Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 25
tómstundir og útivist ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2010 5 ● ELSTI TRIMMKLÚBBUR LANDSINS Trimm- klúbbur Seltjarnarness, TKS, hittist þrisvar í viku árið um kring í anddyri Sundlaugar Seltjarnarness, á mánu- og miðvikudögum klukkan 17.30 og á laugardögum klukk- an 9.30. Hitað er upp með þjálfara, síðan gengið, skokk- að og hjólað mislangt, eftir áhuga og getu hvers og eins. Yfirleitt er hlaupið út með sjó og mislangt inn í Reykjavík. Að svo búnu er endað á teygjum og stundum styrktaræf- ingum og farið í heita pottinn í Sundlaug Seltjarnaness. Klúbburinn var stofnaður árið 1985 og hefur markmið- ið frá upphafi verið að gleðjast saman. Seltjarnarnesbær leggur til þjálfara en félagar greiða 2.000 króna árgjald sem notað er til að halda uppi félagslífinu. Dagskrá TKS liggur frammi í sundlauginni. Nánar á www.tks.is. ● VEFSÍÐA UM ÍS- LENSK FRÍMERKI Frímerkjasöfnun hefur lengi verið stunduð meðal áhuga- manna, bæði á Íslandi og um víða veröld. Íslandspóstur held- ur úti skemmtilegri síðu www. stamps.is sem skoða má á fimm tungumálum, íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku. Þar kemur til dæmis fram að Frímerkjasala Íslandspósts tekur þátt í nokkrum frímerkjasýning- um í haust. Til dæmis: Svíþjóð: Skaneland 2010, Kristianstad 17.-19. september. Þýskaland: Alþjóðleg frímerkjasýning, Sindelfingen 29.-31. október. Danmörk: Forum 2010, Hró- arskelda 5.-7. nóvember. Frakkland: Salon d‘automne, París 4.-7. nóvember. Á vefsíðunni má meðal ann- ars nálgast nýjustu frímerkja- fréttirnar en nýjustu frímerki Íslandspósts eru af Vífilsstaða- spítala sem er hundrað ára í ár, eldsumbrotum í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi, fyrstu gasljósunum í Reykjavík og frí- merki í tilefni af Ólympíuleikum ungmenna í Singapúr. ● KNAPAMERKI FYRIR HESTAMENN AÐ HAUSTI Hestamenn hafa lítið getað hreyft hesta sína frá því í vor vegna hestaflensu. Í venjulegu árferði væru hestar í hvíld nú, á leið í hausthaga, en Hestamannafélagið Fákur hefur ákveðið að bjóða upp á svoköll- uð knapamerkjanámskeið eitt og tvö nú í september ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin yrðu þrisvar í viku og því mun hraðari kennsla en venjulega. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir hestamenn að vinna upp tapaðan tíma og nýta haustið til lærdóms og þjálfunar. Nánari upplýsingar er að finna á www.fakur.is. Bæði námskeiðin hefjast 13. september Fyrirlestur 11. september Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 6:35 og 17:20 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma Nýtt námskeið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.