyrirtæki gera því lítið annað en að afla tekna fyrir vaxtagreiðslum. Ef okkur á að takast að komast hratt upp af botni kreppunnar, þá verður að lækka stýrivexti niður í a.m.k. 2%. Slík stýrivaxtalækkun mun draga verulega úr útgjöldum Seðlabankans sem hefur hingað til þurft að greiða viðskiptabönkunum 35 milljarða á ári í vaxtagreiðslur vegna þess að þeir eru fullir af pen- ingum og hagkvæmara er fyrir þá að leggja peninga inn á reikning Seðlabanka en að lána skuldsettu atvinnulífi. Gjaldeyrishöftin munu koma í veg fyrir gengisfall krón- unnar þegar stýrivextir fara niður fyrir 2% og halda áfram að vera skjól fyrir óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Rannsóknir geta ekki staðfest skoðun AGS að háir stýri- vextir tryggi gengisstöðugleika, en markmið peningamálastefnu AGS er gengisstöðugleiki. Í ljósi reynsl- unnar af peningastefnu Seðlabank- ans er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin og treysta á að stýrivextir komi í veg fyrir gengishrap krónunnar. Auk þess þarf ekki marga spákaup- menn og jöklabréfaeigendur til að ryksuga upp gjaldeyrisvarasjóðinn á örskömmum tíma. Almenn skuldaleiðrétting Stjórnvöld eiga að beita almennri aðgerð til að leiðrétta skuldir heim- ilanna. Ísland sker sig úr öðrum ríkum sem farið hafa í gegnum fjár- málakreppu hvað varðar útbreiðslu verðtryggingar. Sérfræðingar sem rannsakað hafa fjármálakrepp- ur fullyrða að verðbólgurýrn- un óverðtryggðra lána hafi komið í veg fyrir að kreppan yrði enn dýpri, þ.e. varnað enn fleiri gjald- þrotum einstaklinga og fyrirtækja. Gjaldþrot eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem fleiri neyðast til að afla tekna í svarta hagkerf- inu og gjaldþrota fyrirtæki eru töpuð atvinnutækifæri. Við slíkar aðstæður aukast líkurnar á að heim- ili fólks, fyrirtæki og auðlindir fari á brunaútsölu. Almenn aðgerð er í samræmi við anda norræna velferð- arkerfisins, þar sem áhersla er lögð á að allir sem orðið hafa fyrir sama tjóni fái sömu leiðréttingu en síðan er skattkerfið notað til að ná til baka af þeim sem ekki þurftu á aðstoð að halda. Sértækar aðgerðir eru dýrar og tímafrekar í framkvæmd og ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga um að mikilvægt sé að ná fram leiðréttingu skulda fljótt ef skuldavandinn á ekki að tefja endurreisnarferlið. Hægari niðurskurður Mikilvægt er að ná niður hallanum á ríkissjóði til lækka vaxtaútgjöld hans. Á þessu ári greiðir ríkið 1 krónu af hverjum 5 krónum í vexti sem er óviðundandi ástand þegar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt niðurskurð á næsta ári sem á að nema um 34 milljörðum. Niður- skurður eykur samdráttinn í efna- hagslífinu, minnkar tekjur ríkissjóðs og eykur útgjöld til atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Niðurskurður mun komast verst niður á þeim sem hvað veikasta stöðu hafa í samfélaginu, þ.e. öryrkjum, sjúklingum, börnum og atvinnulausum. Kostnaðarminnsta leiðin til að ná hallanum á ríkissjóði niður er að flýta skattlagningu sér- eignasparnaðarins. Halli ríkissjóðs er um 90 milljarðar en ríkið á inni hjá þeim sem eiga séreignasparnað um 100 milljarða í ógreidda skatta sem myndu þá renna til ríkissjóðs á næsta ári. Skattlagningu séreigna- sparnar má líkja við vaxtalaust lán, þar sem framtíðarskattgreiðendur geta ekki treyst á að ríkið fái skatt þegar séreignasparnaður er greidd- ur út. Þó má ekki gleyma, að greiðsla skatts af inngreiddum séreigna- sparnaði mun síðan þýða á bilinu 10- 13 milljarða tekjuauka fyrir ríkis- sjóð á næstu árum. Tími til að standa á eigin fótum Efnahagsmál Lilja Mósesdóttir alþingismaður Á nokkrum mánuðum hefur Besti flokkur-inn sýnt að ef ríkur vilji er fyrir hendi er hægt að ganga í einstaka mál innan borg- arinnar af miklum skörungsskap, einkum ef sá vilji passar vel við vilja borgarbúa almennt. Hér er hægt að nefna sem dæmi afnám gjaldtöku fyrir börn í sund (tíma- bundin aðgerð í sumar), lokun fyrir bíla- umferð í miðbænum og tilraunir með aukið vægi hjólreiðamanna á Hverfisgötu. Besti flokkurinn hefur einnig sýnt