Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2010 Ástkær faðir okkar og afi, Gestur Pálsson, lést á Landspítalanum 25. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til þeirra er önnuðust hann. „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig.“ 23. Davíðssálmur. Börn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján J. Gunnarsson, fyrrv. fræðslustjóri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 8. september kl. 15. Guðrún Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kristján Sigurður Kristjánsson Margrét Steinarsdóttir Hörður Kristjánsson María Hrönn Gunnarsdóttir Elín Kristjánsdóttir Baldur Viðar Hannesson Ásdís Kristjánsdóttir Ársæll Kristjánsson afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fanneyjar Þorsteinsdóttur frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, til heimilis að Rauðarárstíg 34, Reykjavík. Hilmar Reynir Ólafsson Anna Jónmundsdóttir Þorsteinn Gunnar Tryggvason Ósk Sigurrós Ágústsdóttir Ketill Rúnar Tryggvason Laugheiður Bjarnadóttir Sigurður Sævar Tryggvason Jóhanna S. Hermannsdóttir Erlendur Viðar Tryggvason Harpa Arnþórsdóttir Lilja Björk Tryggvadóttir Guðlaugur Arason Tryggvi Tómas Tryggvason Anna Scheving Hansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, Þorbjörgu Huldu Þorvaldsdóttur, Básbryggju 5. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir einstök samskipti og umönnun af alúð og hlýju í veikindum hennar. Björn Rögnvaldsson Olga Hafberg Þorvaldur Birgir Rögnvaldsson Andrea Róbertson Jóna Kristín Rögnvaldsdóttir Gunnar Guðbjörn Gunnarsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl H. Steingrímsson bifreiðarstjóri og harmonikkuleikari lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri miðvikudaginn 1. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30. Guðmundur Karlsson Ratree Somboon Hanna Karlsdóttir Rúnar Vestmann Katrín Lind Guðmundsdóttir Jóhann G. Eyþórsson afa- og langafabörn. Kærar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Vilmundardóttur Þorvaldur Gylfason Anna Karitas Bjarnadóttir Guðrún Vilmundardóttir Baldur Hrafn Vilmundarson Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristrún Guðmundsdóttir lést á heimili sínu 1. september. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. september kl. 13.00. Ásgeir Sigurbergsson Ari Jóhannesson Elísabet Dagfinnsdóttir Ásgerður Jóhannesdóttir Ingvar Þór Jóhannesson Lorena Bielli Sigurður Heiðar Ásgeirsson Helga Gunnarsdóttir Guðbjörg S. Ásgeirsdóttir Mikael Farsnacht barnabörn og aðrir aðstandendur. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigrún B. Ólafsdóttir, Árskógum 8, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 9. september kl. 13.00. Dóra Sigrún Hilmarsdóttir Helgi Pétursson, Ólöf Heiða Hilmarsdóttir Sigursteinn Jósefsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Valdimar Loftur Lúðvíksson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Lerkihlíð 5, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 2. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 9. september kl. 15. Helga Hjördís Sveinsdóttir Sveinn Ingiberg Magnússon Katrín Þórdís Jacobsen Hulda Ósk Valdimarsdóttir Jens Kristian Fiig Edda Guðrún Valdimarsdóttir Gísli Björn Bergmann Margrét Pála Valdimarsdóttir Guðni Þorsteinn Guðjónsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis að Borgarhrauni 3, lést laugardaginn 4. september á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. september kl. 14:00. Guðmundur Guðmundsson Margrét Guðmundsdóttir Hermann Guðmundsson Guðný Guðmundsdóttir Bragi Guðmundsson Anna Soffía Haraldsdóttir Þorgeir Guðmundsson Hildur Hákonardóttir Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir Einar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Haraldsdóttir Bergstaðastræti 44 lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. september kl. 15.00. Bjarni Jónsson Ásthildur Helga Jónsson Haraldur Örn Jónsson Agla Ásbjörnsdóttir Ásgeir Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Útitónleikar til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra verða haldnir í Reykjadal í Mosfellsdal fimmtudags- kvöldið 9. september klukkan 2. Á styrktartónleikunum mun Steindi Jr. kynna og munu fjölmargir tónlistamenn stíga á svið, á borð við Gildruna, Diddú, Dúettinn Hljóm, Hafdísi Huld, Hreindísi Ylfu, Bermúda, Karlakór Kjalnesinga, Írisi Hólm og fleiri. Miðar verða seldir við innganginn og er miðaverð 1.500 krónu. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Reykjadals en allir sem skemmta og standa að tónleikunum gefa vinnu sína. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað 2. mars 1952 og hefur því verið starfandi í meira en fimmtíu ár. Meginmarkmið þess er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og vel- ferð fólks með fötlun, einkum barna. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumardvöl í Reykjadal og að Laugalandi í Holtum, ásamt vetrar- dvöl í Reykjadal. Starfið er fjölbreytt og lýsa einkunnarorðin gleði – árang- ur – ævintýri dvölinni vel. Lögð er áhersla á íþróttir og leiki, útivist og sköpun. - jbá Styrktartónleikar í Reykjadal Glatt á hjalla í Reykjadal. Kolbeinn Bjarnason heldur útskriftar tónleika sína í Sölvhóli, tónlistarsal tónlistardeildar Listahá- skólans, á morgun klukkan 20. Kolbeinn hóf nám í tónsmíðum við LHÍ í janúar 2009 og mun útskrif- ast með BA-gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskólans í haust. Hann mun síðan hefja meistaranám í tónsmíðum við tónlistardeild skól- ans. Á útskriftartónleikum Kolbeins verður frumflutt nýtt verk eftir hann sjálfan sem ber yfirskriftina El mar y las campanas – fyrir sópran, hörpu, víólu og altflautu. Meginefni þess eru þrír söngvar við ljóð Pablo Neruda. Með verkinu vill Kolbeinn votta franska tónskáldinu Pierre Boulez og verki hans Le marteau sans mait- re virðingu sína. Texti söngverks Kolbeins er að mestu leyti sóttur í síðustu ljóðabók skáldsins Pablo Neruda, El mar y las campanas“. Flytjendur á tónleikunum eru Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Elísabet Waage á hörpu, Guðmundur Krist- mundsson á víólu auk Kolbeins, sem leikur á altflautu. - jbá Til heiðurs Pierre Boulez KOLBEINN BJARNASON Vill votta Pierre Boul- ez virðingu sína með útskriftarverki sínu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.