Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2010 27 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 0- 12 30 Lán til góðra verka 4,75% *Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 1. september 2010. Vextir taka mið af kjörvöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána en veittur er 2% vaxtafrádráttur af þeim. FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landslið- ið mætir Tékkum í dag í Tékk- landi og á góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og inn í umspilsleiki um sæti í úrslita- keppni EM á næsta ári. Þetta er fyrsti leikur liðsins eftir að það tók þýska liðið í karphúsið í Kaplakrika. „Þetta er spennandi. Við verðum að vinna þá 2-0 til að vinna riðil- inn en jafntefli dugar okkur til að komast í umspilið,“ sagði Eyjólf- ur Sverrisson, þjálfari strákanna, en frábær frammistaða liðsins í síðustu sex leikjum þar sem liðið hefur náð í 16 af 18 mögulegum stigum og skorað 28 mörk gegn 6, hjálpar liðinu í dag. „Við erum með svakalega markatölu þannig að jafntefli dugar okkur því það nær enginn okkur þar,“ segir Eyjólfur en stað- an er ekki eins góð í leikmanna- hópnum þar sem fimm leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk í 4- 1 sigri á Þjóðverjum á dögunum eru uppteknir með A-landsliðinu á móti Dönum. Þetta eru þeir Gylfi Þór Sig- urðsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birk- ir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórs- son en auk þess eru Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason einnig löglegir í liðið. „Við verðum að eiga góðan leik, það er alveg á hreinu. Það er lykilatriði að við séum vel stemmdir. Það er viss stemning í liðinu og við bindum miklar vonir við það. Ég verð samt að viður- kenna að maður fer svolítið blint í sjóinn með nýja sóknarlínu frá því í leiknum á móti Þjóðverjum,“ segir Eyjólfur sem þarf einnig að hafa áhyggjur af þremur leik- mönnum sem eru með liðinu úti í Tékklandi. „Við eigum eftir að sjá endanlega hverjir verða klárir. Bjarni Þór [Viðarsson, fyrirliði] er eitthvað lítillega meiddur, Hólmar [Örn Eyjólfsson] nefbrotnaði í síð- ustu viku og Skúli Jón [Friðgeirs- son] er með einhvern vírus í auga. Ég reikna með því að þeir verði allir klárir,“ segir Eyjólfur. Ísland tapaði 0-2 í fyrsta leik riðilsins á móti Tékklandi en hefur síðan spilað frábærlega og einu stigin sem hafa tapast frá þeim leik voru í 2-2 jafntefli í Þýskalandi. „Liðið hefur breyst mikið frá því að við mættum þeim í fyrsta leik. Þá var ekki kominn sami taktur í liðið og við vorum ekki búnir að finna það nákvæmlega hvernig við ætluðum að spila þetta,“ segir Eyj- ólfur sem ætlar ekkert að breyta leikskipulagi íslenska liðsins þrátt fyrir mikil forföll. Jafntefli dugar liðinu en það á ekkert að pakka í vörn í kvöld. „Við erum mjög „agressívir“ að sækja fram á við og erum hættulegir í því. Það er ný sóknarlína þannig að við eigum eftir að sjá hvernig hún kemur út,” segir Eyjólfur. Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 14.45. - óój Íslenska 21 árs landsliðinu nægir jafntefli í Tékklandi í dag til að tryggja sér sæti í umspili um sæti á EM: Eyjólfur þarf að tefla fram nýrri sóknarlínu EKKI MEÐ Marga sterka leikmenn vantar í U-21 árs landsliðið er það spilar í Tékklandi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar fjöll- uðu um fátt annað í gær en meint framhjáhald Waynes Rooney með vændiskonu. Lengi vel var spurn- ing um hvort málið hefði þau áhrif að Rooney myndi ekki leika með enska landsliðinu gegn Sviss í kvöld. Rooney flaug til móts við lands- liðið í gærmorgun og á blaða- mannafundi landsliðsins seinni partinn staðfesti landsliðsþjálf- arinn, Fabio Capello, að Rooney myndi spila leikinn í kvöld. „Ég ræddi málin við hann og hef verið að fylgjast með honum. Hann mun spila leikinn. Ég er bjartsýnn á að hann skili jafn góðum leik og síðasta föstudag gegn Búlgaríu. Ég efaðist aldrei um að nota hann. Hann vill sjálf- ur spila og það skiptir mig máli að heyra leikmennina segja að þeir vilji spila,“ sagði Capello. - hbg Einkalíf Rooney í sviðsljósinu: Rooney spilar gegn Sviss Á ÆFINGU Ljósmyndarar fylgdust gaum- gæfilega með Rooney á æfingu enska landsliðsins í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.