í verki að hann vill endurskoða rekstur Orkuveitunnar. En nú bregður svo við að í vor var sam- þykkt í borgarráði tillaga frá Þorleifi Gunn- laugssyni, borgarfulltrúa Vinstri-grænna, um að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til að skoða starfshætti borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Tillagan kom beint í kjölfarið á rannsóknarskýrslu Alþingis, en þar fengu Íslendingar innsýn í það hversu lömuð og spillt stjórnsýsla landsins hafði verið. Eftir það beindust sjónir auðvitað að Reykjavíkurborg og hvort þar gætu líka leynst meindýr í skúmaskotum. Tillagan var lögð fram þann 6. maí. Hún var samþykkt af fulltrúum allra flokka. Í tillögunni kemur fram að starfsáætlun nefndarinnar eigi að liggja fyrir þann 1. júní 2010 og hún skili niðurstöðum þann 31. desember 2010. Það er á þessu ári. Eftir nokkra mánuði sem sagt. Samt er ekki búið að skipa í nefnd- ina. Það er erfitt að alhæfa, en mín tilfinning er sú að eftir að rannsóknarskýrsla Alþing- is staðfesti það sem alla grunaði hafi þjóð- inni létt stórum. Þótt efnisatriði skýrslunn- ar hafi leitt í ljós hryllilegar staðreyndir um vanhæfni embættismanna, ráðherra og aðila í einkarekstri var engu að síður gott að fá það allt saman staðfest. Það sama þarf að gerast í Reykjavíkur- borg. Og það þarf að gerast hið fyrsta. Við þurfum að losna við gruninn um að eitt- hvað hafi verið rotið í Reykjavík – við þurf- um að komast af grunsemdastiginu yfir á staðreyndastigið. Þess vegna var tillaga Vinstri-grænna lögð fram strax í vor. Og líklega var það líka þess vegna sem fulltrú- ar allra flokka í borgarráði samþykktu til- löguna. Líklega hafa þeir líka viljað finna sannleikann. Besti flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur nýr að þessu máli. Hann hefur líka talað fyrir breyttum vinnubrögðum og meiri heiðarleika. Því skýtur skökku við að nú í byrjun september sé ekki enn búið að skipa rannsóknarnefndina. Það eru fjórir mánuðir þangað til hún hefði átt að skila af sér niðurstöðum. Það eru þrír mánuðir síðan starfsáætlun átti að liggja fyrir. Hvað skýrir þessa töf? Minn kæri Jón Gnarr, boðberi gleði og heiðarleika: Hvar er rannsóknarnefndin sem þegar er búið að samþykkja? Hvar er rannsóknarnefndin sem á að finna sannleik- ann um rekstur borgarinnar undanfarin ár? Spyr einn glaður borgari sem bíður eftir heiðarlegu svari. Hvar er rannsóknarnefndin? Borgarmál Davíð Stefánsson formaður Vinstri grænna í Reykjavík Fyrr í sumar samþykkti flokks-stjórn Samfylkingarinnar til- lögu þess efnis að ráðherrar Sam- fylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Frið- leifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskiln- að framkvæmdavalds og löggjafar- valds. Báðir sögðu þeir líka rétti- lega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvor- ugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frum- varpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherra- embætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráð- ið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörf- um nema að það sé gert í stjórnar- skrá. Þess vegna er lagt til að ráð- herrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæð- ið verður vonandi fest í stjórnar- skrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þing- flokki þar sem fimmtungur þing- mannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokkn- um og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráð- herrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavalds- ins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagn- rýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn- ina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að sam- þykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrk- ur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhalds- menn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Alþingi Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. AÐALRÆÐISMANNSSKRIFSTOFA LÝÐVELDISINS PÓLLANDS Í REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.