Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 36
20 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Einkaleyfisstofa PONDUS KYNNIR: Skemmtilegar og fróðlegar staðreyndir um knattspyrnu Úr raunveru- leikanum Markvörðurinn Lee Spencer missti eina tönn á hverju tímabili sem hann lék með Fullham. Þegar hann hætti,1957, voru tvær tennur eftir. Ian Rush á hálfbróður í Southport sem notar skóstærð númer 68 Hvað finnst þér um þetta, Rushie? Guð minn almáttugur, Georg! 1963 fékk miðjumaður West Ham, Terry Coop- er, straujárn í hausinn. Hann var færður í stöðu vinstri bakvarðar og stóð sig vel þar. Amma Peter Beardsly er 87 ára gömul og vinnur enn sem hárgreiðslukona í Rotherham. Gjörðu svo vel, strákurinn minn. ARG ARG ARG BORÐA BORÐA Veit ekki hvort það var sniðug hugmynd að kaupa þetta heimabíó. Getum við ekki haft hljóðið aðeins hærra? Rán, ertu alveg viss um þetta samband Þú hefur aldrei hitt þennan mann. Af hverju heldurðu að hann sé sá rétti? Það er nú auðvelt. Hann uppfyllir þau tvö skilyrði sem ég set hjá hinu kyninu. Sem eru? 1) Hann er karlmaður 2) Hann umber mig Frændur okkar í Færeyjum eiga þing-mann sem heitir því skemmtilega nafni Jenis frá Rana. Sjálfur er hann þó ekkert sérstaklega skemmtileg týpa. Í fyrradag fann hann sig knúinn til að tilkynna að hann ætlaði sko ekki að sitja kvöldverðar- boð með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis- ráðherra Íslands, og eiginkonu hennar, Jón- ínu Leósdóttur. Hann ætlaði heldur að vera heima hjá konunni sinni, eins og flest önnur kvöld. Heimsókn íslenska forsætisráðherr- ans væri enda hrein ögrun og ekki í sam- ræmi við boðskap biblíunnar. HRIKALEGA hlýtur það að vera vand- ræðalegt fyrir eðlilega Færeyinga að maður eins og Jenis skuli fá að tjá sig opinberlega. En hann hefur víst lýðræð- islegt umboð kjósenda sinna, enda formaður Kristilega miðflokksins í Færeyjum. ÞAÐ eru svona jólasveinar sem við- halda hugmyndinni um hómófóbíska Færeyinginn. Að vísu er sennilega nokkuð margt til í því að óþol gegn samkynhneigð sé landlægara í Færeyjum en víðast hvar annars staðar. Kristilegi miðflokkur- inn berst opinberlega gegn aukn- um réttindum samkynhneigðra og hefur fimm prósenta fylgi og heila þrjá þingmenn. Það er dálít- ið gæsahúðarörvandi staðreynd, í ljósi þess að flokkurinn hefur það á stefnu- skrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir lögum biblíunnar. Það skapar óþægileg hug- renningatengsl við talibanana í Afganistan og óguðlegu sjaríalögin þeirra. Þau lög hafa einmitt verið notuð til réttlætingar blóðugri innrás og hernámi. Kannski við ættum að senda víkingasveitina til Færeyja, ef þessi flokkur heldur áfram að herða ítök sín. ÞEGAR fréttir af þessari kvöldverðar- ákvörðun bárust yfir hafið urðu þær raddir strax háværar að þetta væri mikil móðgun við Jóhönnu og Íslendinga alla. Ég er frekar á því að það væri móðgun við forsætisráð- herrann og eiginkonu hennar að þurfa að sitja til borðs með svona skoffíni. Ekki býst ég við því að þær muni sakna nærveru hans meðan þær gæða sér á skerpuketinu. Það er helst að maður finni til með konunni hans Jensa, sem er vafalaust hálfsvekkt yfir því að hafa ekki losnað við hann út úr húsi eina kvöldstund. SEM betur fer er svona röfl ekki lengur samþykkt í opinberri umræðu hér á landi. Ekki svo að skilja að skoðanirnar að baki fyrirfinnist ekki. Þær krauma auðvitað undir niðri hjá Jenisunum okkar, sem eru margir og víða. En þær eru þó ekki vel- komnar upp á borðið lengur. Það er vonandi fyrsta skrefið í þá átt að þær hverfi fyrir fullt og allt. Það eru nefnilega takmörk fyrir umburðarlyndi okkar hinna líka. Fóbísku frændurnir Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 95% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67% 5% 27% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí - júlí 2010. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.