Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 12
12 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Læs kona getur breytt lífi sínu til hins betra á áhrifamikinn hátt. Þegar áratugur er liðinn af 21. öldinni eru konur enn 2/3 þeirra 759 milljóna full- orðinna í heiminum sem eru ólæsir. Þetta er óþolandi staða sem undirstrikar mesta ranglæti okkar tíma: ójafnt aðgengi að menntun. Það er ekkert, hvorki menningar- legt, efnahagslegt né félagslegt, sem rétt- lætir að stúlkum og konum sé meinað að njóta menntunar. Þetta er grundvallarréttur og algjör forsenda þess að ná alþjóðlegum þróunarmarkmiðum. Ólæsi heldur konum niðri og er megin- orsök þess að illa gengur að draga úr sárri fátækt í tæknivæddum heimi þar sem lest- ur, skrift og reikningur eru nauðsynleg til að geta notið réttinda og tækifæra. Vegna þessa beinir Alþjóðadagur læsis nú sviðsljósi að læsi kvenna. Að verða læs gefur konum sjálfstraust og vald yfir lífi sínu og framtíð. Það styrkir konur í að öðl- ast þekkingu til að taka upplýstar ákvarðan- ir og deila valdi heima fyrir og í samfélag- inu. Yfirlýsingar frá konum sem nýlega hafa orðið læsar bera vitni um að þessi færni getur bætt líf þeirra. Sem fyrstu konu sem er kosin aðalframkvæmdastjóri UNESCO er mér mjög umhugað um að efla rétt stúlkna og kvenna, ekki síst með menntun. Jafnrétti kynjanna er eitt meginmarkmið okkar en engin varanleg þróun verður án þess. Fjárfesting í læsi kvenna gefur góðan ávöxt: bætir lífsviðurværi, leiðir til betri heilsu barns og móður og styður aðgengi stúlkna að menntun. Í stuttu máli hefur þetta jákvæð áhrif á alla þróun. Að þessu sinni er markmið Alþjóðadags læsis að vekja athygli á bráðri þörf á aðgerðum til að auka læsi stúlkna og kvenna. Læsisverðlaun UNESCO vekja athygli á hugkvæmum og hvetjandi verkefn- um sem hafa afgerandi áhrif á einstaklinga og samfélög þeirra. Á síðasta áratug hefur jafnrétti til náms aukist í mörgum löndum. Sama gildir um læsi en of hægt gengur. Það þarf að taka betur á. Ég hvet allar ríkis- stjórnir, alþjóðastofnanir, félagasamtök og einkaaðila til að auka stuðning sinn við læsi. Ég er sannfærð um að jarðvegurinn er til staðar til að setja læsi kvenna á oddinn. Á liðnum mánuðum hefur okkur miðað í átt að auknu jafnrétti með stofnun UN Women. Læsi ljáir konum rödd – innan fjölskyld- unnar, í stjórnmálum og á alþjóðavettvangi. Það er fyrsta skrefið í átt að persónulegu frelsi og meiri hagsæld. Þegar konur verða læsar nýtur allt samfélagið þess. Sviðsljósi beint að læsi kvenna Læsi Irina Bukova Ávarp aðal- framkvæmda- stjóra Unesco á Alþjóðadegi læsis MAGAVÆNAR JÁRNTÖFLUR FÆST Í APÓTEKUM Samgöngubætur ársins Þær eru sannarlega alls konar sam- göngubæturnar sem menn ráðast í á Íslandi. Landeyjahöfn átti að gjörbylta samgöngum við Vestmannaeyjar til hins betra og breyta nokkurra klukku- tíma siglingu með Herjólfi úr þrekraun í skottúr fyrir heimamenn sem ferðamenn. Allt gekk glim- randi vel í fyrstu, þúsundir sigldu milli lands og Eyja meðan rjómablíðunnar naut við í ágústmánuði en svo fór að hreyfa vind. Þá varð að hætta sigling- um. Um leið spurðist að framburður úr jökulánum sem bjuggu til Landeyjarnar sé á góðri leið með að breyta Landeyjahöfn í Landeyjatorg. Og svo er farið að skorta nauðsynjavörur í Eyjum af því að skipið kemst hvorki lönd né strönd og flugvél- arnar sem fljúga milli lands og Eyja eru orðnar svo litlar að þær anna ekki vöruflutningum að gagni. Eru ekki allir sáttir? Undanfarna áratugi hafa ófáar nefndirnar glímt við það að ná sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið í landinu. Enn