Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 38
22 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Leiklist ★★★★★ Þetta er lífið … og om lidt er kaffen klar Höfundur og flytjandi: Charlotte Bøving Undirleikur: Pálmi Sigurhjartarson Rauði þráðurinn er núið, ekki minn- ingar og bið, heldur núið! Charlotte Bøving svíkur engan í lífssöng sínum í Iðnó. Gamla fal- lega leikhúsið við Tjörnina varð eitthvað svo upprunalegt þegar hún sté á svið með undirleikara sínum, Pálma Sigurhjartarsyni, á frumsýn- ingunni á laugardagskvöldið. Hann við hljóðfærið, hún með útbreiddan faðminn á svörtum skóm í svörtum kjól. Aðferðin virðist einföld en er svo vandmeðfarin. Við fæðumst og við deyjum. Það eigum við öll sameiginlegt hvort sem við erum dönsk eða íslensk. Charlotte hefur sviðsnærveru sem fyllir hvern krók og kima í leikhús- inu. Hún hrífur með sér áhorfend- ur í ferðalaginu gegnum lífið hér á Íslandi með innskotum frá bernsku og unglingsárum í Danmörku. Charlotte velur að segja sögu sína á íslensku og grínast með hvernig hún talar hana og hversu fáránlega beygingarkerfið kemur henni fyrir sjónir, milli þess sem hún syng- ur lög á danskri tungu. Hún ferð- ast með okkur í réttri tímaröð með innskotum frá því hún fyrst kom til Íslands. Hún rammar inn sögubrotin með þeim textum sem dönsku lögin bjóða upp á, eins og t.d. Det var eng- ang en Islandsk hest, den solgtes av en islandsk præst. Féll vitaskuld í góðan jarðveg. Það er fallegt á Íslandi, en það er líka fallegt í Danmörku og margt í náttúrunni þar sem er undursam- legt. Charlotte lýsir á myndræn- an máta hvernig dóttir hennar lítil hleypur um garð í Danmörku og kallar á mömmu og á ekki orð til að lýsa því sem fyrir augu ber, nefni- lega blómstrandi eplatré, mamma, það eru blóm á trénu! Yrkisefni Charlotte er algilt, allir þekkja sig í sögubrotunum. Hugleiðingar barnsins, og önug- heit unglingsins, stressið í mömm- unni og erfiðleikar við að koma skilaboðum til annarra foreldra á skikkanlegri íslensku. Tónlistinni er vafið inn í dagskrána á hugljúfan máta, tónskáldin ýmist fræg, óþekkt eða flytjendurnir sjálfir skrifaðir fyrir tónunum. Textarnir eru eftir marga fræga Dani, eins og til að mynda Tove Ditlevsen sem leggur út af besta tíma dagsins, og Char- lotte tekur þar upp, eril og stress og þvottavélavesen og matarinnkaup sem trufla möguleikann á að vera einn með sjálfum sér. Hún hefur raddbeitingu sem minnir á dönsku revíustjörnurnar, og líður greini- lega sjálfri undurvel á sviðinu, enda allan tímann í algeru sambandi við áhorfendur. Mörg laganna eru vel þekkt og textar Benny Andersen kunnir. Það eru textar eins og Barndomens land þar sem bláar flugur og barnatenn- ur eru mikilvægar, fyrir svo utan að Svantes lykkelige dag um Nínu sem kemur úr sturtunni er alltaf jafn frábært og hér túlkar Char- lotte það eins og hún sé fimmtugur latur karl á pallinum í sumarhúsinu að bíða eftir að fá kaffið sitt. Þemað er lífið, en einnig til hvers þetta líf er og þar finnur hún svar, eða kemur með góða tillögu, í texta Piet Hein, Du skal plante et træ, du skal göre en gærning. Það er líklega niðurstaðan í dagskránni, nefnilega að maður á að reyna að skilja eitt- hvað mikilvægt, eitthvað raunveru- legt, eftir sig. Það þarf ekki að vera nein brjálæðisleg stærðfræðifor- múla. Það er alveg óhætt að lofa hug- ljúfri kvöldstund með þeim Char- lotte og Pálma fyrir utan að húm- orinn vantaði ekki. Leikskráin er bréf frá Charlotte til áhorfenda og allir dönsku text- arnir fylgja þar með, mjög smart! Elísabet Brekkan Niðurstaða: Hrífandi lífsóður með fyndnum hugleiðingum og sögubrot- um, fléttuðum saman við hugljúfa tónlist. Að lifa í núinu Lokatilnefningar til Man Booker- verðlaunanna, einna eftirsóttustu bókmenntaverðlauna í Bretlandi, hafa verið tilkynntar. Sex bækur koma til greina og er Tom McCarthy talinn sigurstranglegastur í ár. Skáld- saga hans, C, fjallar um skólastjóra í heyrnleysingjaskóla, sem lendir í fangabúðum nasista, sleppur þaðan og rambar í egypskt grafhýsi. Room eftir írska höfundinn Emmu Donoghue fjallar um fimm ára dreng sem er haldið föngnum í litlu herbergi ásamt móður sinni. Efniviðurinn er sóttur í mál Jósef Fritzl og hefur vakið mikið umtal. In a Strange Room eftir suður-afríska höfund- inn Damon Galgut fjallar um mann sem ferðast um Grikkland, Indland og Afríku, yfirleitt með skelfilegum afleiðing- um. The Finkler Question eftir Howard Jacobson fjallar um þrjá vini, fyrrver- andi útvarpsmann, heimspeking af gyðingaættum og gamlan kennara þeirra