Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 36
20 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Tónleikar ★★★ Fúsi í 90 ár – afmælistónleikar Sigfúsar Halldórssonar Flytjendur: Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingi- mundarson Gleym mér ei „Jæja, ertu kominn til að rifja upp gömlu slagarana?“ Þetta heyrði ég eldri mann segja við annan á undan tónleik- um í Salnum í Kópavogi á laug- ardaginn. Ég gat ekki betur séð en að meðalaldur áheyrenda væri býsna hár. Enda einmitt gamlir slagarar á dagskránni. En ekki bara slagarar. Lög Sigfúsar Halldórssonar, sem hefði orðið níræður um þessar mundir, eru mörg hver forkunnarfögur. Það er synd ef þau falla nú orðið aðallega í kramið hjá gamla fólkinu. Tveir ástsælir söngvarar stigu á svið, þau Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú. Jónas Ingimundarson lék með á píanó og á dag- skránni voru 28 lög. Þar á meðal voru Austurstræti, Tondeleyó, Vegir liggja til allra átta og Dagný. Þessar perlur munu vonandi aldrei gleymast. Diddú hefur hlýlega rödd sem hentaði tónlistinni fullkomlega. Hún söng hvert lag af einlægni. Það var ekkert tilgerðarlegt í túlkun hennar. Söngurinn var blátt áfram og ekta; maður naut hvers tóns. Bergþór er líka flottur söngvari með glæsilega rödd. Mörg laganna fóru honum þó ekki sérlega vel. Hann er kannski fyrst og fremst óperusöngvari; hann á heima þar sem voldugar aríur eru á dagskránni. Hér var eins og hann vissi ekki almennilega hvernig hann átti að vera. Lítil, viðkvæm lög eins og t.d. Við Vatnsmýrina nutu sín ekki. Þar var tilgerðin allsráðandi. Bergþór var bestur í óperukenndum lögum á borð við Í dag og Við eigum samleið. Þá gneistaði af honum. Jónas spilaði fallega á píanóið. Hófstilltur leikur hans hæfði minnstu lögunum afar vel. Nostalgían sem svífur þar yfir vötnunum komst ágætlega til skila í túlkun hans. Píanóleikurinn er í sjálfu sér ekki sérlega bitastæður í lögum Sigfúsar. Það er kómískt að heyra hversu oft hann endar á svipaðan hátt, á glimmer- kenndum tónum efst á hljómborðinu. Svona klisjur reyna á ímyndunarafl píanóleikarans. Hann þarf að gæða fábrotna píanórulluna mörgum litum, ef hún á ekki að verða tilbreytingarlaus. Samt er mikilvægt að ýkja ekki, missa sig ekki í tilgerð. Jónasi tókst það ágætlega. Talandi um liti þá var sviðsmyndin fremur flöt. Gaman hefði verið að hafa fjölbreytilega lýsingu, mismunandi liti í hverju lagi. Í staðinn var risastórri mynd af Sigfúsi varpað á tjald fyrir ofan sviðið. Þar var hún alla tónleikana. Myndin var yfirþyrmandi og maður átti hálfpartinn von á að hún breyttist í Maó formann. Smá fjölbreytni hefði gert dagskrána ennþá meira spennandi. Jónas Sen Niðurstaða: Skemmtileg lög Sigfúsar Halldórssonar voru á dagskránni, en söngurinn var ekki alltaf sannfærandi. Píanóleikarinn spilaði fallega en sviðs- myndin leið fyrir hugmyndaleysi. Erna Ómarsdóttir og Willi- am Shakespeare eru meðal höfunda verka sem Íslenski dansflokkurinn (ÍD) sýnir í vetur. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir veg danslistar fara sífellt vaxandi á Íslandi og merk- ir aukinn áhuga hjá yngri áhorfendum og körlum. Fyrsta sýning vetrarins heitir Transaquania – into thin Air og verður frumsýnd 7. október. Þetta er framhaldssýning af Transaquania – out of the blue eftir Ernu Ómars- dóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur, sem sýnt var í Bláa lóninu í apríl 2009. „Sú sýning heppnaðist það vel að við ákváðum að halda áfram að vinna með kynjaveröldina sem var búin til þarna,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi ÍD. Gert er ráð fyrir átta sýningum hér á landi. „En það er aldrei að vita hvort hún fari á flakk erlendis,“ bætir Katrín við. „Ég og markaðsstjórinn hjá ÍD vorum nýlega á dansmessu í Düssel- dorf, þar sem við kynntum meðal annars þetta verk og það vakti mikla athygli þar. Við sjáum hvað setur með framhaldið.