Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 8. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Viðræður standa nú yfir um leigu sendinefndar Evrópusambands- ins (ESB) hér á landi á húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Stefnt mun að því að skrifa undir leigusamn- ing í vikulokin og áætlar nefnd- in að opna upplýsingaskrifstofu fyrir gesti og gangandi sem vilja fræðast um ESB í nýju húsnæði á næsta ári. Sendinefnd ESB var sett á lagg- irnar í desember í fyrra eftir að stjórnvöld lögðu fram umsókn um aðildarviðræður við ESB og tók hún til starfa í byrjun árs. Nefnd- in er fulltrúi ESB gagnvart stjórn- völdum hér og miðlar upplýsing- um til höfuðstöðva ESB í Brussel um afstöðu og hagsmuni Íslands í málum sem snerta samstarf Ís- lands og ESB. Hjá sendinefnd ESB eru ellefu starfsmenn og er Timo Summa, sendiherra ESB hér á landi. Skrif- stofur nefndarinnar hafa frá upp- hafi verið í bráðabirgðahúsnæði á hótelinu Radison 1919 í miðborg Reykjavíkur. Nefndin hefur frá upphafi viljað vera í miðborginni nálægt stjórn- sýslubyggingum og á jarðhæð til að auðvelda aðgengi áhugasamra um ESB. - jab ESB mundar pennann MIÐBORGIN Sendinefnd ESB mun opna skrifstofu í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Bundinn í einn mánuð. D Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 3,10%A 12,85% 12,50% Vaxtaþrep 4,05% 13,00% 13,00% Vaxtareikningur 3,90%B 13,50% 13,50% MP-1 11,50 til 4,30%C 13,00% 13,00% PM-reikningur 13,35 til 4,35% 13,95% 14,70% Netreikningur 4,60% D 13,65% 13,85% Sparnaðarreikningur 3,70% 11,60% Ekki í boði. „Við erum að leggja loka- hönd á áfangaskýrsluna. Hún verður afhent ráð- herra í vikunni,“ segir Maríanna Jónasdótt- ir, fulltrúi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra og formaður starfs- hóps á vegum fjármála- ráðuneytis, sem leggja á fram heildstæðar tillögur að breytingum á skattkerfinu. Starfshópurinn var settur á laggirnar seint í apríl og átti að skila fyrstu áfangaskýrslu 15. júlí. Erfiðlega gekk að setja saman samráðsnefnd hagsmunaaðila sem vinn- ur með hópnum og var skilafrestur því fram- lengdur til 31. ágúst. Maríanna segir sam- vinnuna hafa skilað miklu og hefur ekki áhyggjur af töfum enda hafi ríkis- stjórnin haft öðrum hnöppum að hneppa upp á síðkastið. Lokatillög- um á að skila fyrir áramót. - jab Skattaskýrsla fæðist MARÍANNA JÓNASDÓTTIR Þriðji tölvuleikurinn í Duke Nukem-seríunni, Duke Nukem Forever, kemur á markað á næsta ári. Aðdáendur tölvuleikjarins hafa þurft að bíða í þrettán ár eftir þessari nýju útgáfu. Sýnis- horn af leiknum má sjá á net- inu. Fyrsti Duke Nukem- leikurinn kom út árið 1991 og fylgdi þrívíddar- útgáfa í kjölfarið fimm árum síðar. Tæknin þótti framúrskarandi þá og átti að gera enn betur með þriðju út- gáfunni árið 1998. Litlu munaði að Duke Nukem Forever liti aldrei dagsins ljós þegar framleiðandinn, 3D Realms, fór á hliðina í fyrra. