Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 16
 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Í kvöld verður séra Árelíusar Níels- sonar, fyrsta sóknarprests Langholts- kirkju, minnst í kirkjunni, en hann fæddist 7. september 1910 í Flatey á Breiðafirði. Minningarathöfnin hefst klukkan 20. „Séra Árelíus var margþættur maður, afar tilfinningaríkur og mátti ekkert aumt sjá án þess að vera kominn til hjálpar. Hann hafði ríka sýn fyrir sam- félagið í heild og var fádæma duglegur prestur sem meðal annars hratt af stað sérstökum kirkjudegi fyrir sóknarbörn sín, en það var heill dagur í samkomu- haldi og skemmtun, sem lauk með balli um kvöldið,“ segir Jón Helgi Þórarins- son sóknarprestur í Langholtskirkju. Séra Árelíus var kjörinn til kirkju- lauss safnaðar Langholtssóknar 1952 og starfaði þar sem prestur til 1980, en jarðvistina kvaddi hann 1992. „Þegar Árelíus kom hingað var hverf- ið ungt og í uppbyggingu. Hér var því engin aðstaða komin; hvorki kirkja, safnaðarheimili né prestsbústaður. Því skírði hann og gifti sóknarbörn- in heima hjá sér, en Ingibjörg Þórðar- dóttir, eiginkona Árelíusar, var honum mikil hjálparhella í kirkjustarfinu og mæddi mikið á heimili þeirra sem árum saman var miðstöð safnaðarins,“ segir séra Jón Helgi. Í kvöld mun María, dóttir Árelíusar, segja frá heimilislífinu og mynd sinni af þjónustu föður síns, ásamt fleirum sem taka til máls og rifja upp persónu og starf séra Árelíusar. „Prestsstarfið var köllun séra Árelíusar sem reyndar lauk kennara- námi áður en hann lærði til prests. Í hans huga var kennara- og prests- starfið samtvinnað og alla tíð kenndi hann meðfram prestsskap, bæði í for- skóla smábarna heima hjá sér, Voga- skóla og ýmsum framhaldsskólum. Hans æðsta markmið var að fræða og leiðbeina börnum að hinum góða vegi og varna þeim að fara glapstigu, því áfengi var eitur í augum séra Árelíus- ar,“ segir séra Jón Helgi og bætir við að séra Árelíus hafi verið stakur bindindismaður. „Hann vann mikið með bindindis- hreyfingunni og í ungmennafélags- anda, en ásamt Helga Þorlákssyni, skólastjóra og fyrsta formanni sókn- arnefndar, ákvað hann að byrja á byggingu safnaðarheimilis í stað kirkjunnar sjálfrar, þar sem þeim þótti mikilvægara að byggja upp félagsaðstöðu fyrir unga fólkið,“ segir séra Jón Helgi. Þess má geta að safnaðarheimilin tvö voru vígð 1959 og 1962, en kirkjan sjálf 1984. „Séra Árelíus hafði stórar hugsjón- ir fyrir börn og unglinga. Hann vildi að allir krakkar lærðu að dansa því það tæki úr þeim feimni og þá þyrfti ekki áfengi í samskiptum kynjanna á erfiðum unglingsárum. Þá eru ógleymanlegar barnasamkomur hans í Hálogalandsbragganum við Sund þar sem mættu um 500 krakkar í mikið líf og fjör,“ segir Jón Helgi og víst að margir muna eftir séra Árelíusi. „Hann var óskaplega vinsæll og margir sem leituðu til hans. Í bókum frá 1954 sést að hann gifti 50 hjón, skírði 200 börn og jarðsöng tugi Reykvíkinga. Þar lét hann tilfinn- ingarnar ráða og var þekktur fyrir að gráta með sorgmæddum söfnuði sínum úr prédikunarstól, rétt eins og þegar hann tárfelldi við hrifnæm- ar stundir,“ segir séra Jón Helgi og minnist ræðuhalds séra Árelíusar líka, sem var lítt fyrir að endurskoða sitt ritaða orð. „Frekar vildi hann leyfa textum sínum að fljóta svo mesta andagiftin væri enn í þeim. Þá var hann þekkt- ur fyrir að flytja blaðalaust ávarp í messulok um eitthvað sem honum lá á hjarta og urðu úr áhrifaríkar ræður,“ segir séra Jón Helgi, viss um að enginn fari í föt séra Árelíusar. „Hann var sín eigin persóna sem enginn getur apað eftir og kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Séra Árelíus var einlægur, hrifnæmur og tilfinningaríkur og í kvöld ætlum við að koma saman í hans glaðværa anda, því þannig persóna var hann.