ein nefndin er að ljúka störfum þessa dagana. Hana setti núverandi ríkisstjórn á laggirnar undir forystu Guðbjarts Hannessonar. Nefnd Guðbjarts ætlar að leggja til samninga- leið sem útgerðin sættir sig þokkalega við. Fyrstu viðbrögð benda til þess að ekki verði þjóðarsátt um niðurstöður þessarar nefndar frekar en hinna fyrri. Strax í gær var fréttum af niðurstöð- unni tekið með háværum kröfum um að málinu yrði tafarlaust skotið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar sjávarútvegsmálin eru annars vegar á það við að því meira sem breytist því meir situr allt við það sama. peturg@frettabladid.isM örgum foreldrum þykir matur grunnskólabarna ein- hæfur og ekki nægilega hollur. Ljóst er að staðan er þröng því meðan verð á matvælum hækkar þá eru verðskrár í skólamötuneytum óbreyttar. Sýnt er því að útsjónarsemi þarf til að viðhalda gæðum þess matar sem börnunum er boðinn. Skólamatur er tiltölulega nýr af nálinni í íslensku samfélagi. Ekki eru nema hálfur annar áratugur síðan að heitur matur var óþekkt- ur með öllu í grunnskólum en nú þykir það sjálfsögð þjónusta að skólabörn eigi þess kost að fá mat í skólanum. Erfitt efnahagsástand hefur síður en svo dregið úr kröfunni um næringarríkan mat í skól- um enda þörfin á staðgóðum mat enn brýnni í slíku árferði. Vitað er að mataræði og neyslu- venjur allar hafa veruleg áhrif á heilsu. Þegar barni er gefið að borða er þannig ekki bara verið að seðja hungur og næra það fyrir daginn heldur er líka verið að leggja inn til framtíðar, ala upp neytanda. Sá matur sem börnum er boðinn hefur áhrif á það hvernig matarsmekkur þeirra þróast og þar af leiðandi hvernig mat þau munu velja sér þegar þau hljóta sjálf til þess umboð. Þannig geta matarvenjur í æsku haft verulega áhrif á heilsu, ekki bara á barnsaldrinum heldur um alla framtíð. Sigurveig Káradóttir, sem hefur ásamt Sigurrós Pálsdóttur og Margréti Gylfadóttur gert skoðun á mötuneytum grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu síðustu misseri, telur að víða sé pottur brotinn í matarmálum grunnskólabarna. Í úttekt þeirra kemur fram að unnar matvörur, svo sem bjúgu, naggar og pakkasúpa, eru víða uppistaðan í þeim mat sem börnum er boðinn. Þetta er óásættanlegt með öllu. Slíkur matur er iðulega rýr að næringu, auk þess sem hann inniheldur gjarnan ótæpilegt magn af salti og öðrum aukefnum sem jafnvel eru beinlínis skaðleg. Svo- leiðis mat á ekki að bjóða börnum í uppeldisstofnunum. Undir þetta taka margir matráðar í skólum. Meðal annars Guð- finna Guðmundsdóttir matráður í Engidalsskóla í Hafnarfirði. Að hennar mati á hollur og vandaður matur að vera partur af skóla- starfi og hún bendir á að börnin þurfi að læra að borða slíkan mat. Guðfinna og Sigurveig eru sammála um að ekki muni líða á löngu þar til matarmál grunnskólabarna verði tekin til gagngerrar skoð- unar. Undir það sjónarmið er hér tekið. Niðurstaðan verður vonandi sú að sem flestum börnum muni standa til boða hollur og góður matur sem framreiddur er á einfaldan en lystugan hátt. Slíkur matur þarf nefnilega ekki að vera dýrari en sá forunni matur sem nú er boðinn svo víða. Þótt ekki megi gleyma því að foreldrar bera höfuðábyrgð á því að ala upp og næra börn sín þá er það svo að matmálstími í skóla og leikskóla er hluti þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Þess verð- ur að sjá stað bæði hvað varðar þann mat sem neytt er og einnig í umgjörðinni sem börnunum er boðin við að matast. Einhæfur matur og ekki nægilega næringarríkur. Einfalt og hollt fyrir börnin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.