Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 6
6 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR • Yfirborðsmeðhöndlun • Gróðureyðir • Þvottaefni GERÐU KLÁRT FYRIR VETURINN Við höfum réttu efnin gegn sliti, veðrun, olíu og ryðblettum, bæði fyrir hellur og mynstursteypu. Hafðu fallegt í kringum þig allt árið. 173.800 kr.Verð á manní tvíbýli, frá: Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golf á Spáni La Sella 7, 9, 12 eða 14 daga ferðir Góðir rástímar, íslensk fararstjórn Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, ótakmarkað golf, gisting á 5* lúxushóteli með hálfu fæði, frí afnot af golfkerru, fríir æfingaboltar og akstur til og frá flugvelli. DÓMSMÁL Mál níu manna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur í dag. Þinghaldið í málinu hefur ekki verið átaka- laust til þessa. Í maí var lögregla kvödd til og fjarlægði hún nokkra viðstadda úr troðfullum dómsalnum með valdi eftir að þeir neituðu að yfirgefa hann. Ragnar Aðalsteinsson, verj- andi nokkurra sakborninga, kallaði aðfarirn- ar mannréttindabrot í bréfi til ráðherra. Ögmundur Jónasson, nýr dómsmálaráð- herra, fór sem óbreyttur þingmaður ekki leynt með óánægju sína með það að Alþingi skyldi óska eftir því við ríkissaksóknara að ákært yrði í málinu, meðal annars fyrir brot gegn 100. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um árás á Alþingis, svo því eða sjálf- stæði þess sé hætta búin. Spurður um málið nú segist Ögmundur þurfa að fara varlega í yfirlýsingar sem ráð- herra. „Ég skil tilfinningar fólks og óánægju með að málið skyldi yfirhöfuð fara inn í þenn- an farveg, en þarna er það,“ sagði Ögmundur. „Þannig að mínar óskir standa bara í þá átt að þessi leiðindamál verði leidd til lykta með eins friðsamlegum hætti og hægt er.“ - sh Mál níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi er tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag: Ögmundur vonast eftir friðsamlegu þinghaldi BORINN ÚT Uppþot varð í Héraðsdómi í maí þegar málið var tekið fyrir. Tveir voru handteknir. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI ALÞINGI Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra uppskar hlátra- sköll þingmanna á Alþingi í gær þegar hann gaf í skyn í tvígang að þingmeirihluti fyrir ríkis- stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna væri hæpinn í meira lagi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gerði að umtalsefni ummæli Álfheið- ar Ingadóttur við ráðherraskipt- in á Bessastöðum í síðustu viku, þegar Álfheiður sagði að þau hefðu meðal annars verið gerð til að tryggja þingmeirihluta fyrir fjárlagafrumvarpinu. „Nú held ég að flestir hafi stað- ið í þeirri meiningu að hér væri meirihlutastjórn í landinu,“ sagði Guðlaugur. „Hvar hefur þú verið?“ kallaði Össur þá utan úr sal svo þingheimur hló við. Guðlaugur bætti við að hefði stjórnin ekki þingmeirihluta ætti hún að að fara frá. Össur sté skömmu síðar í pontu og sagði: „Ég hef fulla trú á því að Ögmundur Jónasson styrki ríkis- stjórnina og læt mér því jafnvel til hugar koma að ríkisstjórnin hafi hugsanlega meirihluta fyrir fjár- lögunum,“ við mikla kátínu við- staddra. - sh Hlegið að ummælum utanríkisráðherra um ríkisstjórnina á Alþingi: Hæpinn meirihluti Össurar GLETTINN RÁÐHERRA Dátt var hlegið að gráglettnum – eða kannski hreinskilnum – glósum Össurar í þingsalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA SKÓLAMÁL Foreldar grunnskóla- barna í Reykjavík hafa kvartað undan einhæfum mat í mötuneyt- um skólanna. Þá hafa menntaráði Reykjavíkurborgar einnig borist kvartanir frá matráðum, umsjón- armönnum mötuneytanna. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, segir hækkandi matarverð hafa haft áhrif á mötuneytin. „Við höfum hins vegar tekið pólitíska ákvörð- un um að hækka ekki gjaldskrárn- ar á móti. Matseðillinn er fábreytt- ari en áður en hann er samt góður,“ segir Oddný. Í Vesturbæ Reykjavíkur er nú gerð tilraun í samræmdum hráefn- iskaupum fyrir mötuneyti grunn- og leikskólanna. Vonast er eftir hagræðingu í innkaupum en um leið verði hægt að bjóða upp á betra hráefni. „Með þessu móti getum við hagrætt og um leið fylgst betur með því hversu gott hráefnið er,“ segir Oddný. Hjá innkaupastofnun Reykjavík- urborgar starfar næringafræðing- ur sem fylgist með tilrauninni sem lýkur í nóvember. Guðfinna Guðmundsdóttir matreiðslumeistari í mötuneyti Engidalsskóla segir gríðarlega mikilvægt að starfsfólk skóla og mötuneyta geri sér grein fyrir hversu miklu máli gott og nær- ingarríkt hráefni skiptir varðandi heilsu barna. Hún segir að þó svo farið sé eftir hinum ýmsu stöðl- um frá Lýðheilsustöð sé auðvelt að komast í kring um þá með unnu hráefni sem oftast sé ódýrara og ekki eins næringarríkt. Guðfinna leggur mikið upp úr beinu sambandi við birgjana. Hún telur mikinn mun vera á því hvort maturinn sé eldaður beint í eldhúsi skólanna eða hvort hann sé flutt- ur þangað til upphitunar. Guðfinna telur að ekki muni líða mörg ár þar til allsherjar átak um matarvenjur barna verði gert í skólum landsins. „Hollur og vandaður matur á að vera partur af skólastarfi. Krakk- arnir þurfa virkilega að læra að borða slíkan mat.“ Sigurveig Káradóttir matreiðslu- meistari er sammála Guðfinnu. Hún hefur, ásamt Sigurrósu Páls- dóttur og Margréti Gylfadóttur, skoðað málefni mötuneyta í grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum og finnst víða pottur brotinn. Hún segir skóla meira og minna bjóða upp á unnar matvörur eins og bjúgu, nagga eða pakkasúpur, forsteikt kjöt eða fisk í raspi jafnvel innflutt. Einnig séu réttir eins og lasagna og plokk- fiskur oft búnir til utan skólanna og hitaðir upp. Sigurveig tekur þó fram að það sé misjafnt eftir skól- um. Sigurveig og samstarfskonur hennar telja, eins og Guðfinna, að yfirvöld þurfi að setjast að borðinu og skoða matarmál skólabarna upp á nýtt. - sv, - kh Kvartað undan ein- hæfum mat í skólum Foreldrar og matráðar kvarta undan einhæfum mat í grunnskólum Reykja- víkur. Hækkandi matarverð hefur haft áhrif á fjölbreytileikann. Formaður menntaráðs bindur vonir við tilraun um samræmd innkaup fyrir mötuneyti. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N LÁGAFELLSSKÓLI Boðið upp á hollan og góðan mat í mötuneyti Lágafellskóla. Slátur og grjóna- graut. Ætlar þú í leikhús í vetur? 56% 44% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú vongóð(ur) um að sátt náist um fiskveiðistjórnunar- kerfið á næstunni? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.