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins tryggði sér útgáfuréttinn í kjölfar- ið og mun ábyrgur fyrir því að uppfylla vænting- ar þeirra leikjaunnenda sem muna eftir upp- hringimótöldum. - jab Duke Nukem Forever loksins á leiðinni Óli Kristján Ármannsson skrifar Norræna ferðaskrifstofan Kilroy Tra- vel hefur í vikunni innreið sína á ný á íslenskan ferðamarkað. Á morgun verð- ur nýr vefur og þjónusta fyrirtækisins kynnt á veitingastaðnum Faktorý. Starfsemi Kilroy Travels er umtals- verð utan Íslands, mest í Danmörku, Noregi, Finnlandi og í Hollandi. „Og þótt við höfum áður selt hér flugmiða í mörg ár, þá höfum við aldrei sinnt ís- lenska markaðnum á þann hátt sem við ætlum núna að gera, með vefnum kil- roy.is og framboði á margvíslegri þjón- ustu,“ segir Claus Hejlesen, forstjóri Kilroy Travel. Hejlesen var staddur hér á landi í síðustu viku vegna stjórnarfundar í fyrirtækinu sem haldinn var hér á landi í fyrsta sinn. „Venjulega hittist stjórnin í Kaupmannahöfn,“ segir hann. Claus Hejlesen áréttar að þótt fyrirtækið sérhæfi sig í þjónustu við námsmenn og ungt fólk þá kunni sveigjanleiki og nálgun í skipulagningu ferða hjá Kil- roy að henta mörgum. „Kannski ekki þeim sem ætla að dvelja á fimm stjörnu hóteli, en ef einhver vill enda bakpokaferðalag um Asíu á slíkri slökun, þá ættum við að geta hjálpað,“ segir hann. Stúdentaferðir voru í eina tíð aðalþjónusta Kilroy, en nú hefur verið bætt við hana öðrum hlutum. Fé- lagið veitir til dæmis víðtæka námsráðgjöf og ráð- leggur þeim sem hyggja á nám fjarri heimahögum um þá kosti sem í stöðunni eru, mögulega styrki, atvinnumöguleika að loknu námi og fleiri hluti. Einhverjum kann að þykja bratt af erlendri ferðaskrifstofu að hefja rekst- ur á Íslandi í miðri kreppu, en Hejle- sen kveður svo ekki vera. „Kreppan hefur ekki jafnmikil áhrif á starfsemi okkar og aðrar ferðaskrifstofur,“ segir hann. Sérhæfing starfseminnar og sú staðreynd að háskólanemar hætta ekki að ferðast þótt að kreppi í hagkerfinu segir hann gera að verkum að fyrir- tækið finni minna fyrir sveiflunum en aðrir. „Við græðum ekki jafnmikið á uppsveiflunni, en töpum heldur ekki jafnmiklu þegar þrengir að.“ Þá segir forstjóri Kilroy að sökum staðsetningar sinnar njóti Ísland nokk- urrar sérstöðu þegar kemur að ferðum ungs fólks. „Þótt íbúatalan sé ekki há þá gerir tíðni ferðalaga og fjöldi þeirra sem stunda nám í útlöndum að landið er á sama stigi og Danmörk í þeim efnum,“ segir hann. „Íslenskir, danskir og finnskir fjárfestar eiga fé- lagið,“ segir Hejlesen, en fyrirtækið á söguleg tengsl við rekstrarfélög stúdenta á Norðurlöndum og var áður í þeirra eigu. Þannig átti Félagsstofnun stúd- enta í eina tíð hlut í félaginu og minnast margir enn Kilroy-ferða hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. „Finnska stúdentasambandið átti lengi meirihluta í félaginu, en tengslin við stúdentasamfélagið teygja sig allt aftur til fimmta áratugarins.“ Félagið Íslensk fjárfesting fer með ráðandi hlut í fyrirtækinu, en stjórnarformaður Kilroy er Arnar Þórisson. CLAUS HEJLESEN Forstjóri Kilroy Travel, fundaði í Reykjavík með stjórn fyrirtækisins fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kilroy mætir aftur Kilroy Travel snýr aftur á íslenskan ferðamarkað. Áhrif kreppunnar eru minni í stúdentaferðum, segir forstjórinn. Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Stefnir - Ríkisvíxlasjóður. Góður kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán Stefnir - Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 50 13 3 09 /1 0 Arion banka 444 7000, arionbanki.is/sjodir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.