“ Litháískur Shakespeare Um áramót leiða ÍD og Leikfélag Reykjavíkur saman hesta sína í uppfærslu á Ofviðri Shakespeares í leikstjórn Litháans Oscaras Kor- sunovas. „Þetta verður mjög stór og sjónræn sýning,“ segir Katrín. „Korsunovas hefur getið sér orð fyrir sérstakar sýningar og afger- andi stíl. Þetta verður mjög spennandi og ögrandi sýning fyrir dansarana og spennandi fyrir ÍD og LR að starfa saman á þessum vett- vangi.“ Í mars verð- ur efnt til dans- hátíðarinnar Sinnum þrír þar sem boðið verður upp á þrjú verk á einu kvöldi; nýtt verk eftir Jo Strömgren, höfund Kvart, Heilabrot eftir tví- eykið Brian Gerke og Steinunni Ket- ilsdóttur og White for Decay eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Flokkurinn rekur smiðshöggið á starfsárið með sýningu í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri í apríl. „Við höfum farið reglulega til Akur- eyrar undanfarin ár,“ segir Katrín, „en hlökkum sérstaklega til að sýna í Hofi. Loksins fáum við meira pláss þannig að ég á von á því að geta farið með örlítið umfangsmeiri sýn- ingu, fjölskyldusýningu sem höfðar til breiðs aldurshóps.“ Uppbyggingarstarf að skila sér Að sögn Katrínar fer vegur danslist- ar á Íslandi vaxandi, sem má meðal annars merkja í aukinni aðsókn, auk þess sem eftirspurn eftir sýningum ÍD erlendis sé sífellt að aukast. „Áhorfendahópurinn er aðeins að breytast, fleiri yngri áhorfend- ur eru að koma á sýningar og fleiri karlar. En auðvitað viljum við alltaf frá fleiri áhorfendur. Ég held að þetta sé fyrst og fremst afleiðing af því góða starfi sem hefur verið unnið innan dans- heimsins hér á landi undanfarin ár sem og stofnunar listdansdeild- ar innan LHÍ. Þetta er ung list- grein hér á landi, sem tekur tíma að byggja upp. Það uppbyggingar- starf er smám saman að skila sér í auknum áhuga hérlendis og orðspori okkar á erlendum vettvangi.“ Nánari upplýsingar um vetrar- dagskrá Íslenska dansflokksins má finna á id.is. bergsteinn@frettabladid.is Dansflokkurinn á ráslínu KATRÍN HALL TRANSAQUANIA Fyrsta verk vetrarins er sjálfstætt framhald af hinu óvenjulega verki Transaquania – Out of the Blue sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa lóninu í apríl 2009. Kynntu þér rótsterkt og ilmandi leikár Skoðaðu nýja Borgarleikhúsblaði ð á borgarleikhús.is eða pantaðu eintak á dreifing@posthusid.is. Skelltu þér á áskriftarkort! Kl. 20 Kolbeinn Bjarnason heldur útskriftar- tónleika í tónsmíðum klukkan 20 annað kvöld í Sölvhóli, tónlistarsal Listaháskóla Íslands. Kolbeinn útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeild LHÍ í haust. Á tón- leikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Kolbein sem ber yfirskriftina „El mar y las campanas“ fyrir sópran, hörpu, víólu og altflautu en meginefni verksins eru þrír söngvar við ljóð Pablo Neruda. > Ekki missa af ... Í kaffihúsi Gerðubergs stendur nú yfir sýning á ljósmyndum Gísla Hjálmars Svendsen sem nefnist Ísland í ramma. Mynd- irnar hefur Gísli tekið á ferðum sínum um Ísland á síðustu tveimur árum. Kaffihúsið er opið virka daga frá 10 til 16 og um helgar frá 13 til 16. Gerður Kristný og Sögufélag Borgfirðinga hlutu ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun, sem veitt voru í sjöunda sinn í Reykholti á sunnudag. Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans, veitir verðlaunin. Að sjóðnum standa Rithöfundasamband Íslands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Búnaðarsamtök Vesturlands og afkomendur þeirra hjóna. Sögufélag Borg- firðinga, sem hlaut menningarverðlaunin, hefur senn lokið útgáfu á Borgfirzkum æviskrám í 14 bindum. Snorri Þorsteinsson, formaður Sögufé- lags Borgfirðinga, veitti verðlaununum viðtöku. Gerður Kristný Guðjónsdóttir, sem hlaut ljóða- verðlaunin, las úr væntanlegri ljóðabók sinni að afhendingunni lokinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Gerði, en í liðinni viku hlaut hún vestnorrænu barnabókaverðlaunin. Borgfirðingar veita verðlaun GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.