Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 19
„Tennis er litinn mun alvarlegri augum í Bandaríkjunum en hérna, þar sér maður til dæmis fólk langt fram eftir aldri spila þetta sport af mikilli hörku. Bandaríkjamenn búa auðvitað svo vel að geta leikið tennis undir berum himni allt árið um kring en við verðum að spila innan- dyra og sem stendur er húsnæð- ið orðið af skornum skammti þótt aðstaðan sem fyrir er sé til fyrir- myndar. Það segir sig kannski líka sjálft að miklu fleiri komast fyrir á einum fótboltavelli en tennisvelli og þetta er því fljótt að fyllast.“ Jón Axel segir mikilvægt að bregðast við húsnæðisskorti til að hlúa betur að því unga hæfi- leikafólki sem er að stíga fram á sjónarsviðið. „Mér fannst gaman að uppgötva eftir að ég kom heim hversu margar vonarstjörnur við eigum og get þar nefnt Soffíu Sóley Jónasdóttur, 7 ára, Kjartan Pálsson, 14 ára og Vlado Ristic, 13 ára, sem ég hef verið að kenna hjá TFK. Þetta eru allt saman krakk- ar sem hafa burði til að ná langt á alþjóðavísu og hafa notið góðs af að spila í flottri aðstöðu, sem sýnir hversu nauðsynlegt er að hún sé til fyrirmyndar.“ Jón Axel ætlar að leggja sitt á vogarskálarnar með því að þjálfa og halda utan um nám- skeið í Tennishöllinni í Kópavogi í vetur. „Við verðum með ýmis spennandi námskeið í vetur, fyrir byrjendur og lengra komna, börn og fullorðna svo sem kvenna- kvöld, karlakvöld og meistara- flokksæfingar, tvíliðaleikstaktík og cardiotennis,“ segir Jón Axel og bætir við að hann hlakki til að fá að þjálfa sitt fólk eins og hann orðar það sjálfur. roald@frettabladid.is Að mati Jóns Axels búa Íslendingar yfir hörku, þrautseigju og öðrum eiginleikum sem nauðsynlegir eru til að ná langt í tennis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Framhald af forsíðu Bandarísk rannsókn sem greint er frá á vef BBC sýnir fram á tengsl milli nýrra heilaskemmda í MS sjúklingum og mismunandi árstíða. Gerður var samanburður á MRI heilaskönnun MS sjúklinga í eitt ár og veðurfari þess tíma. Eftir eitt ár höfðu 310 nýjar heilaskemmdir orðið hjá þeim 44 einstaklingum sem rannsókn- in tók til. Mesta athygli vakti sú stað- reynd að skemmdirnar voru þrisvar sinnum líklegri til að myndast þegar veður var heitt, á vorin og sumrin. - sg MS eftir árstíðum EINKENNI MS-SJÚKDÓMSINS GÆTU BREYST EFTIR ÁRSTÍÐUM. MRI skönnun á heila. Viltu breyta mataræðinu INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst Innifalið í námskeiðinu er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.400.- Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á eig@heima.is til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? Þetta er ekkert flókið! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Þriðjud. 14. sept. kl. 19:30 - 2 2:00 í Heilsuhúsinu Lágmúla 5 www.heilsuhusid.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2010 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.