Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 10
10 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Í BIÐRÖÐINNI Þessi palestínski snáði setti pott á höfuðið meðan hann beið í biðröð eftir mat í súpueldhúsi í Hebr- on á Vesturbakkanum. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna og NATO í Afganistan, David Petraeus, segir lífi vestrænna hermanna þar stofn- að í hættu, ef lítill trúarsöfnuður í Flórída lætur verða af áformum sínum um að brenna Kóraninn 11. september. Terry Jones, leiðtogi safnaðar- ins, viðurkennir að Petraeus hafi þarna nokkuð til síns máls. „Samt finnst okkur kominn tími til að Bandaríkin hætti að biðjast afsök- unar á verkum sínum og lúti kon- ungum,“ bætti hann þó við. „Við verðum að senda hinum róttæka hluta íslamstrúar skýr skilaboð. Við viljum ekki lengur láta stjórn- ast af ótta þeirra og hótunum.“ Söfnuðurinn hefur boðað til alls- herjar bókabrennu á lóð kirkju safnaðarins, þar sem brenna á eintök af Kóraninum. Söfnuður- inn segir að gagnrýni Petraeusar hafi þó orðið til þess að málið sé í skoðun. „Myndir af logandi Kórani yrðu vafalaust notaðar af öfgamönnum í Afganistan og víðar um heim til þess að æsa upp almenningsálitið og hvetja til ofbeldis,“ sagði Pet- raeus á þriðjudag, daginn eftir að hundruð manna söfnuðust saman í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til þess að mótmæla þessum áform- um kirkjufólksins. Kirkjusöfnuðurinn, sem nefn- ist Dove World Outreach Center og hefur aðsetur í borginni Gai- nesville í Flórída, komst í fréttir á síðasta ári þegar liðsmenn hans dreifðu bolum með áletruninni: „Íslam er frá djöflinum komið“. Söfnuðinum hefur verið neitað um leyfi til að efna til brennu, en hafði þó sagst staðráðinn í að láta verða af þessu áður en Petraeus lýsti áhyggjum sínum. Þetta er fámennur söfnuður af meiði evangelískrar lúterstrúar. Meðlimir eru á vefsíðu hans sagð- ir rétt um fimmtíu talsins. Hann hefur óspart notfært sér Internet- ið til að vekja athygli á áformum sínum. Árið 2005 létu fimmtán manns lífið og tugir særðust í óeirðum í Aganistan eftir að bandaríska fréttaritið Newsweek hélt því fram að fangar Bandaríkjahers í Guant- anamo á Kúbu væru niðurlægðir með því að hafa eintök af Kóranin- um inni á salerni og þeim jafnvel sturtað niður. Tímaritið dró þá frétt síðar til baka. Víða urðu einnig óeirðir í múslímaheiminum eftir að danskt dagblað birti skopmyndir af Múh- ameð spámanni haustið 2006. gudsteinn@frettabladid.is Yfirmaður NATO óttast bókabrennu 11. september Kristinn söfnuður í Bandaríkjunum ætlar brenna eintök af Kóraninum 11. september. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan óttast afleiðingarnar. Hundruð manna mótmæltu í Afganistan. LEIÐTOGI BRENNUFÓLKS Terry Jones viðurkennir að áhyggjur herforingjans séu réttmætar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Nefnd leidd af skógræktarstjóra hefur sent drög að nýrri stefnumótun í skóg- ræktarmálum Íslendinga til umsagnaraðila. Í ljósi krafna um opna stjórn- sýslu býður Skógrækt ríkisins almenningi að gera athugasemd- ir við drögin. Frekari upplýsing- ar og drögin sjálf má finna á vef- síðu Skógræktar ríkisins, skogur. is. Athugasemdir þurfa að berast í tölvupósti til Þrastar Eysteins- sonar, sviðsstjóra skógræktarinn- ar, fyrir 20. september. - þj Stefnumótun í skógrækt: Leita viðbragða hjá almenningi INDÓNESÍA, AP Eldfjallið Sinabung sendi frá sér væna spýju af kol- svartri ösku í gær, rúmri viku eftir að það rumskaði fyrst eftir að hafa legið í dvala í fjórar aldir. Kraft- urinn var meiri en áður hefur sést í fjallinu. „Það heyrðust hrikaleg þrumu- hljóð, eins og þúsund sprengjur væru að springa í einu,“ sagði Ita Seipu, 29 ára íbúi undir hlíð- um fjallsins, sem hefur eins og þúsundir annarra íbúa dvalist í öruggri fjarlægð síðan byggðirn- ar voru rýmdar fyrir nærri tveim- ur vikum. Fólkinu hefur verið komið fyrir ýmist í neyðarskýlum eða skólum og öðrum opinberum byggingum. Fjallið kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar það tók upp á því að gjósa í lok ágúst. Um 130 virk eldfjöll eru í Indónes- íu, þannig að misjafnlega vel hefur verið fylgst með landrisi og skjálftavirkni í þeim. Ekki er vitað hvort fjallið á eftir að sýna af sér meiri ofsa næstu vikur eða mánuði eða hvort það mun mjatla úr sér gosefnum hægt og rólega, eða jafnvel lognast út af fljótlega. - gb Eldfjallið Sinabung í Indónesíu heldur áfram af enn meiri krafti: Hrikaleg þrumuhljóð í eldfjallinu AKANDI Í ÖSKUNNI Í nágrenni fjallsins þurfti fólk að setja upp grímur. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Skemmtinefnd Stangaveiði- félags Reykjavíkur stefnir að því að sameina alla stangveiðimenn í einni allsherjar uppskeruhátíð í lok október í tilefni að vertíðar- lokum. Að því er kemur fram á vef stangaveiðifélagsins er ætlunin að virkja ýmis stangveiðifélög og veiðiklúbba til þess að koma og skemmta sér saman. Yrði þetta í fyrsta skipti sem slíkur atburður yrði skipulagður á svo víðtækum grunni. Sífellt fleiri leggja fyrir sig stangveiði. Má til dæmis nefna að í haust fór félagatala Stangaveiðifélags Reykjavíkur yfir fjögur þúsund í fyrsta skipti. - gar Vertíðarlok stangveiðimanna: Skemmta sér saman í haust KERIÐ Í GLJÚFURÁ Sumarið hefur leikið við veiðimenn. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.