“ Allir eru velkomnir í kirkjuna. Þar syngur Davíð Ólafsson sálma og veraldleg lög eftir séra Árelíus og opnuð verður sýning með munum og myndum sem tengjast séra Árelíusi. thordis@frettabladid.is LANGHOLTSKIRKJA: MINNIST 100 ÁRA AFMÆLIS SÉRA ÁRELÍUSAR NÍELSSONAR Tárfelldi í prédikunarstólnum ALDARMINNING Hér standa þau saman, María B. Árelíusdóttir og Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Langholtskirkju, en á milli þeirra sést málverk af séra Árelíusi Níelssyni, föður Maríu og sóknarpresti sem hefði orðið hundrað ára í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFMÆLI GUÐRÚN HELGADÓTTIR rithöfundur og fyrrum alþingismaður er 75 ára. ÞORBJÖRN JENSSON handbolta- maður og forstöðumað- ur er 57 ára. ELMA LÍSA GUNNARS- DÓTTIR leikkona er 37 ára. HEIÐAR ÖRN KRISTJÁNS- SON tónlistarmað- ur og leik- skólakennari er 36 ára. BUDDY HOLLY, tónlistarmaður fæddist þennan dag árið 1936 „Dauðinn er af mörgum álitinn hið besta framaspor.“ Mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur á húsi Tollstöðvarinnar í Reykjavík var afhjúpað þennan dag fyrir 37 árum. Forsaga þessa glæsta listaverks var að á húsi Tollstöðvarinnar stóð 250 fermetra gluggalaus veggur sem þótti hafa slæm áhrif á heildargötumyndina. Á þessum tíma fór mikið orð af Gerði Helgadóttur, sem unnið hafði að mósaíklistaverkum erlendis, og var afráðið að biðja hana um mynd sem speglaði lífið við höfnina í Reykjavík. Gerður hreifst strax að hugmyndinni og var samningur gerður við hana og Bræðurna Oidtmann í Þýskalandi, sem listakonan hafði lengi starfað með að uppsetningu frægra listaverka víða um Evrópu. Það tók Gerði og listiðnaðarmennina á Oidtmann-verkstæðinu um tvö ár að vinna verkið sem þótti einstaklega vel af hendi leyst og hefur staðist óblíða íslenska veðr- áttu í áratugi, án þess að láta á sjá. Allar götur síðan hefur Gerður Helgadóttir hlotið einróma lof fyrir frábært verk, sem prýða mun Reykjavík um ókomin ár. Heimild: tollstjori.is ÞETTA GERÐIST: 7. SEPTEMBER 1973 Mósaíkmynd Gerðar afhjúpuð Merkisatburðir 1813 Fyrst er vísað til Bandaríkjanna sem Sáms frænda eða „Uncle Sam“ í Troy Post of New York. 1822 Brasilía lýsir yfir sjálfstæði frá Portúgal. 1874 Sigurður Guðmundsson málari deyr, 41 árs. 1992 Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning koma í þriggja daga opinbera hemsókn til Íslands. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Ringsted Ingimundarson lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði sunnudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 13. september kl. 14.00. Sólveig Sigurðardóttir Matthías Ásgeirsson Bjarki Sigurðsson Elín Haraldsdóttir Þráinn Sigurðsson Dröfn Gísladóttir Lísbet Sigurðardóttir Leó Sveinsson Rögnvaldur Sigurðsson Margrét Kjartansdóttir Sigurður Sigurðsson Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir Ríkharður Hólm Sigurðsson Hjörtur Sigurðsson Eygló Birgisdóttir Kristinn Gíslason Sigríður Vilhjálmsdóttir Halla Gísladóttir Guðlaugur Eyjólfsson Björk Gísladóttir Kristinn Traustason Ástkær eiginkona mín, Jóna Björg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur lést á líknardeild Bispebjerg Hospital í Kaupmanna höfn þann 4. september s.l. Útförin verður auglýst síðar. Birgir Elíasson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún L. Kristjánsdóttir, Skála Seltjarnarnesi, lést að Hrafnistu Reykjavík, föstudaginn 3. september. Útförin verður auglýst síðar. Unnur V. Duck Elísabet Stefánsdóttir Kristján Jóhannsson Kristjana Stefánsdóttir Guðmundur Þorkelsson Anna Stefánsdóttir Reynir Hólm Jónsson barnabörn og langömmubörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.