Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 29
5 Grænmetis- og kjúklingavefja fyrir einn 150 g grillaður kjúklingur, til dæmis af upplæri 1 heilhveiti-tortilla 1 sneið sólþurrkaður tómatur góð handfylli af salatblöndu, iceberg, klettasalati og spínati gvakamóle eftir smekk (sjá upskrift fyrir neðan) salsasósa eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan) Smyrjið vefjuna með salsa- sósu og gvakamóle, leggið meðlætið á og rúllið upp. Gvakamóle 2 avókadó 2 meðalstórir tómatar 1 lítill laukur 1/2 tsk. hvítlaukskrydd 1/2 tsk. maldon-salt smávegis af blönduðum pipar Setjið annað hvort allt í matvinnslu- vél og hrærið saman þar á grófri stillingu eða maukið avókadóið og saxið allt annað hráefni mjög smátt og blandið saman. Salsa-sósa: 3 meðalstórir tómatar 1 rauðlaukur 1/2 rauð paprika 1/2 tsk. maldon salt 1/2 tsk. blandaður pipar. Setjið allt í matvinnsluvél, á grófa stillingu, og maukið eða saxið allt hráefnið mjög smátt og blandið saman í skál. Grænmetislasagna fyrir 4 1 meðalstór kúrbítur, skorinn í sneiðar 1 rauðlaukur, skor- inn í sneiðar 1 meðalstór sæt kartafla, skorin smátt 3 meðalstórar gulrætur, skornar smátt 8-10 heilhveiti-lasagna- blöð 2 bollar ferskt spínat smá ólífuolía Smyrjið eldfast mót með smá ólífu- olíu. Helmingnum af niðurskorna grænmetinu er dreift á botninn, einum bolla af fersku spínati dreift þar yfir og loks er tæplega helm- ingnum af sósunni hellt yfir. Þá koma lasagnablöð yfir. Önnur eins umferð er tekin. Yfir efstu lasagna- blöðin er smávegis sósu hellt. Bakað í ofni með álpappír yfir við 175° Celcíus í 45-55 mínútur. Síðustu 10 mínúturnar er álpappírinn tekinn af og hitinn hækkaður í 200°. Þegar lasagnað er tekið út úr ofninum er fersku spínati dreift yfir og látið standa í korter áður en rétturinn er snæddur. Sósan: 2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum 1 tsk. maldon-salt smá blandaður pipar 4 fersk basilíku-lauf 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður 1 tsk. fljótandi hunang Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel. Heilsuréttir Rapadura hrásykur er óbleiktur, hrár sykur sem gott er að nota í staðinn fyrir hvítan sykur. Hann er einnig sá sykur sem inniheldur flestu næringarefnin og vítamínin. Matsölustaðurinn Ginger í Síðu- múla 17 er í eigu Kristófers Jóns Hjaltalín. Í hádeginu er hægt að taka með sér alls kyns heilsurétti og svo býður Ginger upp á holla heilsdagsmatarpakka sem henta fólki sem er að taka mataræði sitt í gegn, reyna að ná árangri í ræktinni eða þarf að takast á við þyngdarstuðulinn sinn. „Uppistaðan í matnum er græn- meti, ávextir, hreint fæði og svo notum við kjúkling mjög mikið í alls kyns rétti. Við notum eins lítið og hægt er af tilbúnu hráefni, bökum allt brauð sjálf en við erum með gott úrval af alls kyns kjúkl- inga- og grænmetisvefjum sem og samlokum,“ segir Kristófer Jón. Hann starfar einnig sem einka- þjálfari og hefur því í nægu að snúast þar sem hann brunar milli staða. „Réttirnir sem ég gef uppskrift- ir að fást mjög svipaðir á Ginger. Þeir eru einfaldir og þægilegir í matreiðslu og vefjurnar hafa notið mikilla vinsælda.“ juliam@frettabladid.is Meinhollur skyndibiti Nýr matsölustaður sem gerir út á holla skyndibita tók til starfa um miðjan ágúst í Síðumúla undir nafn- inu Ginger. Einnig er hægt að kaupa heilsdagsmatarpakka og ná þannig betri árangri í ræktinni. Kristófer Jón Hjaltalín á og rekur Ginger en hann starfar einnig sem einkaþjálfari og maturinn miðar að því að fólk geti náð góðum árangri í ræktinni. HEILSURÉTTIR GINGER Vefja, gvakamóle, salsasósa og lasagne Ef líkaminn þarfnast bætiefna lætur hann vita með einhverjum hætti. Hárlos getur til dæmis verið merki um skort á bíótíni og inósítóli. Bíótín fæst úr ölgeri, hnetum, lifur, nýrum og hýðishrísgrjón- um og inósítól úr lifur, ölgeri, heilkornum, lecithini og sítrusávöxtum. Ákjós- anleg bætiefni eru B- stress, kólín, inósítól og fjölsteinefni. Bætiefnabiblían www.heilsuhusid.is Fimmtudaginn. 09. september Fimmtudaginn. 16. september HREINSUN Á MATARÆÐI Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. með Davíð Kristinssyni næringar- og lífsstílsþjálfara. Innifalið í námskeiði er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðli. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 21:30 K R A F T A V E R K Davíð tekur einnig að sér einstaklingsráðgjöf, mælingar og aðhald á fimmtudögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.