Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2010 7 50 ára og eldri Uppri unarnámskeið! Reyndasti danskennari Íslandssögunnar kennir Hann er 74 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlit- slyftingu). Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn heitir Heiðar Ástvaldsson og kennir á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum 50 ára og eldri og kemur öllum í gott form á ný. Konusalsa Sjóðheit námskeið. Hentar öllum konum, ungum og öldnum, liðugum og stirðum. Í tímunum 50 plús og Salsa eru ávallt 3 kennarar. Innritun og upplýsingar á www.dansskoliheidars.is og í síma 551 3129 kl 16 til 20 daglega Árið 1978 festu foreldrar Björg- vins Hilmarssonar kaup á felli- hýsi sem þá var ekki algeng sjón á tjaldsvæðum á Íslandi. Næstu árin fór Björgvin, sem er fædd- ur árið 1975, í margar ferðir um landið með foreldrum sínum og systrum. „Við fórum hingað og þang- að með fellihýsið. Það sem helst lifir í minningunni eru fjölmarg- ar ferðir í Galtalæk þegar ég var smá patti. Fellihýsið var lítið notað um tíma en þó gripum ég og syst- ur mínar í það stöku sinnum eftir að við vorum orðin nógu stálpuð til að geta sett það upp án þess að skemma það og auðvitað komin með bílpróf. Þó það sé létt þá fer maður víst ekki langt með það án þess að hafa bíl til að draga það.“ Björgvin segir að fellihýsið hafi verið lítið notað undanfarin ár, en hann hafi þó verið staðráðinn í að taka það í notkun á ný, enda „verk- fræðilegt undur“ eins og hann orðar það sjálfur. Hönnunin á því er afar vel heppn- uð en fellihýsið, sem er franskt, hefur ætíð vakið mikla athygli. Sam- anbrotið lítur það út sem hver annar tjaldvagn, en þegar það er uppsett líkist það meira hjólhýsi. Því verða margir furðu lostnir þegar þeir sjá festinguna fyrir krókinn á hlið þess sem þeir telja hjólhýsi, í stað þess að festingin sé aftan á vagninum. Upprunalegt áklæði er á dýnun- um í rúmum fellihýsisins og gard- ínur sömuleiðis. Efnið ber áttunda áratugnum fagurt vitni, rósótt- ar gardínur í appelsínugulum lit. Sömu gardínur eru í meðfylgjandi fortjaldi. „Það er álíka diskólegt og fellihýsið,“ segir Björgvin sem hafði reyndar skilið það eftir heima þegar Fréttablaðið hitti hann á ferðinni í sumar. Björgvin ferðast mikið en hefur á fullorðinsárum aðallega ferðast afar létt, helst gangandi og með tjald. „En þetta er frábært þegar maður er í nokkra daga á sama stað, ekki síst þegar maður er með konu og barn,“ segir Björgvin sem gisti í fellihýsinu góða með Satu konu sinni og Sögu dóttur þeirra á Djúpavogi í sumar. Þó að fellihýsið sé vel með farið þarf aðeins að lappa upp á það og stefnir Björgvin á að gera það næsta sumar. Þannig að hægt verði að nota það mörg ár í viðbót. - sigridur@frettabladid.is Gamla franska fellihýsið stendur fyrir sínu Björgvin Hilmarsson fór í æsku margar ferðir með fjölskyldunni sinni um landið í forláta fellihýsi sem var keypt splunkunýtt árið 1978. Nú 32 árum síðar ferðast hann um með fjölskyldu sinni í húsinu góða. Satu Rämö og Björgvin Hilmarson í góðum áttunda áratugarfíling inni í fellihúsinu. Bekkjunum má breyta í rúm og borðinu sömuleiðis. FRÉTTABLAÐIÐ/SBT Hönnunin á fellihýsinu hefur elst vel og vekur enn aðdáun, 32 árum síðar. Fellihýsið líkist ansi mikið hjólhýsi. Allt samanbrotið og tilbúið í næsta ferðalag. Frá 8. áratugnum FRÖNSK GÆÐAHÖNNUN Heiti: Rapido Árgerð: 1978 Þyngd: 375 kg Upprunaland: Frakkland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.