Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Ný ferðaskrifstofa Kreppa hefur minni áhrif á ferðir stúdenta 2 Skilanefndirnar Eru þær ríki í ríkinu? 4-5 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 8. september 2010 – 9. tölublað – 6. árgangur Alla daga, allt árið Þekking okkar og reynsla nýtist viðskipta vinum okkar á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður m.a.: Eitt uppgjör, allt á einum stað Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér málið. Þarf prentun? Vistvæna prentun? Áfram við núllið Seðlabanki Jap- ans hefur ákveðið að halda stýri- vöxtum áfram við núllið, eða í 0,1 prósenti. Vextirnir hafa e k k i b r e y s t síðan í desem- ber 2008. Með þessu er ákveðið að bregðast ekki við, þótt jenið sé óþægilega sterkt og tefji að efna- hagslífið nái sér aftur á strik. Obama vill skattaafslátt Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Bandaríkjaþing til að samþykkja lög um að fyrirtæki fái verulegan afslátt á sköttum ef þau afskrifa allar fjárfestingar sínar. Obama vonar að þetta verði til þess að koma efnahagslífinu af stað. Björguðust fyrir horn Fasteigna- og hótelfyrirtækið Dubai Holding hefur fengið nærri tveggja mánaða frest til að greiða 555 milljóna dala lán meðan furstadæmið í Dúbaí reynir að vinna sig út úr skuldavanda. Fyrirtækið er í ríkis- eigu og skuldir vegna gríðarmikilla bygg- inga og fjárfestinga á vegum þess vega þyngst í skulda- bagga ríkis- ins. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Seðlabankinn áætlar að vaxta- kostnaður við lánin sem tekin voru í tengslum við efnahags- áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins nemi 104 milljónum evra, jafnvirði sextán milljarða króna, á ári verði þau öll nýtt. Lánin mynda gjald- eyrisforða Seðlabankans. Áætlaður vaxtakostnað- u r a f þ e i m l á n u m s e m þega r hefur verið dregið á nemur 41 millj- ón evra, jafnvirði átta milljarða króna. Það jafngildir 0,5 prósent- um af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í svari Seðla- bankans við fyrirspurn Frétta- blaðsins á síðasta vaxtaákvörð- unarfundi bankans. Helmingur lána frá AGS og Norðurlöndunum hefur nú skil- að sér og þriðjungur láns frá Póllandi. Allt lán Færeyinga hefur verið nýtt. Í svari Seðlabankans kemur fram að gjaldeyrisvaraforð- inn gegni mikilvægu hlutverki. Hann þurfi að vera nægur til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs, stuðla að stöðugleika á gjaldeyr- ismarkaði auk þess sem öflugur forði geti lækkað áhættuálag á vexti sem innlendum fyrirtækj- um bjóðast erlendis. Þá bendir bankinn á að forð- inn hafi nýst til kaupa á úti- standandi skuldum ríkissjóðs á hagstæðum kjörum og í raun lækkað lánsfjárkostnað ríkis- sjóðs. Lánin öll kosta sex- tán milljarða króna Helmingur lána frá AGS og Norðurlöndunum hefur skilað sér og þriðjungur láns frá Póllandi. Færeyjalánið er fullnýtt. Íslandsbanki hagnaðist um 8,3 milljarða króna á fyrri hluta þessa árs samkvæmt uppgjöri bank- ans. Hreinar vaxtatekjur voru 20,3 milljarðar og þóknanatekj- ur námu 3,3 milljörðum. Heildar- eign Íslandsbanka var 700 millj- arðar og af því eru 100 milljarð- ar eigið fé bankans. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka geta komið í auknum mæli að fjármögnun at- vinnulífsins. Úttekt sýni að ef öll lán í erlendri mynt yrðu dæmd ólögleg gæti höggið orðið mikið en að eiginfjárhlutfall yrði þó yfir 12 prósentum og þar með vel yfir lögbundnu lágmarki. Sú niður- staða myndi þó skerða verulega möguleika bankans til að þjónusta heimili og fyrirtæki. - gar Átta milljarða hagnaður í ár Stoðtækjaframleiðandinn Össur er gullegg sem er í þann mund að klekjast út samkvæmt úttekt danska viðskiptablaðsins Börsen. Fram kemur að Össur hafi hrist af sér kreppuna á Íslandi eftir ár- angursríkt ár sem skráð félag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Fjárhagsstaða Össurar sé mjög sterk og nú standi félagið á tíma- mótum sem gæti gert stöðuna enn betri. Á því ári sem liðið er frá skráningunni í Kaupmannahöfn hafa hlutir í Össuri hækkað um 80 prósent. - fri Gulleggið að klekjast út Miðað við núverandi ádrátt Upphæð (í millj.) Mynt Vextir Kostnaður í millj. evra Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 770 SDR 2,3% 21 Norðurlöndin 887 EUR 3,3% 29 Pólland 210 PLN 2,0% 1 Færeyjar 300 DKK 1,0% 0,4 Samtals 51 milljónir evra Í ísl. krónum 8,0 milljarðar Miðað við fullan ádrátt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 1.400 SDR 2,6% 43 Norðurlöndin 1.775 EUR 3,3% 58 Pólland 630 PLN 2,0% 3 Færeyjar 300 DKK 1,0% 0,4 Samtals 104 milljónir evra Í ísl. krónum 16,0 milljarðar Heimild: Seðlabanki Íslands K O S T N A Ð U R V E G N A L Á N A S T J Ó R N V A L D A MÁR GUÐMUNDSSON Japanskur prófessor Vill landið úr höndum hagsmunahópa 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.