Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 14
14 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Svo háttaði til árum saman að við inn-ganginn í sal neðri deildar Alþing- is stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störf- um alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byr- opennar – og víxileyðublöð allra banka- stofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórn- málamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslu- stjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnað- ur varð nánast enginn nema lögþvingað- ur. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldu- sparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjár- munum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi pening- anna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtun- ar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í spari- sjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að “ávaxta” þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið – og mestur hagnaður- inn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannes- sonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa for- gang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað – og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja spari- fé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbind- ingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkan- um í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmála- manna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefja- lausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármála- kerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki leng- ur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjár- málakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráð- herra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland“ aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðu- blöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingis- húsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi lands- manna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa for- gang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins “gamla Íslands” Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björg- unarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst – þá rúst sem rústabjörg- unarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknar- flokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra ára- tuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni – sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims – þá verður þjóðin af fá annan og betri gjald- miðil. Svo einfalt er það. Víxlarekkinn í Alþingishúsinu Mál ríkisins gegn nímenningun-um heldur áfram í dag og mun Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjög- urra okkar, færa rök fyrir vanhæfni setts saksóknara, Láru V. Júlíusdótt- ur, vegna náinna tengsla hennar við brotaþolann Alþingi. Það er óþarfi að fara nánar út í sjálfar ákærurn- ar og gagnrýnina á þær, sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu mán- uðina. Þau vita sem vilja. Í síðustu fyrirtöku – þar sem Ragnar færði rök fyrir hlutdrægni dómarans Péturs Guðgeirssonar og krafðist þess að hann viki sæti – áttu fáein orðaskipti sér stað á milli Ragnars og Láru. Lára þvertók fyrir orð Ragnars um að lögreglan stjórni réttarhöldunum og sagði hana vera í dómshúsinu til þess að standa vörð um réttlætið rétt eins og saksóknari, dómari og verjendur. Mörgum er hugtakið réttlæti hugstætt. Ristjórar Morgun- og Fréttablaðsins skrifuðu til að mynda miklar varnarræður í kjölfar þess að nokkrir bankamenn voru handteknir snemma í sumar. Þeir Davíð Odd- son, Haraldur Johannessen og Ólaf- ur Þ. Stephensen sögðust treysta því að ef reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta muni réttarríkið á endanum virka. Stuttu seinna full- yrti hæstaréttarlögmaðurinn Heim- ir Örn Herbertsson að réttarríkið verndaði bæði sakborninga og brota- þola. Grunnur þess sé að fólk sé sak- laust uns sekt sé sönnuð. Heldur hefur þó verið annar tónninn í greinum sömu manna um nímenningamálið. Davíð og Har- aldur hafa m.a. gefið til kynna að almenningi stafi hætta af okkur og stuðningumönnum okkar. Með sama hætti leikur Ólafur sér að því að snúa út úr málefnalegri gagnrýni. Hvorugt blaðið hefur tekið afstöðu til gagnrýni sem byggir fyrst og fremst á meintum sönnunargögn- um lögreglunnar. Ritstjórarnir eru úr fjölmennum hópi fólks sem annars vegar lofsamar meint rétt- læti og göfuglyndi réttarríkisins og hikar ekki við að halda uppi eilífum vörnum fyrir þá örfáu gosa valda- og efnahagselítunnar sem hljóta réttar- stöðu sakborninga, en hika ekki við að innprenta hugmyndina um sekt okkar og dæma okkur fyrirfram. Það er aldeilis göfugt og réttlátt réttarríki sem bíður upp á að fólk hljóti árslanga fangelsisvist og svipt- ingu mannréttinda – eins og dæmt var í máli þeirra sem mótmæltu inngöngu Íslands í Atlantshafs- bandalagið árið 1949 – á sama tíma og hið sama ríki tekur með beinum eða óbeinum hætti þátt í fjöldamorð- um um allan heim. Réttarríki sem býður upp á möguleikann á lífstíðar- fangelsisvist einstaklinga, sem eftir einangrunarvist og pyntingar lög- reglunnar – að skipun þýsks rann- sóknarlögreglumanns á eftirlaunum – játa að hafa framið morð sem þeir frömdu ekki. Réttarríki sem byggir á þeirri hugmynd að Alþingi sé frið- heilagt og hvergi megi raska friði þess. Slík hugmynd glæpgerir í raun allt andóf gegn þinginu og þeirri tra- gikómedíu sem alla jafna á sér stað innan þess. Slík hugmynd felur í sér það innbyggða máttleysi almennings sem ríkið stendur og fellur með: Að almenningur geti engin önnur áhrif haft á samfélag sitt en með krossi á blað, fjórða hvert ár. Undantekning- um frá því beri að refsa. Og það er kjarni málsins gegn okkur níu. Við erum valin úr þrjá- tíu manna hópi, sökuð um árás á Alþingi og sögð leiðtogar árásar- innar. Að sama skapi erum við valin úr hópi þúsunda sem brutu friðhelgi Alþingis veturinn 2008 til 2009 með ýmsum hætti. Meira en 700 þeirra lýstu yfir samsekt með okkur en eru hunsuð. Öllu því sem ráðandi öflum þótti ljótt og óþægilegt við uppreisn þess vetrar hefur verið klínt á okkur sem erum talin veikburða skotmörk og henta vel til að fylla upp í ímynd ógnarinnar. Þeirri ímynd er svo viðhaldið með skólabókardæmi um hvernig fjórða valdið smellur eins og flís við rass hinna þriggja. Allt er þetta gert með refsingu að markmiði – refsingu sem á að halda andófi gegn ríkinu í lágmarki. Það er réttlæti réttarríkisins í hnotskurn. Árin 2001 til 2003 starfaði Lára V. Júlíusdóttir við rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Henni væri nær að halda því starfi áfram og ein- blína í nú á þá sem urðu fyrir barð- inu á ofbeldi ríkisins og var neitað um endurupptöku málsins. Það er göfugra starf en það sem hún sinnir nú: Að keyra í gegn þetta pólitíska Geirfinnsmál sem ofsóknir ríkisins á hendur okkur nímenningunum raunverulega eru. Réttlæti réttarríkisins Stjórnmál Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi alþingismaður Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Dómsmál Snorri Páll Úlfhildarson listamaður og einn hinna ákærðu níumenninga Bryndís Ósk Þ. Ingólfsdóttir, Námufélagi og nemi í kvikmyndafræði La us n: K vi km yn d at ja ld Aukakrónur fyrir Námufélaga E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 3 6 9 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . * G ild ir í L au g ar ás b íó i, S m ár ab íó i, H ás kó la b íó i o g B or g ar b íó i m án .- fim . s é g re it t m eð N ám uk or ti Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 Það er leikur að læra með Námunni. Kíktu á Námuna á Facebook

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.