og árás sem einn þeirra verður fyrir. Parrot and Oliver in America er söguleg skáldsaga eftir Peter Carey, sem hefur hlotið Booker-verðlaunin tvisvar áður. Bókin fjallar um ferða- lag fransks aðalsmanns og þjónsins hans til Ameríku. The Long Song eftir Andreu Levy fjallar um síðustu ár þrælahalds á Jamaíka. Til- kynnt verður um sigurvegarann 12. október. Booker-tilnefningar kynntar Minning Jóns forseta Sig- urðssonar er þjóðinni enn mikilvæg, þótt hún sé ekki endilega nákvæm. Þetta er meðal þess sem verður rætt á málþingi um Jón á Skaga- strönd um næstu helgi. Nokkrir fræðimenn halda erindi um Jón Sigurðsson og arfleifð hans á málþingi í Bjarmanesi á Skaga- strönd á sunnudaginn kemur. Þeir munu beina sjónum að því með hvaða hætti minningin um Jón for- seta sem leiðtoga Íslendinga í sjálf- stæðisbaráttunni varð til og mót- aðist í íslensku samfélagi á fyrstu áratugunum eftir andlát hans. Meðal framsögumanna er Páll Björnsson, prófessor við Háskól- ann á Akureyri. Hann vinnur um þessar mundir að bók um Jón for- seta, þar sem meðal annars verð- ur fjallað um hvernig minning- arnar um Jón hafa birst í gegnum tíðina og hvernig stjórnmálamenn hafa reynt að gera Jón að samherja sínum í pólitískum tilgangi. „Í fyrirlestrinum á sunnu- dag ætla ég að einblína á og taka dæmi um hvernig Jóns hefur verið minnst á mismunandi svið- um,“ segir Páll. „Það eru ákveð- in kennileiti notuð til að skapa eða viðhalda minningu um hann, til dæmis minjagripir, styttur, stað- ir á borð við Hrafnseyri, kennslu- bækur, peningaseðlar, blaðagrein- ar, bloggskrif – það er hægt að halda endalaust áfram. Þetta eru farvegirnir sem minningin hefur leitað í og ég ætla að tæpa á nokkr- um dæmum.“ Í bók Páls, sem er væntanleg á næsta ári, verður líka fjallað um hvernig minning Jóns hefur verið notuð í pólitískum tilgangi undan- farin hundrað ár eða svo. „Umræð- an um Evrópusambandið er dæmi um hvernig minning Jóns er notuð og lifir enn í umræðunni. Menn fá ekki leiða á því að gera hann að pólitískum bandamanni.“ segir Páll en bendir á að viðbrögðin við slíkum tilburðum segi ekki síður mikla sögu. „Andstæðingarnir rjúka þá oft upp til handa og fóta og saka hina um að vera að mis- nota minningu Jóns eða að eigna sér hann.“ Þetta er að mati Páls til marks um að minningin um Jón Sigurðsson sé þjóðinni enn mjög mikilvæg þótt hún sé ekki sérlega nákvæm. „Gott dæmi um það er að allir stjórnmálaflokkar hafa á einum tímapunkti eða öðrum litið á sig sem arftaka þeirrar arfleifð- ar sem Jón Sigurðsson skildi eftir sig.“ Auk Páls halda Sigurður Gylfi Magnússon, Guðmundur Hálfdan- arson og Jón Karl Helgason erindi um Jón á málþinginu á Skaga- strönd. Nánari upplýsingar má finna á skagastrond.is. bergsteinn@frettabladid.is Minningakistan Jón Sigurðsson PÁLL BJÖRNSSON Vinnur að bók um Jón Sigurðsson og minninguna um hann und- anfarin hundrað ár. LJÓSMYND/ DANÍEL STARRASON Kl. 12.15 Tríó Reykjavíkur heldur hádegistón- leika í austursal Kjarvalsstaða í hádeg- inu á föstudag. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá kunnuglegum ball- öðum eftir íslensk og erlend tónskáld til píanótríós í B-dúr eftir Beethoven. Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara. Ókeypis er á tónleikana og taka þeir 45 mínútur. > Ekki missa af Einni þekktustu myndröð bandarísku listakonunnar Cindy Cherman, Ónefndum kvikmyndaskotum. Á 69 svart- hvítum ljósmyndum stillir lista- konan sér upp sem leikkonu í ímynduðum kvikmyndum sem bera keim af gullöld kvik- myndanna í kringum miðja síðustu öld. Sýningin hefur staðið yfir í Listasafni Íslands og lýkur um næstu helgi. Safn- ið er opið frá 11 til 17. Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R FJÖREGG Barnamenning í Norræna húsinu Uppskeruhátíð og sultukeppni fyrir fjölskylduna Í gróðurhúsi Norræna hússins laugardaginn 11. september kl. 14.00 Tækifæri fyrir unga og eldri ræktendur að taka þátt í sultukeppni með afurðum úr eigin garði. Leikreglur eru einfaldar: · Keppt er í tveimur sultutegundum, súrri og sætri · Hver keppandi getur skilað inn eins mörgum sultutegundum og hann vill · Skila skal sultunni í Norræna húsið í síðasta lagi kl. 12.00 þann 11. september í íláti með nafni, heimilisfangi og/eða netfangi keppandans á botninum · Góð verðlaun í boði Kynnir og stjórnandi er danski matfræðingurinn Mads Holm. Dómari er meistarakokkur veitingahússins Dills í Norræna húsinu, Gunnar Karl Gíslason. Tónlist og skemmtun, Felix Bergsson leikari og söngvari. Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.